„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. Íslenski boltinn 19. september 2024 08:02
Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Damir var ekki í liðinu, hvað var hann að brasa?“ spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í síðasta þætti Stúkunnar en Damir kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í sigri Breiðabliks á HK í 22. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 18. september 2024 23:02
„Mér finnst að allar þessar krúsídúllur eigi að bíða“ Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það væri affarsælast fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, að einfalda hlutina hjá liðinu. Íslenski boltinn 18. september 2024 12:03
Flestir mæta á heimaleiki Blika Fleiri áhorfendur mættu á leiki fram að úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta í ár en í fyrra. Nú hefur deildinni verið skipt í tvennt og fram undan fimm æsispennandi umferðir í neðri og efri hluta. Íslenski boltinn 17. september 2024 13:16
Sjáðu heimsókn Nabblans á Meistaravelli Andri Már Eggertsson, eða Nabblinn eins og hann er jafnan kallaður, kíkti á Meistaravelli á leik KR og Víkings í Bestu deild karla á dögunum. Andri Már fór á kostum, talaði við mann og annan, og fylgdist með stemningunni. Íslenski boltinn 17. september 2024 12:31
Svona raðast leikirnir í Bestu deild karla Drög að leikjaniðurröðun fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta hefur verið opinberuð á heimasíðu KSÍ. Spennan er að líkindum mest fyrir mögulegum úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í efri hlutanum en spennan er mikil víða í deildinni. Íslenski boltinn 17. september 2024 11:30
Björn Daníel brattur: „Ætli þetta sé ekki hrörnun vöðvanna sökum aldurs?“ Fyrirliðinn Björn Daníel Sverrisson ætti að geta tekið fullan þátt með FH-ingum í lokabaráttunni um Evrópusæti, í Bestu deildinni í fótbolta, þrátt fyrir meiðsli í síðasta leik. Íslenski boltinn 17. september 2024 10:30
Sjáðu mörkin úr stórsigrum Vals og Víkings Ellefu mörk voru skoruð í síðustu tveimur leikjum 22. umferðar Bestu deildar karla. Valur vann KR, 4-1, og Víkingur rústaði Fylki, 0-6. Íslenski boltinn 17. september 2024 10:00
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Þótt það hljómi ef til vill fremur ankannalega núna spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína í Stúkunni fyrr á tímabilinu hvort KR gæti orðið Íslandsmeistari. Íslenski boltinn 17. september 2024 09:01
Lárus Orri ekki enn búinn að fyrirgefa Graham Potter: „Hann var svolítið linur“ Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, var á N1-vellinum á Hlíðarenda í gær og fylgdist með leik Vals og KR í Bestu deild karla. Lárus Orri Sigurðsson rifjaði af því tilefni upp kynni sín af Potter. Íslenski boltinn 17. september 2024 08:02
Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott Fylkir reyndist vera lítil fyrirstaða fyrir Víking í Árbænum í kvöld. Leikið var í 22. umferð Bestu deildar karla og enduðu leikar 0-6 fyrir Fossvogspilta. Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll Sigmundsson sá það að liðið hans mætti ofjarli sínum í kvöld. Íslenski boltinn 16. september 2024 23:01
Aron: Að það þurfi tæklingu til þess að kveikja á liðinu finnst mér lélegt KR tapaði fimmta leiknum á útivelli í röð í kvöld. Valur vann 4-1 sigur og Aroni Sigurðarsyni, leikmanni KR, fannst úrslitin gefa nokkuð rétta mynd af leiknum. Íslenski boltinn 16. september 2024 22:45
„Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að“ Valur vann sannfærandi 4-1 sigur gegn KR á heimavelli. Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. Íslenski boltinn 16. september 2024 21:45
Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum Víkingur mætti heldur betur til leiks í Árbænum í kvöld. Komust snemma yfir og rúlluðu yfir Fylki í 22. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að vera stoltur af ýmsu. Íslenski boltinn 16. september 2024 21:42
Uppgjörið: Valur - KR 4-1 | Valsarar sleppa ekki takinu á Vesturbæingum Valur vann 4-1 sigur gegn KR á heimavelli. Valsmenn voru 2-0 yfir í hálfleik en í seinni hálfleik gerði KR tilkall til þess að koma til baka en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum og unnu sannfærandi sigur. Íslenski boltinn 16. september 2024 21:06
Uppgjörið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. Íslenski boltinn 16. september 2024 18:30
Laus við veikindin og klár í slaginn Gylfi Þór Sigurðsson hefur æft af krafti með Valsmönnum eftir nýafstaðið landsleikjahlé og veikindi sem hann glímdi við aftra honum ekki frá því að spila við KR að Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 16. september 2024 13:12
Sjáðu markaflóðið úr Bestu deild karla í gær Sextán mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Bestu deild karla í gær. Þau má öll sjá í fréttinni. Íslenski boltinn 16. september 2024 10:00
„Það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt“ Stjarna nýliðins landsliðsverkefnis karla í fótbolta var ekki innan vallar er Ísland mætti Svartfellingum og Tyrkjum í Þjóðadeild karla. Aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen vakti mikla, og verðskuldaða athygli. Íslenski boltinn 16. september 2024 09:30
„Gífurlega svekkjandi augnablik“ Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK sagðist heilt yfir vera sáttur með frammistöðu HK í 5-3 tapinu gegn Blikum í dag. Hann sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. Íslenski boltinn 15. september 2024 19:29
„Held það vilji það allir sem fylgjast með boltanum“ „Bara mjög góður sigur. Erfitt HK-lið og mjög erfiðir við að eiga. Þeir komust yfir og við komum þeim inn í þetta. Þetta er mjög sterkt,“ sagði Aron Bjarnason eftir 5-3 sigur Breiðabliks á nágrönnum sínum í HK í dag. Íslenski boltinn 15. september 2024 19:13
Uppgjörið: Breiðablik - HK 5-3 | Blikar völtuðu yfir nágrannana í síðari hálfleik Breiðablik er aftur komið með þriggja stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar eftir 5-3 sigur á HK í Kópavogsslag í dag. Leikurinn var frábær skemmtun en Blikar gengu frá liði HK í síðari hálfleiknum. Íslenski boltinn 15. september 2024 18:57
Heimir: Þetta víti var brandari Heimir Guðjónsson, þjálfari FH var ekkert sérstaklega sáttur í leikslok eftir jafnteflið við Fram í Úlfarsárdal í dag. Íslenski boltinn 15. september 2024 17:06
„Gaman að geta hjálpað liðinu loksins“ Rúnar Már gerði sigurmark ÍA í 1-0 heimasigri liðsins gegn KA í dag. Leikurinn í dag var fyrsti leikur Rúnars í mjög langan tíma sem hann spilar frá byrjun til enda og markið hans fyrsta fyrir ÍA. Sport 15. september 2024 17:05
Davíð Smári: Ekkert verra en að fá þetta í andlitið Vestri er enn í fallsæti Bestu deildarinnar eftir síðustu umferð fyrir skiptingu deildarinnar sem fram fór í dag. Liðið tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni í bragðdaufum leik. Íslenski boltinn 15. september 2024 17:00
Uppgjörið: Fram - FH 3-3 | Fram náði stigi í lokin í markaleik á móti FH Fram og FH gerðu 3-3 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Alex Freyr Elísson skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútunum. Íslenski boltinn 15. september 2024 16:50
Jökull: „Gátum verið þakklátir fyrir 0-0 í hálfleik“ Stjarnan vann 1-0 sigur á Vestra í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn var heldur bragðdaufur en Stjarnan skoraði úr víti eftir 88 mínútur. Íslenski boltinn 15. september 2024 16:48
Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 1-0 | Emil bjargaði Stjörnunni í bragðdaufum leik Stjörnumenn unnu 1-0 sigur á Vestra í Bestu deild karla í dag þökk sé vítaspyrnu í lok leiksins. Stjarnan komst upp í fimmta sætið með þessum sigri. Íslenski boltinn 15. september 2024 16:38
Uppgjörið: ÍA - KA 1-0 | Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. Íslenski boltinn 15. september 2024 15:55
Sérstakir leikir sama hvað er undir: „Alltaf smá auka fiðringur“ Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið í deildinni en montrétturinn í Kópavogi er einnig undir. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir alltaf auka fiðring og spennu fylgja leikjunum við Breiðablik. Íslenski boltinn 15. september 2024 12:17