Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2020 20:00 Fulltrúi almannavarna sá til þess að allt færi að settum reglum í Hofi um helgina. Vísir/Tryggvi Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Miðstöð Sinfonia Nord er í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þar sem hljóðfæraleikarar hafa staðið í ströngu alla helgina, að taka upp kvikmyndatónlist fyrir bandarísku streymisveitinu Netflix. Verkefnin hreinlega hrúgast inn. „Við eiginlega trúum því ekki hvað er að gerast. Við virðumst vera eina sinfónuhjómsveitin í heiminum sem getur veitt þessa þjónustu núna, ekki það að við vorum löngu byrjaðir á því. Núna erum við að taka upp tónlist fyrir þriðju Netflix-kvikmyndina okkar í röð,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar. Þorvaldur Bjarni fylgist með upptökunum.Vísir/Tryggvi Það flækir málin að ekki mega vera fleiri en 20 í sama rýminu vegna samkomubannsins auk þess sem að Netflix krefst ýtrustu sóttvarna. Því þurfti að skipta hljómsveitinni upp í minni einingar auk þess sem að enginn komst inn í Hof nema fá grænt ljós frá hjúkrunarfræðingi. Hljóðfæraleikararnir þurftu að vera með grímu í almennum rýmum og líklega hefur það ekki oft gerst áður að sinfóníuhljómsveit hafi starfað undir vökulum augum fulltrúa almannavarna, sem gætti þess að allt færi fram samkvæmt reglum. En tónlistin hentar þessum varúðarráðstöfunum. „Við erum að taka upp kvikmyndatónlist fyrir dramatískan þátt, krimma, og þetta er bara svolítið eins og að vera inn í því,“ segir Þorvaldur Bjarni. Framundan eru minnst þrjú verkefni og Netflix virðist ætla að grípa gæsina eftir að hafa kynnst Sinfoniu Nord í fyrri verkefnum, í febrúar var meðal annars tilkynnt að hljómsveitin myndi taka upp tónlistina í Eurovison-mynd Will Ferrel, þar sem Ísland kemur mjög við sögu. „Við erum komin með olnbogann inn, þá vill svo til að fólk lítur til okkar þegar það fattar að á Íslandi er kannski langöruggast að vera á meðan á þessu stendur og þess vegna getum við veitt þjónustuna,“ segir Þorvaldur Bjarni en greint hefur verið frá því að Netflix hafi sett nánast alla sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á ís, nema í tveimur löndum, Suður-Kóreu og Íslandi, vegna árangurs þeirra í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Passað var upp á að nægjanlegt bil væri á milli hljóðfæraleikara. Og fulltrúi almannavarna var aldrei langt undan.Vísir/Tryggvi Og framkvæmdastjórinn vonar að þessi törn skili verkefnum til frambúðar, sem hún virðist þegar vera farin að gera. „Ég var að fá póst núna í gærkvöldi þar sem var verið að spyrja hvort mögulegt væri að fá Hof frá 4. maí þangað til í byrjun september, alla daga.“ Þannig að það verður nóg að gera hjá ykkur? „Það lítur út fyrir það að það verði en þetta er ekki í hendi en ef svo erum við akkúrat kominn á þann stað sem við vildum, að vera með eitt verkefni í viku.“ Hof þykir henta einstaklega vel til þess að taka upp kvikmyndatónlist.Vísir/Tryggvi Netflix Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Miðstöð Sinfonia Nord er í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þar sem hljóðfæraleikarar hafa staðið í ströngu alla helgina, að taka upp kvikmyndatónlist fyrir bandarísku streymisveitinu Netflix. Verkefnin hreinlega hrúgast inn. „Við eiginlega trúum því ekki hvað er að gerast. Við virðumst vera eina sinfónuhjómsveitin í heiminum sem getur veitt þessa þjónustu núna, ekki það að við vorum löngu byrjaðir á því. Núna erum við að taka upp tónlist fyrir þriðju Netflix-kvikmyndina okkar í röð,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar. Þorvaldur Bjarni fylgist með upptökunum.Vísir/Tryggvi Það flækir málin að ekki mega vera fleiri en 20 í sama rýminu vegna samkomubannsins auk þess sem að Netflix krefst ýtrustu sóttvarna. Því þurfti að skipta hljómsveitinni upp í minni einingar auk þess sem að enginn komst inn í Hof nema fá grænt ljós frá hjúkrunarfræðingi. Hljóðfæraleikararnir þurftu að vera með grímu í almennum rýmum og líklega hefur það ekki oft gerst áður að sinfóníuhljómsveit hafi starfað undir vökulum augum fulltrúa almannavarna, sem gætti þess að allt færi fram samkvæmt reglum. En tónlistin hentar þessum varúðarráðstöfunum. „Við erum að taka upp kvikmyndatónlist fyrir dramatískan þátt, krimma, og þetta er bara svolítið eins og að vera inn í því,“ segir Þorvaldur Bjarni. Framundan eru minnst þrjú verkefni og Netflix virðist ætla að grípa gæsina eftir að hafa kynnst Sinfoniu Nord í fyrri verkefnum, í febrúar var meðal annars tilkynnt að hljómsveitin myndi taka upp tónlistina í Eurovison-mynd Will Ferrel, þar sem Ísland kemur mjög við sögu. „Við erum komin með olnbogann inn, þá vill svo til að fólk lítur til okkar þegar það fattar að á Íslandi er kannski langöruggast að vera á meðan á þessu stendur og þess vegna getum við veitt þjónustuna,“ segir Þorvaldur Bjarni en greint hefur verið frá því að Netflix hafi sett nánast alla sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á ís, nema í tveimur löndum, Suður-Kóreu og Íslandi, vegna árangurs þeirra í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Passað var upp á að nægjanlegt bil væri á milli hljóðfæraleikara. Og fulltrúi almannavarna var aldrei langt undan.Vísir/Tryggvi Og framkvæmdastjórinn vonar að þessi törn skili verkefnum til frambúðar, sem hún virðist þegar vera farin að gera. „Ég var að fá póst núna í gærkvöldi þar sem var verið að spyrja hvort mögulegt væri að fá Hof frá 4. maí þangað til í byrjun september, alla daga.“ Þannig að það verður nóg að gera hjá ykkur? „Það lítur út fyrir það að það verði en þetta er ekki í hendi en ef svo erum við akkúrat kominn á þann stað sem við vildum, að vera með eitt verkefni í viku.“ Hof þykir henta einstaklega vel til þess að taka upp kvikmyndatónlist.Vísir/Tryggvi
Netflix Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira