Pálmi Freyr: Þvílíkur tímapunktur að eiga okkar besta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2010 22:29 Pálmi Freyr Sigurgeirsson á ferðinni í kvöld. Mynd/Daníel Snæfellingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum en hann vann einnig titilinn með KR 2007 og 2009. Pálmi var með 10 stig í kvöld. „Þetta er nánast orðinn árlegur viðburður hjá mér að verða meistari en þetta er alltaf jafn yndisleg tilfinning," sagði Pálmi. „Ég held að þetta hafi besti leikurinn okkar í vetur og þetta var þvílíkur tímapunktur fyrir okkur að eiga okkar besta leik. Það er ótrúlegt að ná því í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Það sýnir bara hvað við erum góðir og við stígum upp þegar við þurfum á því að halda," sagði Pálmi. „Þetta var mjög erfið leið sem við þurfum að fara en við erum með breitt bak. Við unnum KR á útivelli og þessir strákar eins og Siggi, Hlynur og Nonni eru búnir að ganga í gegnum svo margt saman. Það var bara kominn tími á þetta hjá þeim," sagði Pálmi. „Við erum með frábært lið og það voru allir að standa sig vel í dag. Það skipti ekki máli hver kom inn af bekknum því það voru allir að spila þvílíka vörn og svo settum við skotin okkar ofan í. Sóknarleikurinn okkar bara allt annar en í leik fjögur," sagði Pálmi. „Ég vissi að við værum með mannskap sem gæti farið alla leið en það var mikið um meiðsli og við vorum að fá útlendingana seint inn. Þetta leit kannski ekki vel út hjá okkur um tíma en maður missti aldrei vonina," sagði Pálmi sem virtist vera frá út tímabilið í kringum áramót en kom svo sterkur inn til baka. „Það var búið að afskrifa mig út tímabilið en skyndilega var bakið orðið gott. Ég hef enga skýringu á því en það var bara frábært. Ég var orðinn góður fyrir bikarúrslitaleikinn og ætlaði ekki að missa af því og ætlaði heldur ekki að missa af því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er frábær tilfinning. Þetta er alveg meiriháttar, þetta er búin að vera frábær úrslitakeppni og þetta er toppurinn á þessu tímabili," sagði Pálmi að lokum.. Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Snæfellingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum en hann vann einnig titilinn með KR 2007 og 2009. Pálmi var með 10 stig í kvöld. „Þetta er nánast orðinn árlegur viðburður hjá mér að verða meistari en þetta er alltaf jafn yndisleg tilfinning," sagði Pálmi. „Ég held að þetta hafi besti leikurinn okkar í vetur og þetta var þvílíkur tímapunktur fyrir okkur að eiga okkar besta leik. Það er ótrúlegt að ná því í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Það sýnir bara hvað við erum góðir og við stígum upp þegar við þurfum á því að halda," sagði Pálmi. „Þetta var mjög erfið leið sem við þurfum að fara en við erum með breitt bak. Við unnum KR á útivelli og þessir strákar eins og Siggi, Hlynur og Nonni eru búnir að ganga í gegnum svo margt saman. Það var bara kominn tími á þetta hjá þeim," sagði Pálmi. „Við erum með frábært lið og það voru allir að standa sig vel í dag. Það skipti ekki máli hver kom inn af bekknum því það voru allir að spila þvílíka vörn og svo settum við skotin okkar ofan í. Sóknarleikurinn okkar bara allt annar en í leik fjögur," sagði Pálmi. „Ég vissi að við værum með mannskap sem gæti farið alla leið en það var mikið um meiðsli og við vorum að fá útlendingana seint inn. Þetta leit kannski ekki vel út hjá okkur um tíma en maður missti aldrei vonina," sagði Pálmi sem virtist vera frá út tímabilið í kringum áramót en kom svo sterkur inn til baka. „Það var búið að afskrifa mig út tímabilið en skyndilega var bakið orðið gott. Ég hef enga skýringu á því en það var bara frábært. Ég var orðinn góður fyrir bikarúrslitaleikinn og ætlaði ekki að missa af því og ætlaði heldur ekki að missa af því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er frábær tilfinning. Þetta er alveg meiriháttar, þetta er búin að vera frábær úrslitakeppni og þetta er toppurinn á þessu tímabili," sagði Pálmi að lokum..
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira