Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stjarnan mætir KR í úrslitum

    Það verða Stjarnan og KR sem leika til úrslita í Subway bikar karla í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld þegar Stjarnan lagði Njarðvík 83-73 í síðari undanúrslitaleik keppninnar í Ásgarði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bradford: Engar afsakanir

    "Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Allt pakkað og mikill hiti

    „Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Við eigum töluvert inni frá síðasta leik

    "Við erum fullir tilhlökkunar fyrir þennan risaleik og ég á ekki trú á öðru en að verði uppselt," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi í dag þegar hann var spurður út í stórslag KR og Grindavíkur í undanúrslitum bikarkeppninnar á morgun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jolley leikur ekki með Njarðvík

    Ekkert varð af því að Njarðvíkingar fengju til sín framherjann Kevin Jolley eins og til stóð. Ekki tókst að fá Bandaríkjamanninn lausan frá samningi sínum í Portúgal og því er hann farinn heim á leið á ný.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík vann í Seljaskóla

    Þrír leikir voru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og unnust þeir allir á útivöllum. Keflavík vann ÍR í Seljaskóla 96-81. Sigur Keflvíkinga var verðskuldaður en þeir voru með forystuna allan leikinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík kláraði Stjörnuna

    Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Stjarnan náði ekki að vinna sinn fjórða leik röð í kvöld þar sem liðið tapaði fyrir Njarðvík á útivelli, 90-76.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík fær erlendan leikmann

    Njarðvíkingar hafa ákveðið að styrkja sig fyrir komandi átök í Iceland Express deild karla og fengið til liðs við sig erlendan leikmann að nafni Kevin Jolley.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Enginn Jón Arnór eða Helgi með KR gegn Blikum

    KR-ingar leika í kvöld án þeirra Jóns Arnórs Stefánssonar og Helga Más Magnússonar þegar topplið Iceland Express deildar karla tekur á móti Blikum í DHL-Höllinni. Jón Arnór og Helgi Már eiga báðir við meiðsli að stríða og geta því ekki verið með í leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-ingar komu tilbúnir til leiks í kvöld

    "Við spiluðum vel. Við byrjuðum vel í vörninni og hittum vel fyrir utan. Það var mikilvægt að byrja vel," sagði Jakob Sigurðarsson í samtali við Stöð 2 Sport eftir sigur KR-inga á Keflavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík áfram í undanúrslit

    Átta liða úrslitum Subway-bikars karla lauk í kvöld með leik Njarðvíkur og Hauka. Heimamenn í Njarðvík unnu þar sigur 77-62. Staðan í hálfleik var 38-29.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík vann ÍR

    Grindvíkingar eru komnir í undanúrslit Subway-bikars karla eftir sigur á ÍR-ingum á heimavelli í kvöld 105-78. Átta liða úrslitum keppninnar lýkur annað kvöld með viðureign Njarðvíkur og Hauka.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell fær Lucious Wagner

    Vefsíðan karfan.is greinir frá því í dag að Snæfell hafi gert munnlegt samkomulag við bandaríska leikstjórnandann Lucious Wagner. Leikmaðurinn lék með Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni í Hollandi á sínum tíma.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR burstaði Keflavík

    KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Subway bikarnum í körfubolta eftir stórsigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur á heimavelli í kvöld, 95-64.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörkuleikur í Seljaskóla í kvöld

    Tólftu umferð Iceland Express deildarinnar í körfubolta lýkur í kvöld með þremur leikjum. Áhugaverð viðureign verður í Seljaskólanum þar sem heitir ÍR-ingar taka á móti stormsveit KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    George Byrd á leið til Hauka

    Miðherjinn sterki George Byrd er kominn hingað til lands á ný og er við það að semja við 1. deildarlið Hauka eftir því sem fram kemur á karfan.is.

    Körfubolti