„Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 10:01 Viktor Jónsson dansaði þegar fernan var í höfn. Stöð 2 Sport Viktor Jónsson skoraði fernu í sigri Skagamanna á HK í síðasta leik og er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla með tólf mörk í fyrstu þrettán umferðunum. Stúkan ræddi frammistöðu Viktors og fór yfir mörkin hans á tímabilinu. „Viktor Jónsson er stjarna liðsins og það þarf ekkert að deila um það. Maðurinn er sjóðandi og gerði að sjálfsögðu fjögur mörk í þessum leik,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar í upphaf umræðunnar um Viktor. „Gæinn sem margir töluðu um fyrir mót af því að hann hafði ekki skorað að neinu ráði í efstu deild fram að þessu móti. Þess voru einhverjir að fullyrða það að hann gæti það ekki,“ sagði Guðmundur. Viktor hefur heldur betur breytt umræðunni um sig og þeim kenningum að hann geti ekki skorað í Bestu deildinni. Búið að kveikja á honum „Hann kominn með sjö mörk bara á móti HK í sumar,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni. „Hann er kominn með 31 mark í efstu deild og tólf af þeim komu í sumar. Það er búið að kveikja á honum. Þetta hefur ekki alveg dottið fyrir hann og hann hefur líka verið að glíma við meiðsli,“ sagði Albert. Viktor Jónsson skoraði sjö mörk á móti HK í sumar.Vísir/Anton Brink Albert er á því að þrenna hans á móti HK í fyrri umferðinni hafi kveikt almennilega á honum. Hjálpar það að hafa skorað yfir tuttugu í Lengjunni? „Hann hefur skorað 22 mörk í Lengjudeildinni og 21 mark í Lengjudeildinni. Hjálpar það í að reyna að ná þessu markameti að hann hafi í raun skorað fleiri mörk á einu tímabili þótt það sé ekki í þessari deild,“ spurði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni. „Ég myndi halda það,“ sagði Guðmundur. Markametið er nítján mörk og vantar Viktori bara sjö mörk til að jafna það. ÍA á fjórtán leiki eftir á Íslandsmótinu. „Styrkleiki hans er fyrir mér að fá fyrirgjafir. Hann er ofboðslega sterkur í loftinu og inn í teignum. Mér finnst eins og Jón Þór [Hauksson, þjálfari ÍA] hreinlega bara setji leikina upp þannig,“ sagði Guðmundur. Fær góða þjónustu „Johannes Vall veit af þessu, Jón Gísli [Gíslason] veit af þessu. Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna og það er verið að fæða hann,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla umræðuna um Viktor hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan ræðir heitasta sóknarmann Bestu deildarinnar Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
„Viktor Jónsson er stjarna liðsins og það þarf ekkert að deila um það. Maðurinn er sjóðandi og gerði að sjálfsögðu fjögur mörk í þessum leik,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar í upphaf umræðunnar um Viktor. „Gæinn sem margir töluðu um fyrir mót af því að hann hafði ekki skorað að neinu ráði í efstu deild fram að þessu móti. Þess voru einhverjir að fullyrða það að hann gæti það ekki,“ sagði Guðmundur. Viktor hefur heldur betur breytt umræðunni um sig og þeim kenningum að hann geti ekki skorað í Bestu deildinni. Búið að kveikja á honum „Hann kominn með sjö mörk bara á móti HK í sumar,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni. „Hann er kominn með 31 mark í efstu deild og tólf af þeim komu í sumar. Það er búið að kveikja á honum. Þetta hefur ekki alveg dottið fyrir hann og hann hefur líka verið að glíma við meiðsli,“ sagði Albert. Viktor Jónsson skoraði sjö mörk á móti HK í sumar.Vísir/Anton Brink Albert er á því að þrenna hans á móti HK í fyrri umferðinni hafi kveikt almennilega á honum. Hjálpar það að hafa skorað yfir tuttugu í Lengjunni? „Hann hefur skorað 22 mörk í Lengjudeildinni og 21 mark í Lengjudeildinni. Hjálpar það í að reyna að ná þessu markameti að hann hafi í raun skorað fleiri mörk á einu tímabili þótt það sé ekki í þessari deild,“ spurði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni. „Ég myndi halda það,“ sagði Guðmundur. Markametið er nítján mörk og vantar Viktori bara sjö mörk til að jafna það. ÍA á fjórtán leiki eftir á Íslandsmótinu. „Styrkleiki hans er fyrir mér að fá fyrirgjafir. Hann er ofboðslega sterkur í loftinu og inn í teignum. Mér finnst eins og Jón Þór [Hauksson, þjálfari ÍA] hreinlega bara setji leikina upp þannig,“ sagði Guðmundur. Fær góða þjónustu „Johannes Vall veit af þessu, Jón Gísli [Gíslason] veit af þessu. Það vita þetta allir í liðinu að hann er sterkastur þarna og það er verið að fæða hann,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla umræðuna um Viktor hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan ræðir heitasta sóknarmann Bestu deildarinnar
Besta deild karla Stúkan ÍA Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira