Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Davíð Smári: Ekki okkar besta frammi­staða

    Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Upp­gjör og við­töl: ÍA-FH 1-2 | FH-ingar sóttu sigur á Skagann

    Eftir tvo stórsigra í röð tapaði ÍA fyrir FH í Akraneshöllinni, 1-2. Logi Hrafn Róbertsson skoraði sigurmark FH-inga eftir að Kjartan Kári Halldórsson hafði skorað fyrra markið úr aukaspyrnu lengst utan af velli. Er þetta annað langskotið sem Kjartan Kári skorar úr á leiktíðinni. Viktor Jónsson skoraði mark Skagamanna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Upp­gjör og við­töl: Vestri - HK 1-0 | Bene­dikt tryggði Vestra annan sigurinn í röð

    Vestri og HK áttust við í áhugaverðri viðureign í dag. Leikurinn var heimaleikur Vestra en fór samt sem áður fram á Avis-vellinum í Laugardal. Ástæðan er sú að heimavöllur Vestra er ekki klár í slaginn. Fyrir leikinn var HK enn án sigurs en með eitt stig eftir þrjár umferðir en Vestri var með þrjú stig eftir að hafa náð í sigur á Akureyri í síðustu umferð. Líkt og þá vann Vestri 1-0 sigur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR fékk ungan Svía fyrir gluggalok

    Meiðslum hrjáð lið KR náði að krækja í leikmann fyrir komandi átök í Bestu deildinni á lokadegi félagsskiptagluggans í gærkvöld. Þeir bregðast þannig við fámenni í framliggjandi stöðum á vellinum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ó­­­trú­­legur lækninga­máttur í dalnum vekur furðu

    KR-ingar not­færðu sér nokkuð ný­lega brellu úr brellu­bók knatt­spyrnu­heimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um ný­liðna helgi. At­vikið var til um­ræðu í upp­gjörs­þættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur frá næstu vikurnar

    Ólafur Guðmundsson, varnarmaður FH, verður frá næstu vikurnar. Hann fór meiddur af velli í sigri liðsins á HK í 3. umferð Bestu deild karla í fótbolta á dögunum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Finnur Arnar fyrir pressunni? „Þjálfari fé­lags sem svífst einskis til að ná árangri“

    Valur tapaði fyrir Stjörnunni í fyrsta leik 3.um­ferðar Bestu deildar karla síðast­liðið föstu­dags­kvöld og sitja Vals­menn því að­eins með fjögur stig af níu mögu­legum eftir fyrstu þrjá leiki sína á yfir­standandi tíma­bili. Arnar Grétars­son, þjálfari liðsins, virtist illa fyrir kallaður í við­tölum eftir leik og var staða hans til um­ræðu í upp­gjörs­þættinum Stúkan á Stöð 2 Sport í gær.

    Íslenski boltinn