Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Stjörnur sækja í Sigur Rós

Fyrst var það Hollywood-leikarinn Shia LaBeouf, nú írski leikarinn Aidan Gillen, sem fer með aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandi frá Sigur Rós.

Lífið
Fréttamynd

Lala fór með línur úr Sopranos

Það vakti verulega athygli þegar Vísir sagði frá beinskeyttum árásum Lala á Pó á Vísi í gær. Þar birtust myndbrot úr þætti sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 krakkar í gærmorgun. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, varð vör við textann þegar hún kveikti á sjónvarpinu um morguninn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Eru á óskalistanum

Leikstjórarnir Joe og Anthony Russo eru í óðaönn að undirbúa tökur á kvikmyndinni Captain America: The Winter Soldier. Leikarinn Chris Evans mun bregða sér í gervi Captain America en óljóst er hvaða leikkona leikur á móti honum í myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Leikstjóri Game of Thrones endurgerir Mýrina

Leikstjóri Game of Thrones, Brian Kirk, mun leikstýra endurgerð á Mýrinni, sem Baltasar Kormákur gerði. Frá þessu er greint á vef Los Angeles Times. Eins og kunnugt er byggir myndin Mýrin á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar, en um er að ræða eina af hans allra vinsælustu bókum.

Innlent
Fréttamynd

Game of Thrones-leikari leikstýrir í Þjóðleikhúsinu

"Þeir eru yndislegir náungar og það er mjög gott að vinna með þeim," segir norður-írski Game of Thrones-leikarinn Ian McElhinney, sem leikstýrir Stefáni Karli Stefánssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni í leikritinu Með fulla vasa af grjóti.

Menning
Fréttamynd

Tökur á Game of Thrones hefjast í nóvember

Tökur á nýrri seríu af Game of Thrones munu hefjast um miðjan nóvember næstkomandi. Þetta staðfestir Snorri Þórisson, hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Pegasus, í samtali við Vísi. "Þeir koma hérna í nóvember," segir Snorri. Tökurnar munu fara fram á svæði við Mývatn.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta sýnishorn úr Steindanum okkar 3

Vísir frumsýnir hér fyrsta sýnishornið úr þriðju þáttaröð Steindans okkar. Eins og sést bregður Steindi sér í allra kvikinda líki og keyrir grínið áfram af fullum krafti. "Stöð 2 kynnir með stolti stórfenglegt niðurlag besta grínþríleiks allra tíma,“ segir í sýnishorninu en Steindinn okkar 3 snýr aftur á Stöð 2 í ágúst.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tökur hefjast við Mývatn í haust

„Það er nokkurn veginn búið að ákveða að þau komi í haust aftur,“ segir Snorri Þórisson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Þriðja þáttaröð af miðaldafantasíunni Game of Thrones verður að hluta til tekin upp hér á landi. Aðilar frá bandarísku sjónvarpsþáttunum komu hingað fyrripartinn í maí og skoðuðu tökustaði í samvinnu við Pegasus. Þeim leist vel á Norðurland og þá sérstaklega Mývatnssvæðið. „Þetta verður einhvers staðar þar en það er ekki búið að negla það alveg niður. Það eru margir staðir sem koma til greina. Menn þekkja Suðurlandið og það getur vel verið að það verði eitthvað þar líka. En það eru ekki endilega jöklar sem þeir vilja mynda núna,“ segir Snorri.

Lífið
Fréttamynd

Skoða nýja tökustaði fyrir Game of Thrones í maí

Aðstandendur Game of Thrones þáttanna eru væntanlegir til landsins í maí til þess að skoða mögulega tökustaði fyrir þriðju seríu þáttanna. Þetta staðfestir Snorri Þórisson í samtali við Vísi. Farið verður víða um landið til að skoða mögulega tökustaði, meðal annars á Norðurland. Snorri vill þó ekki segja neitt nánar málið þangað til að ákvarðanir verða teknar. "Það er best að hafa sem fæst orð um það á meðan ekki er búið að ákveða neitt,“ segir Snorri.

Innlent
Fréttamynd

Úr greipum nördanna

Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones óttuðust að sverð-sveiflandi lávarðar og eldspúandi drekar myndu aðeins höfða til lítils hóps fantasíu-nörda. Raunin varð önnur. Undir rauðrósóttum rúmgafli tók Sif Sigmarsdóttir tali tvíeykið á bak við þættina og fór vel á með þeim er þau ræddu um væntingarnar og velgengnina. En skyndilega skipaðist veður í lofti.

Innlent
Fréttamynd

Ísland eins og tölvugrafík

"Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. "Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér."

Lífið
Fréttamynd

Fyrstir með Game of Thrones

Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones verða Evrópufrumsýndir á Stöð 2 þann 2. apríl. Fyrsti þátturinn verður því sýndur á sjónvarpsstöðinni innan við sólarhring eftir frumsýninguna á HBO í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

Ótrúleg lífsreynsla á Íslandi

Leikaraliðið úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones tjáir sig um veru sína á Íslandi í nýju kynningarmyndbandi um þættina sem var tekið upp meðan á tökum stóð hér á landi í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Tökulið Game of Thrones snýr aftur

Möguleiki er á því að framhald verði á tökum þáttanna Game of Thrones hér á landi í sumar og í haust. Íslenskur aukaleikari segir það hafa verið kyngimagnað að taka þátt í verkefninu.

Innlent
Fréttamynd

Snyrti skeggið í fyrsta sinn í átta mánuði fyrir Eurovision

"Þetta er eins og að vera með tvö höfuð," segir tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem skartar síðu og miklu skeggi um þessar mundir. Þeir sem sáu flutninginn á Eurovision-laginu Mundu eftir mér í Sjónvarpinu áttu vafalítið erfitt með að leiða skegg bakraddasöngvarans Péturs Arnar hjá sér. Mikill skeggvöxtur hefur verið í tísku að undanförnu og tónlistarmenn á borð við Mugison, Snorra Helgason og Högna Egilsson hafa látið skegg sitt vaxa duglega.

Lífið
Fréttamynd

Þættir Stöðvar 2 sigursælir á Golden Globe

Þættir Stöðvar 2 hlutu 8 af 11 sjónvarpsverðlaunum sem veitt voru á Golden Globe verðlaunahátíðinni á sunnudag. Modern Family var valinn besti gamanþátturinn og Homeland besti dramatíski þátturinn.

Stöð 2
Fréttamynd

Bað áhorfendur um að "googla" lítt þekktan Breta

Leikarinn Peter Dinklage lauk þakkarræðu sinni á Golden Globe-hátíðinni í gær með því að biðja áhorfendur um að "googla" mann að nafni Martin Henderson. Fjöldi fólks gerði það og er Henderson nú eitt vinsælasta efnisorðið á samskiptasíðunni Twitter.

Erlent
Fréttamynd

GusGus og The Weeknd eiga plötur ársins hjá Vasadiskó

Rafsveitin GusGus og kanadíska söngvarinn er kallar sig The Weeknd eiga plötur ársins að mati útvarpsþáttarins Vasadiskó en seinna uppgjör þáttarins fór fram í dag. Plöturnar Arabian Horse og House of Balloons þóttu standa upp úr að mati þáttarstjórnanda en einnig voru plötur Mugison, Bjarkar, Sóleyjar og Lay Low inn á topp 5 á íslenska listanum en plötur Tune-Yards, Lauru Marling,Wu-Lyf og Önnu Calvi á þeim erlenda.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni EINN

Vísir frumsýnir hér sýnishorn úr svörtu gamanmyndinni EINN, sem verður frumsýnd í byrjun mars. EINN fjallar um kvikmyndagerðarmanninn Helga sem er að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd. Helgi byggir handrit myndarinnar á sínu eigin lífi og nákomnum persónum. Þegar framleiðendur koma við sögu vilja þeir sjá breytingar á handritinu. Hægt og rólega fara breytingarnar að hafa bein áhrif á líf Helga. Hann missir þá tök á veruleikanum og kemur sér og sínum í óborganlegar aðstæður.

Bíó og sjónvarp