Var kominn niður á rassinn í teignum en skoraði samt: Sjáðu mörkin Stjarnan komst upp í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á HK í Garðabænum í gærkvöldi. Nú má sjá mörkin úr leiknum inn á Vísi. Íslenski boltinn 27. ágúst 2024 08:30
„Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. Íslenski boltinn 26. ágúst 2024 22:16
Uppgjörið: Stjarnan - HK 2-0 | Heimamenn upp í efri hlutann Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti. Íslenski boltinn 26. ágúst 2024 22:15
Sjáðu vítadóminn í blálokin sem færði Blikum þriggja stiga forystu á toppnum Breiðablik er komið með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir dramatískan sigur á Skaganum í gær en Valur, KA og FH unnu líka sigra í leikjum sínum. Nú má sjá mörkin úr leikjunum á Vísi. Íslenski boltinn 26. ágúst 2024 09:03
„Greinilegt að aldurinn hefur engin áhrif á mig“ FH komst aftur á sigurbraut eftir 2-3 útisigur gegn Fylki þar sem FH lenti tvisvar undir. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var ánægður með sigurinn. Sport 25. ágúst 2024 22:37
Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - FH 2-3 | Sterkur sigur þrátt fyrir að lenda undir í tvígang FH-ingar unnu afar sterkan 3-2 útisigur er liðið heimsótti Fylki í síðasta leik dagsins í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 25. ágúst 2024 22:06
Heimir: Markmið Björns ætti að vera tíu fyrst hann er kominn með átta mörk FH vann 2-3 útisigur gegn Fylki í 20. umferð Bestu deildarinnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var afar ánægður með sigurinn. Sport 25. ágúst 2024 21:42
Rúnar ósáttur eftir sárt tap: „Þeir vita það ekki sjálfir“ „Við vitum ekki hvenær á að dæma víti og þeir vita það ekki sjálfir,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, svekktur eftir 2-1 tap gegn KA í mikilvægum slag í Bestu deildinni í dag. Íslenski boltinn 25. ágúst 2024 20:07
„Jú þetta eru ágætis skilaboð“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma í 1-2 sigri gegn ÍA á Akranesi í dag. Með sigrinum komu Blikar sér upp fyrir Víkinga í 1. sæti Bestu deildarinnar. Sport 25. ágúst 2024 20:04
„Ótrúlegri hlutir hafa gerst en þeir sem við erum að trúa á“ Jónatan Ingi Jónsson var frábær í sigri Vals á Vestra í Bestu deildinni. Hann lagði upp eitt mark og skoraði annað í 3-1 sigri Valsara sem reyna að halda í við efstu sætin í deildinni. Fótbolti 25. ágúst 2024 19:40
Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. Íslenski boltinn 25. ágúst 2024 19:40
Túfa: „Leiðin var erfið“ Valur vann nauðsynlegan sigur á Vestra í 19. umferð Bestu deildarinnar á N1 vellinum í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vestra eftir að gestirnir höfðu komist yfir snemma í leiknum. Fótbolti 25. ágúst 2024 19:15
Davíð Smári um dómarana: „Menn sem vilja fá að vera í sviðsljósinu“ Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var sáttur þrátt fyrir tap gegn Val í Bestu deildinni í dag. Vestri komst yfir eftir tíu mínútna leik en náðu ekki að halda út. Fótbolti 25. ágúst 2024 19:02
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 1-2 | Ný hetja sendi KA í efri hlutann í blálokin KA vann dramatískan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Fram í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Sigurmarkið leit ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu mínútu uppbótartíma. Íslenski boltinn 25. ágúst 2024 16:18
Uppgjörið: Valur - Vestri 3-1 | Valsmenn kreistu út sigur gegn tíu Vestfirðingum Þrátt fyrir að vera manni fleiri stærstan hluta leiksins þurftu Valsmenn að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Vestra í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Íslenski boltinn 25. ágúst 2024 15:31
Sjáðu perlu Úlfs í fyrsta leik eftir að hann kvaddi Bestu deildina Úlfur Ágúst Björnsson skoraði stórglæsilegt mark, eftir að hafa lagt upp mark, í fyrsta leik nýs tímabils með Duke í bandaríska háskólafótboltanum í gær. Fótbolti 23. ágúst 2024 17:16
Björn Daníel kórónaði frábæran leikdag með marki í uppbótartíma Leikdagurinn er nýr þáttur þar sem skyggnst er bakvið tjöldin og séð hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi. Í fjórða þætti fáum við að fylgjast með Birni Daníel Sverrissyni leikmanni FH undirbúa sig fyrir stórleik FH og Vals sem fram fór síðasta mánudag. Íslenski boltinn 23. ágúst 2024 14:32
KR-ingar með fæst stig úr innbyrðis leikjum neðstu liðanna KR hefur tapað á móti Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum sínum og það þýðir að ekkert lið er með slakari árangur í innbyrðis leikjum fallbaráttuliðanna í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 23. ágúst 2024 13:47
Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks. Íslenski boltinn 23. ágúst 2024 12:17
Sjáðu 4. deildar hetjur HK gegn KR og markasúpu Víkinga Það voru tveir bráðskemmtilegir leikir á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöld og nóg af mörkum sem nú má sjá á Vísi. Fótbolti 23. ágúst 2024 11:02
„Þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir 3-2 tap gegn HK í Kórnum en með því dróst KR fyrir fulla alvöru niður í fallbaráttu Bestu deildarinnar. Sport 23. ágúst 2024 06:31
„Okkur langaði ekkert eðlilega mikið að vinna þennan leik út af öllu þessu rugli“ HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur gegn KR. Heimamenn voru tveimur mörkum undir í hálfleik en sneru taflinu við í seinni hálfleik og unnu. Eiður Gauti Sæbjörnsson, leikmaður HK, var í skýjunum eftir leik. Sport 22. ágúst 2024 22:38
Uppgjörið og viðtöl: HK - KR 3-2 | Lygilegur endurkomusigur HK-inga HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið með skalla. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 22. ágúst 2024 21:52
KR og HK alveg jöfn í innbyrðis leikjum fyrir leik kvöldsins HK tekur á móti KR í kvöld í Bestu deild karla í fótbolta í einum umtalaðasta leik í deildinni í langan tíma. Íslenski boltinn 22. ágúst 2024 16:32
„Að einhverju leyti verið talað illa um félagið“ „Það er gott að það sé komið að þessu,“ segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um leik kvöldsins við KR. Gengið hefur á ýmsu í aðdragandanum og ekki endanlega staðfest fyrr en í morgun að leikurinn færi fram í kvöld. Íslenski boltinn 22. ágúst 2024 16:10
„Ekki verið neitt sérstakt mál“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, segir leikmenn liðsins hafa leitt hjá sér reikistefnu í kringum leik kvöldsins við HK í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram eftir endanlega niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ í morgun. Íslenski boltinn 22. ágúst 2024 12:02
Áfrýjunardómstóll KSÍ hafnar kröfu KR | Leikið í Kórnum í kvöld Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar sambandsins þess efnis að KR fái ekki dæmdan 3-0 sigur gegn HK í Bestu deild karla. Liðin mætast í kvöld. Íslenski boltinn 22. ágúst 2024 09:47
Tíminn naumur hjá KSÍ KSÍ hefur borist áfrýjun frá KR vegna niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar sem greint var frá í gær. KR krefst 3-0 sigurs á HK þar sem Kópvogsfélaginu tókst ekki að hafa Kórinn leikhæfan þegar félögin mættust á dögunum. Íslenski boltinn 21. ágúst 2024 11:16
Uppsöfnuð spjöld gætu haft áhrif: Tólf í banni Leikmenn Bestu deildar karla í knattspyrnu eru heldur betur farnir að safna upp spjöldum og alls verða tólf leikmenn í leikbanni í næsta leik síns liðs. Þetta kemur fram í reglubundnum úrskurði aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 23:00
KR áfrýjar niðurstöðu KSÍ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum. Íslenski boltinn 20. ágúst 2024 19:07