Umfjöllun: Spenna í lokin þegar Keflavík lagði Grindavík Elvar Geir Magnússon skrifar 22. nóvember 2009 22:34 Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur. Keflavík vann Grindavík í Iceland Express-deildinni í kvöld 97-89. Leikurinn var afbragðsskemmtun en úrslitin gefa aðeins skakka mynd af þeirri spennu sem var undir lokin. Grindvíkingar reyndu við þriggja stiga körfu til að jafna metin þegar fimm sekúndur voru eftir. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp að hlið Njarðvíkinga á toppi deildarinnar en þeir síðarnefndu eiga þó leik inni. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð. Grindvíkingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að reyna að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir byrjuðu leikinn hinsvegar mjög illa og varnarleikur þeirra var dapur í fyrri hálfleik. Keflvíkingar náðu mest nítján stiga forystu en staðan í hálfleik var 52-44. Grindavíkurliðið kom mun grimmara til leiks í seinni hálfleiknum og minnkaði bilið verulega í þriðja leikhluta þar sem það náði forystunni um tíma. Keflavík var með eins stigs forystu fyrir síðasta leikhlutann þar sem spennan var mikil. Páll Axel Vilbergsson reyndi við þriggja stiga körfu þegar fimm sekúndur voru eftir og hefði getað jafnað metin. Ekki tókst það og Keflvíkingar gerðu þá út um leikinn. Sverrir Sverrisson rak smiðshöggið laglega þegar hann skoraði magnaða flautukörfu frá miðju. Átta stiga sigur Keflavíkur staðreynd. Þetta var fjórði tapleikur Grindavíkur í deildinni en liðinu var fyrir mót spáð Íslandsmeistaratitlinum. Keflvíkingar eru hinsvegar á góðu skriði og hafa unnið sjö deildarleiki í röð. Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflavík,var stigahæstur í liðinu með 22 stig. Darrell Flake var í sérflokki hjá gestunum. Keflavík - Grindavík 97-89 (52-44) Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Sverrir Þór Sverrisson 21, Rashon Clark 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 11, Þröstur Leó Jóhannsson 8.Stig Grindavíkur: Darrell Flake 31, Brenton Birmingham 17, Páll Axel Vilbergsson 13, Þorleifur Ólafsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 2, Ólafur Ólafsson 2. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik „Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld. 22. nóvember 2009 21:25 Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu „Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld. 22. nóvember 2009 21:18 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira
Keflavík vann Grindavík í Iceland Express-deildinni í kvöld 97-89. Leikurinn var afbragðsskemmtun en úrslitin gefa aðeins skakka mynd af þeirri spennu sem var undir lokin. Grindvíkingar reyndu við þriggja stiga körfu til að jafna metin þegar fimm sekúndur voru eftir. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp að hlið Njarðvíkinga á toppi deildarinnar en þeir síðarnefndu eiga þó leik inni. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð. Grindvíkingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að reyna að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir byrjuðu leikinn hinsvegar mjög illa og varnarleikur þeirra var dapur í fyrri hálfleik. Keflvíkingar náðu mest nítján stiga forystu en staðan í hálfleik var 52-44. Grindavíkurliðið kom mun grimmara til leiks í seinni hálfleiknum og minnkaði bilið verulega í þriðja leikhluta þar sem það náði forystunni um tíma. Keflavík var með eins stigs forystu fyrir síðasta leikhlutann þar sem spennan var mikil. Páll Axel Vilbergsson reyndi við þriggja stiga körfu þegar fimm sekúndur voru eftir og hefði getað jafnað metin. Ekki tókst það og Keflvíkingar gerðu þá út um leikinn. Sverrir Sverrisson rak smiðshöggið laglega þegar hann skoraði magnaða flautukörfu frá miðju. Átta stiga sigur Keflavíkur staðreynd. Þetta var fjórði tapleikur Grindavíkur í deildinni en liðinu var fyrir mót spáð Íslandsmeistaratitlinum. Keflvíkingar eru hinsvegar á góðu skriði og hafa unnið sjö deildarleiki í röð. Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflavík,var stigahæstur í liðinu með 22 stig. Darrell Flake var í sérflokki hjá gestunum. Keflavík - Grindavík 97-89 (52-44) Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Sverrir Þór Sverrisson 21, Rashon Clark 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 11, Þröstur Leó Jóhannsson 8.Stig Grindavíkur: Darrell Flake 31, Brenton Birmingham 17, Páll Axel Vilbergsson 13, Þorleifur Ólafsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 2, Ólafur Ólafsson 2.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik „Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld. 22. nóvember 2009 21:25 Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu „Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld. 22. nóvember 2009 21:18 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira
Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik „Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld. 22. nóvember 2009 21:25
Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu „Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld. 22. nóvember 2009 21:18