Spáir því að Hannes muni leikstýra Dwayne „The Rock“ Johnson í Hollywood Kvikmyndin Leynilögga vakti mikla lukku þegar hún var frumsýnd á Locarno hátíðinni í Sviss fyrr í vikunni. Fyrstu kvikmyndadómarnir eru farnir að birtast og eru aðstandendur myndarinnar í skýjunum með viðtökurnar. Bíó og sjónvarp 12. ágúst 2021 14:15
Faraldurs-stíflan brestur loksins í haust Frumsýningum fjölmargra kvikmynda hefur verið frestað á tíma nýju kórónuveirunnar en nú virðist sem að stíflan sé að bresta. Fram að jólum verða fjölmargar efnilegar kvikmyndir frumsýndar (vonandi). Bíó og sjónvarp 12. ágúst 2021 08:46
„Þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern“ „Spaugstofan, hvað er það aftur?“ segir leikarinn Pálmi Gestsson og í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lífið 11. ágúst 2021 16:00
Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. Bíó og sjónvarp 10. ágúst 2021 20:04
Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. Bíó og sjónvarp 10. ágúst 2021 17:59
Milljónir hafa horft á stikluna fyrir kvikmyndina Dýrið Íslenska kvikmyndin Dýrið vakti gríðarlega athygli þegar hún var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og nú er stiklan fyrir myndina að fá metáhorf. Lífið 10. ágúst 2021 15:14
Witcher-leikarar skelltu sér í Jökulsárlón Leikararnir í Witcher: Blood Origins, sem verið er að taka upp á Suðausturlandi, skelltu sér í Jökulsárlón um helgina. Þá eru tökur fyrir Netflix-þættina sagðar eiga að færast í víkingaþorpið milli Hafnar og Víkur sem byggt var árið 2010. Bíó og sjónvarp 10. ágúst 2021 10:23
Auður bað um að vera klipptur út úr „Ófærð“ Framleiðendur þriðju þáttaraðarinnar af „Ófærð“ hafa orðið við beiðni tónlistarmannsins Auðs um að hann verði klipptur úr úr þáttunum. Fyrr í sumar viðurkenndi hann að hafa farið yfir mörk ungrar konu. Bíó og sjónvarp 6. ágúst 2021 17:30
Fjórða þáttaröð Stranger Things sýnd á næsta ári Fjórða þáttaröð Stranger Things verður frumsýnd á næsta ári. Þetta tilkynnti Netflix í dag, samhliða því sem stikla fyrir þáttaröðina var frumsýnd. Bíó og sjónvarp 6. ágúst 2021 15:39
Hasar og hamagangur í nýju sýnishorni úr Leynilöggu Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno í næstu viku. Bíó og sjónvarp 6. ágúst 2021 10:34
Fá meira en hundrað milljarða fyrir fjórtán kvikmyndir og sex þáttaraðir Matt Stone og Trey Parker hafa gert samkomulag um að fá 900 milljónir dala frá ViacomCBS Inc. á næstu sex árum. Í staðinn þurfa þeir að gera sex nýjar þáttaraðir af teiknimyndaþáttunum South Park og fjórtán kvikmyndir um íbúa bæjarins vinsæla. Bíó og sjónvarp 5. ágúst 2021 16:25
Edduverðlaunahátíðinni aflýst Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hefur tilkynnt að Edduverðlaunahátíðin fari ekki fram með hefðbundnum hætt í ár líkt og stóð til. Bíó og sjónvarp 5. ágúst 2021 12:55
SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. Bíó og sjónvarp 4. ágúst 2021 15:30
Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni. Lífið 3. ágúst 2021 13:15
Aðeins ár í frumsýningu sjónvarpsþáttanna um Hringadróttinssögu Nýir sjónvarpsþættir byggðir á Hringadróttinssögu eftir breska rithöfundinn J.R.R. Tolkien verða sýndir í september á næsta ári. Þættirnir verða sýndir á streymisveitu Amazon, Amazon Prime, og er nú langri bið senn á enda. Bíó og sjónvarp 3. ágúst 2021 07:53
Bob Odenkirk fékk „lítið hjartaáfall“ Leikarinn Bob Odenkirk hné niður við tökur á þættinum Better Call Saul á dögunum. Hann tilkynnti í gær að hann hefði fengið „lítið hjartaáfall“ og að hann væri á batavegi. Bíó og sjónvarp 31. júlí 2021 18:12
Michelle Yeoh spókar sig um á Íslandi Tökur fyrir Netflix-þættina Witcher: Blood Origin hófust hér á landi í dag. Leikarar og aðrir sem koma að þáttunum, þar á meðal leikkonan Michelle Yeoh, hafa birt fjölda mynda frá Íslandi á samfélagmiðlum sínum. Bíó og sjónvarp 29. júlí 2021 23:22
„Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. Innlent 28. júlí 2021 21:16
Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. Bíó og sjónvarp 28. júlí 2021 11:59
Fluttur á spítala eftir að hafa hnigið niður í tökum Leikarinn Bob Odenkirk hefur verið fluttur á spítala eftir að hann hneig niður á setti við tökur á þáttunum vinsælu Better Call Saul. Bíó og sjónvarp 28. júlí 2021 11:08
Draugabanarnir snúa aftur Draugabanarnir svara kallinu á nýjan leik. Sony birti í dag nýja stiklu fyrir kvikmyndina Ghostbusters: Afterlife, sem er framhald kvikmyndarinnar Ghostbusters II frá árinu 1989. Bíó og sjónvarp 27. júlí 2021 20:53
Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. Innlent 27. júlí 2021 18:24
Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. Innlent 27. júlí 2021 15:34
Carrie Bradshaw og vinkonur sameinaðar á ný Þessa dagana standa yfir tökur á þáttunum And Just Like That...! sem eru framhald af hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City. Sautján ár eru síðan þættirnir hættu í sýningu og ellefu ár eru síðan seinni Sex and the City kvikmyndin kom út og því ríkir mikil eftirvænting eftir nýju þáttunum. Bíó og sjónvarp 20. júlí 2021 12:00
Allsendis óvíst hvernig Íslendingar taka Glerársandi Íslenskir áhorfendur eru líklegir til að klóra sér í kollinum sem aldrei fyrr yfir skáldaða og margsamsetta bænum Glerársandi, sem er sögusvið einnar metnaðarfyllstu sjónvarpsseríu síðari tíma hér á landi. Leikstjórinn segir að serían verði „ógeðslega spennandi.“ Lífið 19. júlí 2021 20:45
Hin brasilísk-íslenska Céu De Agosto hlaut viðurkenningu á Cannes Céu De Agosto, eða Ágústhiminn, stuttmynd brasilíska leikstjórans Jasmin Tenucci hlaut sérstaka viðurkenningu á verlaunaafhendingu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í gærkvöldi. Bíó og sjónvarp 18. júlí 2021 12:06
Hrollvekjan Titane hlaut Gullpálmann Franski leikstjórinn Julia Ducournau varð í dag annar kvenkyns leikstjórinn til að vinna Gullpálmann þegar mynd hennar Titane vann aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar í dag. Bíó og sjónvarp 17. júlí 2021 20:31
Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Lífið 16. júlí 2021 19:14
Heimildamynd um Anthony Bourdain gagnrýnd fyrir gervirödd Heimildamynd um stjörnukokkinn Anthony Bourdain heitinn hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa beitt gervigreind til að endurgera rödd kokksins. Leikstjóri myndarinnar staðfesti að rödd kokksins hafi verið endurgerð með hjálp gervigreindar og notuð í myndinni. Bíó og sjónvarp 16. júlí 2021 14:10
Antonio Banderas, Harrison Ford og Pheobe Waller-Bridge í nýrri Indiana Jones Næsta ævintýri fornleifafræðingsins Indiana Jones verður stjörnum prýtt en tilkynnt hefur verið að Antonio Banderas muni fara með hlutverk í næstu mynd, þeirri fimmtu í kvikmyndaseríunni. Bíó og sjónvarp 16. júlí 2021 10:54