Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Nick Bradford mætir sínum gömlu félögum í Grindavík í kvöld

    Nick Bradford og félagar í Njarðvík reyna að koma sér aftur í gang í kvöld, eftir bikarskellinn á móti Keflavík á dögunum, þegar liðið fær Grindavík í heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Nick Bradford spilaði eins og kunnugt er með Grindavík við mjög góðan orðstír í fyrra.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nick Bradford kominn með leikheimild - verður með í kvöld

    Nick Bradford hefur fengið leikheimild hjá KKÍ og verður því með Njarðvíkingum í kvöld þegar þeir taka á móti ÍR-ingum í Iceland Express deild karla. Nick Bradford verður þá fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að spila með Suðurnesjaliðunum Keflavík, Grindavík og Njarðvík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nick Bradford kemur til Íslands í kvöld

    Njarðvíkingar vonast til þess að ganga frá samningi við Bandaríkjamaninn Nick Bradford þegar hann lendir á Íslandi í kvöld. Bradford er á leiðinni frá Finnlandi eftir að hafa verið rekinn frá Kataja á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    118 kílóa miðherji á leið á Krókinn

    Tindastólsmenn eru búnir að finna eftirmann Amani Bin Daanish fyrir seinni hluta Iceland Express deildarinnar. Sá kappi er ekki að minni gerðinni en hinn 206 sm og 118 kíló Kenney Boyd hefur samið við Tindastól um að klára tímabilið í Skagafirðinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnar hættur sem þjálfari ÍR-liðsins

    Jón Arnar Ingvarsson hefur óskað eftir því við körfuknattleiksdeild ÍR að láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins í Iceland Express deildinni en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR.

    Körfubolti