Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 15:02 Ómar Ingi Guðmundsson tók við þjálfun HK snemma tímabils 2022. Undir hans stjórn komst liðið upp í Bestu deild karla og hélt sér þar í fyrra. Í haust féll liðið hins vegar í annað sinn á fjórum árum. vísir/diego Ákvörðun Ómars Inga Guðmundssonar að hætta sem þjálfari karlaliðs HK í fótbolta kom forráðamönnum félagsins á óvart. Þeir kveðjast honum þakklátir fyrir langan og farsælan tíma hjá HK. Leitin að nýjum þjálfara er hafin. Í gærkvöldi var greint frá því að Ómar hefði ákveðið að hætta sem þjálfari HK, þrátt fyrir að vera með samningstilboð frá félaginu. HK féll úr Bestu deildinni eftir 7-0 tap fyrir KR um helgina. „Þetta gerði það,“ sagði Hjörtur Þór Steindórsson, formaður knattspyrnudeildar HK, aðspurður hvort ákvörðun Ómars hafi komið þeim á óvart. „Við vorum á vegferð með Ómari, engin spurning, en auðvitað virðum við hans ákvörðun og það er bara áfram gakk.“ Leitun er að meiri félagsmanni en Ómari sem hefur alið manninn í HK undanfarin þrjátíu ár eða svo. Takk HK fyrir síðustu um það bil 30 árin pic.twitter.com/IWirWWtFQP— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) October 29, 2024 „Við erum ótrúlega ánægð með hann en þetta er bara hans ákvörðun. Honum fannst þetta rétt ákvörðun á þessum tíma og við þökkum honum fyrir ómetanlegt starf síðustu þrjátíu árin. Síðan er það bara að vinna við að finna nýjan mann í brúna,“ sagði Hjörtur. Hann segir að leitin að eftirmanni Ómars sé hafin en HK-ingar séu ekki búnir að setja sér nein tímamörk hvenær ætli að vera búnir að klára ráðningu á nýjum þjálfara. Ýmsir þjálfarar hafa verið orðaðir við HK. Meðal annars var Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Vals og Breiðabliks, á 433.is. „Ég get ekki svarað neinu um þetta,“ svaraði Hjörtur aðspurður hvort Arnar væri á blaði hjá HK-ingum. Mikil trú á leikmannahópnum HK var spáð slæmu gengi fyrir tímabilið en var á endanum bara markatölunni frá því að halda sér í Bestu deildinni. „Markmiðið var klárlega að vera áfram í Bestu deildinni. Við höfum gríðarlega mikla trú á þessu liði, þessum strákum og Ómari. En næsta verkefni er bara að koma okkur upp aftur,“ sagði Hjörtur. En er einhver eftirsjá að hafa ekki styrkt leikmannahópinn meira fyrir tímabil, í ljósi þess hversu litlu munaði að HK héldi sér uppi á endanum? „Nei, við höfðum fulla trú á hópnum og Ómari,“ sagði Hjörtur sem vildi ennfremur lítið segja um leikmannamál HK. Það kæmi allt í ljós á næstunni. Besta deild karla Lengjudeild karla HK Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá því að Ómar hefði ákveðið að hætta sem þjálfari HK, þrátt fyrir að vera með samningstilboð frá félaginu. HK féll úr Bestu deildinni eftir 7-0 tap fyrir KR um helgina. „Þetta gerði það,“ sagði Hjörtur Þór Steindórsson, formaður knattspyrnudeildar HK, aðspurður hvort ákvörðun Ómars hafi komið þeim á óvart. „Við vorum á vegferð með Ómari, engin spurning, en auðvitað virðum við hans ákvörðun og það er bara áfram gakk.“ Leitun er að meiri félagsmanni en Ómari sem hefur alið manninn í HK undanfarin þrjátíu ár eða svo. Takk HK fyrir síðustu um það bil 30 árin pic.twitter.com/IWirWWtFQP— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) October 29, 2024 „Við erum ótrúlega ánægð með hann en þetta er bara hans ákvörðun. Honum fannst þetta rétt ákvörðun á þessum tíma og við þökkum honum fyrir ómetanlegt starf síðustu þrjátíu árin. Síðan er það bara að vinna við að finna nýjan mann í brúna,“ sagði Hjörtur. Hann segir að leitin að eftirmanni Ómars sé hafin en HK-ingar séu ekki búnir að setja sér nein tímamörk hvenær ætli að vera búnir að klára ráðningu á nýjum þjálfara. Ýmsir þjálfarar hafa verið orðaðir við HK. Meðal annars var Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Vals og Breiðabliks, á 433.is. „Ég get ekki svarað neinu um þetta,“ svaraði Hjörtur aðspurður hvort Arnar væri á blaði hjá HK-ingum. Mikil trú á leikmannahópnum HK var spáð slæmu gengi fyrir tímabilið en var á endanum bara markatölunni frá því að halda sér í Bestu deildinni. „Markmiðið var klárlega að vera áfram í Bestu deildinni. Við höfum gríðarlega mikla trú á þessu liði, þessum strákum og Ómari. En næsta verkefni er bara að koma okkur upp aftur,“ sagði Hjörtur. En er einhver eftirsjá að hafa ekki styrkt leikmannahópinn meira fyrir tímabil, í ljósi þess hversu litlu munaði að HK héldi sér uppi á endanum? „Nei, við höfðum fulla trú á hópnum og Ómari,“ sagði Hjörtur sem vildi ennfremur lítið segja um leikmannamál HK. Það kæmi allt í ljós á næstunni.
Besta deild karla Lengjudeild karla HK Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira