Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Ert' ekki að djóka?

Jókerinn hefur gert íbúum Gotham lífið leitt í tæp 80 ár. Hann varð að algerum brandara um skeið í myndasögum og hefur mátt þola meðferð ólíkra leikara. Því má lengi deila um hver sé besti og versti Jókerinn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Norræn kvikmyndaveisla

Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film og TV Fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum. Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar fimm tilnefndu myndirnar og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 15. til 20. október.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum

Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Grátbroslegar helgar

Fyrstu tveir þættir Pabbahelga voru forsýndir fyrir fullum sal í Bíó Paradís í vikunni en sýningar á þeim hefjast á RÚV á sunnudaginn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sagði kominn tíma á rauðhærðan Bond

Breski leikarinn Damian Lewis sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í bandarísku spennuþáttunum Homeland virðist hafa ýjað að því í útvarpsviðtali að hann væri til í að taka við hlutverki njósnara hennar hátignar, James Bond.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fjórða þáttaröð Stranger Things í bígerð

Aðdáendur bandarísku vísindaskáldskaparþáttanna Stranger Things, sem Netflix framleiðir, geta tekið gleði sína á ný því í dag var birt færsla á samfélagsmiðlasíðum þáttanna þar sem staðfest var að fjórða þáttaröðin um krakkana frá Hawkins, Indiana væri í bígerð.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Net­flix pantar ís­lenska vísinda­skáld­sögu­þátta­röð af Baltasar Kormáki sem þakkar nýja kvik­mynda­þorpinu

Bandaríska streymisveitan Netflix hefur pantað vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki og framleiðslufyrirtæki hans. Um íslenska framleiðslu verður að ræða með íslenskum leikurum. Baltasar telur að þetta sé líklega stærsti einstaki samningur sem gerður hefur verið við íslenska kvikmyndagerðarmenn.

Bíó og sjónvarp