Bíó og sjónvarp

Taika Waititi skrifar handrit og leikstýrir nýrri Star Wars mynd

Andri Eysteinsson skrifar
Waititi leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Thor: Ragnarok og hlaut mikið lof.
Waititi leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Thor: Ragnarok og hlaut mikið lof. Marvel

Óskarsverðlaunahafinn nýsjálenski, Taika Waititi sem þekktastur er fyrir kvikmyndir sínar Jojo Rabbit og Thor: Ragnarok hefur verið ráðinn leikstjóri og handritshöfundur Star Wars myndar sem er í bígerð. Ekkert hefur verið gefið út um útgáfudag myndarinnar en von er á næstu Star Wars mynd árið 2022. Independent greinir frá.

Orðrómur hefur verið á flugi um að Waititi, sem leikstýrði þáttum í sjónvarpsþáttunum The Mandalorian sem gerast í Star Wars heiminum, myndi verða ráðinn leikstjóri Star Wars myndar.

Þá mun Waititi skrifa handritið ásamt handritshöfundi óskarsverðlaunamyndarinnar 1917, Krysty Wilson-Cairns. Fyrsta kvikmyndahandrit hennar var 1917 sem hún vann að ásamt leikstjóranum Sam Mendes, fengu þau meðal annars tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir frumsamið handrit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×