Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Gæði norrænna guma

Í miðbænum má oft sjá ljóshærðan mann ganga með barnavagn um stræti. Á göngu minni um rústir aðalverslunargötu bæjarins sé ég hann nær undantekningalaust og virði hann fyrir mér, enda heldur óalgengt að sjá karlmann einan á gangi með vagn þótt við búum í jafnréttissamfélagi.

Bakþankar
Fréttamynd

Samkeppnishæf börn

Á tímum sífelldra ótíðinda var notalegt að rekast fyrir stuttu á litla undirmálsfrétt um eftirlætis­hugðarefnið uppeldismál, sem þó var í þessu tilfelli svolítil heimsendaspá eins og allt hitt. Þar mátti sjá að þau lúsheppnu börn sem eiga dásamlega foreldra munu síðar verða líkleg fórnarlömb hroðalegrar tilvistarkreppu. Út af dekrinu altso.

Bakþankar
Fréttamynd

Að ýlfra eins og sjakali

Við eigum í stríði segja þeir, að vísu ekki hernaðarlegu heldur fjármálalegu en það ber að sama brunni; meðalaldur styttist, fólk flýr land, félagsleg vandamál aukast og þar fram eftir götunum. Þetta þarf auðvitað ekki að koma á óvart; það sem sætir hins vegar furðu er að þótt þetta eigi að heita nútímalegt stríð, þar sem skuldavöndlar og jöklabréf hafa leyst byssustingi og sprengjuvörpur af hólmi, dregur baráttan í orði kveðnu merkilega mikinn dám af því hvernig orrustur voru háðar fyrir tæpri öld: víglínan var mörkuð, grafnar skotgrafir þar sem hvorki þokaði fram né aftur.

Bakþankar
Fréttamynd

Halló Tortóla, hér kem ég!

Ég er að spá í að skella mér í sólina á Tortóla um páskana. Ég hef heyrt svo margt fallegt um þessa hitabeltisparadís. Eyjan er 55.7 ferkílómetrar að stærð, rúmlega fjórum sinnum stærri en Heimaey. Þarna búa um 24 þúsund manns, aðalbærinn heitir Road Town með um tíu þúsund hræðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Af Ian Rush og Ragnari

Sú fígúra sem lýsir einna best innréttingu okkar Íslendinga er án efa Ragnar litli Reykás. Það er alveg skelfilegt hvað sviptivindarnir innra með landanum sveigja hann til og frá. Þetta gengur náttúrulega ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Leiðtogar lífsins

Þar sem mörgum reynist Kristur dálítið dauflegur nú á tímum, þótt þessar vikur sé þúsundum barna vísað í faðm kirkjunnar sem telur sig helsta umboðsmann heilags anda og sonar hans hér um slóðir, er framboð á leiðtogum í lífinu nóg, undur í ekki stærra samfélagi. Hugmyndin um hina sterku og hrífandi leiðtoga hefur enda náð mestri fótfestu í samfélögum þar sem hugmyndir skortir.

Bakþankar
Fréttamynd

Hin helga mær

Árið 1975 fórum við pabbi á opnun myndlistarsýningar í Gallerí Súm eins og fínt fólk. Þar var margt um manninn og listaverkin breiddust yfir veggi eins og bergflétta. Svo sat þarna líka myndastytta í stól. Þetta var alhvít kona með hönd undir kinn og bærði ekki á sér frekar en styttur yfirleitt. Og þó. Allt í einu greip fólk andann á lofti og skvaldrið þagnaði. Myndastyttan virtist hafa fengið nóg. Hún var staðin upp og gekk hikandi skrefum í átt að dyrunum. Sýningargestir eltu auðvitað forvitnir og fylgdust með henni hverfa sjónum úti í porti. Gjörningurinn reyndist vera eftir Rúrí sem hafði ekki vílað fyrir sér að sitja þarna grafkyrr í um það bil 40 mínútur.

Bakþankar
Fréttamynd

Elskaðu náunga þinn

Nýverið heyrði ég frétt af nemendum í íslenskum framhaldsskóla sem gengu í skrokk á samnemanda sínum í skólanum. Slógu hann í höfuðið og spörkuðu í hann. Viðkomandi skólayfirvöld brugðust við með því að víkja ofbeldisfólkinu úr skólanum, í einn dag, og einhverjum þeirra í þrjá daga.

Bakþankar
Fréttamynd

Boðskapurinn

Í gær voru sex ár upp á dag síðan Íslendingar stóðu að innrás í Írak ásamt fleiri þjóðum. Vissulega var stuðningur Íslendinga meiri í orði en á borði enda hermönnum ekki fyrir að fara hér á landi, þrátt fyrir óskir margra um annað.

Bakþankar
Fréttamynd

Fríríkið Ísland

Enginn þeirra fjármála­spekúlanta sem hérlendis gegndu hæstu stöðum þar til fyrir skemmstu, hafði ímyndunarafl til að forða frá hruni stofnunum og fyrirtækjum sem þeim var trúað fyrir. Fram á þennan dag hanga þeir í kenningum um heilagleika hins frjálsa markaðar. Þrátt fyrir allt. Gjaldþrotið var eiginlega bara óheppni, engum að kenna nema þá einna helst hinum sameiginlega óvini, ríkinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Tvær leiðir

Nú er svo komið að stór hluti íslenskra heimila getur ekki borgað af lánunum sínum og skuldar meira en sem nemur eignum. Það felur í sér að heimilin verða annað hvort gjaldþrota eða fólk er dæmt í skuldafangelsi á eigin heimili. Þá er huggun harmi gegn að eiga þó flatskjá.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki aftur Jenga

Nýlega kynntist ég skemmtilegu borðspili sem nefnist Jenga. Spilið samanstendur af 54 ílöngum trékubbum sem er raðað upp þremur og þremur saman í átján stæður, sem liggja þvert hver á aðra. Leikurinn gengur út á að leikmenn, sem geta verið nokkrir, skiptast á að fjarlægja einn kubb úr undirstöðunni og leggja hann ofan á stæðuna. Markmiðið er að láta stæðuna ná sem hæst. Hængurinn er sá að eftir því sem blokkin hækkar og kubbunum í undirstöðunum fækkar, því óstöðugri verður stæðan og fellur að lokum um koll.

Bakþankar
Fréttamynd

Lygasaga um lýðræði

Þegar ég var ungur drengur vestur á fjörðum fannst mér ég eiga ráð undir rifi hverju þegar lífið sneri verri hliðinni að mér. Ég brást oft hinn versti við þegar óréttlætið varð á vegi mínum og ef svo bar undir fór ég í rógsferð mikla gegn þeim sem sýndu mér óréttlæti. Það bar ekki nógu skjótfengan árangur svo ég brá einnig á það ráð að svara líku með líku og svindlaði eins og ég frekast gat á svindlurunum. Knattspyrnuleikir gátu orðið afar skoplegir þegar þannig bar við þar sem hendur urðu að fótum og mörkin, sem voru samansett af tveimur steinum, stækkuðu og minnkuðu eftir því hver átti í hlut.

Bakþankar
Fréttamynd

Valdaskiptin staðfest

Kenning Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um búsáhaldabyltinguna er athyglisverð. Hann hefur lýst því að mótmælendur á Austurvelli hafi knúið fram valdaskipti á Íslandi og kosningar fram undan séu í raun bara viðurkenning á gerðum hlut: „skríllinn“ eins og sumir talsmenn í Sjálfstæðisflokknum kölluðu mótmælendur, hafi náð fram í friðsamlegum mótmælum eftirtöldum stefnumiðum: ríkisstjórn fór frá, Alþingi var rofið, skipt um stjórn í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti – og nú sé að rætast fimmta krafan um stjórnlagaþing.

Bakþankar
Fréttamynd

Fjárþörf svissnesks bankamanns

Fréttastofa RÚV flutti áhugaverða frétt á mánudagsmorgun. Þar var skýrt frá því að glaumgosi hefði verið dæmdur fyrir að hafa haft fé út úr ríkustu konu Þýskalands. Hann hafði farið í rúmið með henni, látið taka myndir af þeim á meðan og hótað henni að gera þær opinberar fengi hann ekki greitt. Honum hafði þegar tekist að ná fáheyrðum upphæðum út úr konunni áður en hún leitaði til yfirvalda. Það sem vakti athygli mína var að maðurinn skyldi hafa verið sagður glaumgosi.

Bakþankar
Fréttamynd

Burt með leiðindin

Það bregst ekki að einhvern tíma um mitt sumar sýnir Ríkissjónvarpið myndir frá nautahlaupinu í Pamplona í fréttatímanum. Nautahlaupið er einn af þessum viðburðum sem rata árlega í fréttirnar og alltaf verð ég jafn hissa á að heilt ár sé liðið frá því síðast. Það sama á við um fréttir af tómataslagnum í spænska bænum Bunol, kjötkveðjuhátíðinni í Ríó og krossfestingum filippeyskra píslarvotta á föstudaginn langa. Mér finnst þessir atburðir alltaf vera í fréttunum þó ég viti mætavel að frá þeim er aðeins sagt einu sinni á ári.

Bakþankar
Fréttamynd

Að vera sparkað úr bóli

Þó að kreppan sé vissulega farin að taka á sig bölvanlegar myndir þá er ég enn þeirrar skoðunar að ekkert sé svo með öllu illt að ei boði gott. Þar sem ég er alinn upp í Arnarfirði við sögur um ástir og örlög fólks á árum og öldum áður þar í firðinum þykist ég geta með fullri vissu sagt að hinar mestu hremmingar geti leitt til mikillar gæfu.

Bakþankar
Fréttamynd

Jöfnuður og réttlæti

Á köldu haustkvöldi í fyrndinni féll ég á einni svipstundu kylliflöt fyrir kennaranum mínum, síðhærðum gaur með hornspangagleraugu.

Bakþankar
Fréttamynd

Breytt þjóð

Fyrir nokkru rakst ég á mynd á vefsíðu af viðskiptamógul íslenskum í þyrlu sinni árið 2007. Sá sat skælbrosandi á myndinni innan um vellystingar sínar. Þarna var t.d. gert ráð fyrir kampavíni í sérstökum sérsniðnum kæli á milli sætanna. Mjög flott.

Bakþankar
Fréttamynd

Ég veit af hverju krókódíllinn í púltinu grætur

Það stirndi af þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Birni Thors í hlutverkum bræðranna Coleman og Valene, í Vestrinu eina sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrr í vetur. Bræðurnir búa í krummaskuði á Írlandi og lifa fyrir það eitt að gera hvor öðrum lífið leitt. Sóknar-presturinn hefur hins vegar einsett sér að sýna þeim villur síns vegar, en þegar örvæntingin ber sálusorgarann ofurliði styttir hann sér aldur með þeim skilaboðum að eina leiðin til að forða sálu hans úr víti sé sú að bræðurnir fyrirgefi hvor öðrum hið liðna.

Bakþankar
Fréttamynd

Ástandsmat í sturtu

Ég hitti kunningja í sturtunni. Við þurrkuðum fagurlega skapaða líkama okkar og ræddum um (bætið við hryllingsáhrifamúsik í huganum) Ástandið.

Bakþankar
Fréttamynd

Með Claptonúti á engi

Dag nokkurn á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar kom ungur maður að tali við stöðvarstjóra á lestarstöð skammt frá Beaulieu á Englandi. Sá ungi bar ekki höfuðið hátt enda hafði hann lognast útaf nóttina áður á drykkjusamkomu á tjaldsvæði í nágrenninu en vaknað síðan glerþunnur og peningalaus úti á engi. Þar að auki var hann búinn að gera í brækurnar og æla yfir sig allan. Menn sem þannig er ástatt fyrir eru ekki líklegir til að ná einhverjum árangri í samningaviðræðum. En stöðvarstjóri sá aumur á þeim unga og hripaði skuldarviðurkenningu svo hann kæmist heim til Ripley.

Bakþankar
Fréttamynd

Shirley MacLaine á Íslandi

Mikið var gaman að Kate Winslet skyldi fá Óskarinn. Hún á metið í tilnefningum miðað við aldur, 33 ára og komin með sex. Samt ákvað fréttastofa Ríkissjónvarpsins að þegja bæði yfir henni og Penelope Cruz og sagði bara frá körlunum sem fengu óskara fyrir leikstjórn, aðal- og aukaleik. Ég varð því að fara inn á youtube til að sjá Kate halda þá alskemmtilegustu ræðu sem flutt hefur verið af þessu tilefni. Samt var gleði mín ekki fölskvalaus því á meðal þeirra sem birtust uppi á sviði með Kate var Shirley MacLaine.

Bakþankar