Umfjöllun og viðtal: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. Íslenski boltinn 6. maí 2022 21:15
Mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. Íslenski boltinn 6. maí 2022 20:45
Aron Þórður í KR Aron Þórður Albertsson er genginn í raðir KR eftir að hafa spilað með Fram undanfarin ár. Aron Þórður er 25 ára gamall miðjumaður og semur við KR til þriggja ára. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins. Fótbolti 6. maí 2022 18:01
Friðrik Dór syngur um risa með svarthvít hjörtu FH-ingurinn og söngvarinn Friðrik Dór Jónsson hefur gefið út nýtt lag sem ætti að koma FH-ingum í gírinn fyrir stórleikinn gegn Val í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sport 6. maí 2022 13:01
FH-ingar staðfesta komu Petry Danski miðjumaðurinn Lasse Petry er snúinn aftur í íslenska boltann og mun spila með FH-ingum í sumar. Íslenski boltinn 6. maí 2022 11:52
Davíð Snær genginn til liðs við FH | Samningur til 2025 FH hefur staðfest að miðjumaðurinn Davíð Snær Jóhannsson sé genginn til liðs við félagið frá Lecce á Ítalíu. Hann skrifar undir samning til ársins 2025. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum FH. Íslenski boltinn 5. maí 2022 19:02
Fram á allavega einn leik eftir í Safamýri Fram mun spila að lágmarki einn leik til viðbótar í Safamýri í Bestu deild karla í fótbolta. Liðið hefur leikið fyrstu tvo heimaleiki sína á sínum gamla heimavelli þar sem aðstaða liðsins í Úlfarsárdal er ekki tilbúin. Íslenski boltinn 5. maí 2022 17:31
Sýndu á bak við tjöldin frá upptökum á Bestu deildar auglýsingunni frægu Auglýsingin fyrir Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta vakti mikla athygli á dögunum enda mikið lagt í hana og léttur og skemmtilegur húmor í fyrirrúmi. Íslenski boltinn 5. maí 2022 14:31
Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Nýjasti þátturinn af Þungavigtinni er kominn í loftið og meðal umræðuefnananna er stjörnuframherjinn sem Keflvíkingar eru að missa til Ástralíu. Fótbolti 5. maí 2022 14:00
Davíð Snær frá Lecce til FH Samkvæmt heimildum Vísis er Davíð Snær Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, við það að ganga til liðs við FH í Bestu deild karla í fótbolta. Davíð Snær hefur leikið með Lecce á Ítalíu það sem af er ári. Íslenski boltinn 4. maí 2022 18:01
Emil sá fyrsti í meira en áratug til að skora þrennu hjá Íslandsmeisturunum Emil Atlason var í miklu stuði í Bestu deildinni í gær en hann skoraði þá þrennu í 5-4 sigri Stjörnunnar á Íslandsmeisturum Víkings á Víkingsvellinum. Það var orðið langt síðan að ríkjandi meistarar fengu á sig þrennu. Íslenski boltinn 3. maí 2022 11:00
Sjáðu markasúpuna í Víkinni og dramatíkina á Dalvík Einn magnaðasti leikur seinni ára fór fram í Víkinni í gær þegar Stjarnan vann Íslands- og bikarmeistara Víkings, 4-5, í 3. umferð Bestu deildar karla. Alls voru sextán mörk skoruð í þremur leikjum í gær. Íslenski boltinn 3. maí 2022 10:00
Ágúst Gylfason: Ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara út að borða Águst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, lofaði fjörugum leik þegar lið hans mætti Víkingum í Víkinni í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó ekki alveg hafa búist við þessari flugeldasýningu en leikurinn endaði með 4-5 sigri Stjörnunnar. Íslenski boltinn 2. maí 2022 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Stjarnan 4-5 | Markasúpa í Fossvogi Víkingur fékk Stjörnuna í heimsókn í Víkina í kvöld. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur fyrir alla sem sáu hann. Lokatölur 4-5 Stjörnumönnum í vil sem fara mjög sælir heim í Garðabæinn. Íslenski boltinn 2. maí 2022 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri og nýliðarnir komnir á blað Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. Leikið var í þriðju umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Safamýri. Íslenski boltinn 2. maí 2022 22:00
Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig „Já já, fínt að fá fyrsta stigið í sumar enda búnir að vera að leita eftir því í síðustu tveimur leikjum“, sagði Guðmundur Magnússon markaskorari Fram eftir 1-1 jafntefli þeirra við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld. Íslenski boltinn 2. maí 2022 21:40
Umfjöllun og viðtöl: KA - Keflavík 3-2 | Nökkvi Þeyr tryggði Akureyringum sigur í háspennuleik KA lagði Keflavík að velli í hádramatískum leik á Dalvíkurvelli í kvöld. 3-2 urðu lokatölur en gestirnir leiddu þegar einungis fimm míníutur lifðu leiks. Íslenski boltinn 2. maí 2022 21:05
Nökkvi Þeyr: „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík” Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja KA-manna í kvöld þegar liðið lagði Keflavík að velli í dramatískum leik, 3-2. Nökkvi skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði liðinu sigur sem var vel við hæfi enda er hann frá Dalvík. Þorri Mar, tvíburabróðir hans, skoraði fyrsta mark leiksins. Íslenski boltinn 2. maí 2022 20:45
Ísak hefur búið til sex mörk fyrir Blika í fyrstu þremur leikjunum Miðjumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson breyttist í sóknarmanninn Ísak Snæ þegar hann komst í hendurnar á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks. Íslenski boltinn 2. maí 2022 16:00
Sjáðu hvernig Ísak hélt upp á afmælið með tveimur mörkum og þremur stigum Ísak Snær Þorvaldsson átti heldur betur góðan afmælisdag í gær en hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Breiðabliks á FH í 3. umferð Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 2. maí 2022 09:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. Íslenski boltinn 1. maí 2022 22:47
Óskar Hrafn: Mér fannst þetta öflug frammistaða Breiðablik vann góðan 3-0 sigur á FH í Bestu deild karla í Kópavogi í kvöld. Sól og blíða úti og mikil stemning í fullri stúku. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega ánægður með frammistöðu síns liðs. Fótbolti 1. maí 2022 21:48
Umfjöllun: ÍBV - Leiknir R. 1-1 | Bæði lið komust hæfilega sátt á blað Það voru tvö stigalaus lið, ÍBV og Leiknir, sem leiddu saman hesta sína á Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Liðin skiptust á jafnan hlut og eru þar af leiðandi bæði komin á blað. Íslenski boltinn 1. maí 2022 18:15
Blikar hvattir til að mæta snemma: Hleragrill í Smáranum Breiðablik fer nýjar leiðir til að laða fólk snemma á völlinn fyrir leik liðsins í kvöld. Boðið verður upp á hleragrill í anda þess sem þekkist í Bandaríkjunum. Íslenski boltinn 1. maí 2022 11:02
Heimir: Eitt lið á vellinum í seinni hálfleik Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, fannst sigur liðsins gegn KR í Bestudeild karla í fótbolta vera afar sanngjarn. Heimir var sérstaklega sáttur við hvernig lið hans spilaði í seinni hálfleik. Fótbolti 30. apríl 2022 22:35
Rúnar: Ekkert sem skildi liðin að í þessum leik Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ekki sáttur við niðurstöðuna í tapi liðs síns gegn Val í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta í kvöld. Rúnar var aftur á móti sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þrátt fyrir tapið. Fótbolti 30. apríl 2022 22:20
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-1 | Valur hafði betur í hörðum slag við KR Valur lagði KR að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í þriðju umferð Bestudeildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2022 21:12
Valur með tak á KR fyrir stórleik kvöldsins Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár. Íslenski boltinn 30. apríl 2022 12:00
Fantasy leikur Bestu-deildarinnar kominn í loftið Þyrstir Fantasy-spilarar get nú farið að stilla upp liði sínu úr Bestu-deildinni í fótbolta. Þó þarf ekki að hafa áhyggjur alveg strax því stigin byrja ekki að telja fyrr en í fjórðu umferð. Íslenski boltinn 30. apríl 2022 09:01
Sjáðu hvernig reiðir Víkingar kláruðu Keflvíkinga í fyrri hálfleik Eftir tapið óvænta fyrir ÍA sýndu Íslands- og bikarmeistarar Víkings tennurnar gegn Keflavík í Bestu deild karla í gær. Íslenski boltinn 29. apríl 2022 15:30