Umfjöllun: Snæfellingar tryggðu sér fyrsta meistaratitilinn með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2010 23:21 Leikmenn og þjálfari Snæfells fagna í klefanum eftir leikinn. Mynd/Daníel Snæfell tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með því að slátra Keflavíkurliðinu með 36 stiga sigri, 105-69, á þeirra eigin heimavelli í kvöld. Öll sagan var á mótin Snæfelli í oddaleiknum í Keflavík í gær en þeir tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stæl en það var sameinað átak frá öllu liðinu sem sá til þess að Keflvíkingar voru aðeins áhorfendur af því þegar Hólmarar eignuðust sína fyrstu Íslandsmeistara. Snæfellingar gáfu tóninn strax í byrjun, komust í 7-0 og 20-5, hitti úr 11 af fyrstu 12 skotunum sínum og voru komnir 20 stigum yfir (27-7) eftir aðeins rúmar 5 mínútna leik. Emil Þór Jóhannsson fór á kostum í byrjun og var þarna búinn að skora þremur stigum meira en allt Keflavíkurliðið. Snæfell var 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 37-19 og það var helst Sverrir Þór Sverrisson sem lét Hólmara hafa eitthvað fyrir hlutunum. Keflavík náði muninum aftur niður í sextán stig í öðrum leikhluta en í stöðunni 30-46 skildu aftur leiðir, Snæfell skoraði tíu síðustu stig hálfleiksins og var 56-30 yfir í hálfleik. Snæfellingar skoruðu að vild í hálfleiknum, hitti úr 19 af 33 skotum sínum (58 prósent) og tapaði aðeins 5 boltum. Það gekk flest upp sem sést ekki síst á því að sex leikmenn voru búnir að skora þrist í hálfleiknum. Keflvíkingar voru hinsvegar algjörlega kraftlausir og þar munaði mikið um að tveir lykilmenn voru nánast fjarverandi.Í Keflavíkursókninni voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Nick Bradford aðeins með tvö stig saman en þeir klikkuðu á 9 af 10 skotum sínum fyrstu 20 mínútur leiksins. Það þurfti eitthvað kraftaverk að gerast til þess að Keflvíkingar næðu að snúa leiknum við í seinni hálfleik og þó að það mátti sjá talsvert meira lífsmark á mörgum leikmönnum liðsins sást það strax að þeir voru ekkert að fara vinna upp þetta stóra forskot. Uruele Igbavboa reyndi sitt en það var bara ekki nóg. Keflavík minnkaði muninn niður í 16 stig, 54-70, en þá svaraði Snæfell með því að skora 7 síðustu stig þriðja leikhluta og ná aftur 23 stig forskoti fyrir lokaleikhlutann. Lokaleikhlutinn var því aðeins formsatriði og Snæfellingar náðu muninum að lokum upp í 36 stig til þess að gera kvöldið enn vandræðalegra fyrir heimamenn. Snæfell varð í kvöld fyrsta liðið sem vinnur titilinn eftir að hafa lent í 6. sæti í deildinni. Það var ekki einu metin sem féllu í Toyota-höllinni í gær því þetta var sögulegur dagur og þá sérstaklega fyrir kappa eins og Hlyn Bæringsson, Sigurð Þorvaldsson og Jón Ólaf Jónsson sem eru búnir að bíða eftir þessum titli lengur en flestir. Eftir öll silfrin og öll vonbrigðin í lokaúrslitunum í gegnum tíðina þurfti eitthvað sérstakt til þess að landa fyrsta titlinum. Þeir spiluðu sinn allra besta leik á úrslitastundu og þessi frammistaða verður rifjuð upp um ókomna tíð í Hólminum. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tókst það sem engum öðrum þjálfara hafði tekist í Hólminum. Þetta var frábæra lið hafði aldrei náð að brjótast í gegnum síðasta múrinn en núna er íshellan loksins brotin og þar spilaði Ingi Þór stærri rullu en flestir.Keflavík-Snæfell 69-105 (30-56)Stig Keflavíkur: Uruele Igbavboa 23/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7, Gunnar Einarsson 6, Nick Bradford 6/7 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 5, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 21/15 fráköst/6 stoðsendingar, Martins Berkis 18/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 17, Jeb Ivey 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 12/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/6 fráköst, Páll Fannar Helgason 3, Gunnlaugur Smárason 2 Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Snæfell tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með því að slátra Keflavíkurliðinu með 36 stiga sigri, 105-69, á þeirra eigin heimavelli í kvöld. Öll sagan var á mótin Snæfelli í oddaleiknum í Keflavík í gær en þeir tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stæl en það var sameinað átak frá öllu liðinu sem sá til þess að Keflvíkingar voru aðeins áhorfendur af því þegar Hólmarar eignuðust sína fyrstu Íslandsmeistara. Snæfellingar gáfu tóninn strax í byrjun, komust í 7-0 og 20-5, hitti úr 11 af fyrstu 12 skotunum sínum og voru komnir 20 stigum yfir (27-7) eftir aðeins rúmar 5 mínútna leik. Emil Þór Jóhannsson fór á kostum í byrjun og var þarna búinn að skora þremur stigum meira en allt Keflavíkurliðið. Snæfell var 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 37-19 og það var helst Sverrir Þór Sverrisson sem lét Hólmara hafa eitthvað fyrir hlutunum. Keflavík náði muninum aftur niður í sextán stig í öðrum leikhluta en í stöðunni 30-46 skildu aftur leiðir, Snæfell skoraði tíu síðustu stig hálfleiksins og var 56-30 yfir í hálfleik. Snæfellingar skoruðu að vild í hálfleiknum, hitti úr 19 af 33 skotum sínum (58 prósent) og tapaði aðeins 5 boltum. Það gekk flest upp sem sést ekki síst á því að sex leikmenn voru búnir að skora þrist í hálfleiknum. Keflvíkingar voru hinsvegar algjörlega kraftlausir og þar munaði mikið um að tveir lykilmenn voru nánast fjarverandi.Í Keflavíkursókninni voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Nick Bradford aðeins með tvö stig saman en þeir klikkuðu á 9 af 10 skotum sínum fyrstu 20 mínútur leiksins. Það þurfti eitthvað kraftaverk að gerast til þess að Keflvíkingar næðu að snúa leiknum við í seinni hálfleik og þó að það mátti sjá talsvert meira lífsmark á mörgum leikmönnum liðsins sást það strax að þeir voru ekkert að fara vinna upp þetta stóra forskot. Uruele Igbavboa reyndi sitt en það var bara ekki nóg. Keflavík minnkaði muninn niður í 16 stig, 54-70, en þá svaraði Snæfell með því að skora 7 síðustu stig þriðja leikhluta og ná aftur 23 stig forskoti fyrir lokaleikhlutann. Lokaleikhlutinn var því aðeins formsatriði og Snæfellingar náðu muninum að lokum upp í 36 stig til þess að gera kvöldið enn vandræðalegra fyrir heimamenn. Snæfell varð í kvöld fyrsta liðið sem vinnur titilinn eftir að hafa lent í 6. sæti í deildinni. Það var ekki einu metin sem féllu í Toyota-höllinni í gær því þetta var sögulegur dagur og þá sérstaklega fyrir kappa eins og Hlyn Bæringsson, Sigurð Þorvaldsson og Jón Ólaf Jónsson sem eru búnir að bíða eftir þessum titli lengur en flestir. Eftir öll silfrin og öll vonbrigðin í lokaúrslitunum í gegnum tíðina þurfti eitthvað sérstakt til þess að landa fyrsta titlinum. Þeir spiluðu sinn allra besta leik á úrslitastundu og þessi frammistaða verður rifjuð upp um ókomna tíð í Hólminum. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tókst það sem engum öðrum þjálfara hafði tekist í Hólminum. Þetta var frábæra lið hafði aldrei náð að brjótast í gegnum síðasta múrinn en núna er íshellan loksins brotin og þar spilaði Ingi Þór stærri rullu en flestir.Keflavík-Snæfell 69-105 (30-56)Stig Keflavíkur: Uruele Igbavboa 23/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7, Gunnar Einarsson 6, Nick Bradford 6/7 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 5, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 21/15 fráköst/6 stoðsendingar, Martins Berkis 18/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 17, Jeb Ivey 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 12/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/6 fráköst, Páll Fannar Helgason 3, Gunnlaugur Smárason 2
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira