Dánir og dauðir Dauðinn er ekki mikið í umræðunni á Vesturlöndum. Að minnsta kosti ekki miðað við í Mexíkó þar sem tímarit með limlestum líkum úr bílslysum eru vinsæl og haldið er upp á dag dauðra með mikilli veislu og dansandi beinagrindum í byrjun nóvember. Bakþankar 12. nóvember 2009 06:00
Fallinn Ég er því marki brenndur, líkt og margir fleiri, að rogast með hugmyndir sem hafa þann eina tilgang að upphefja sjálfan mig. Þær krefjast þess að ég taki mér sæti með þjáningabræðrum mínum á sjónarhóli þar sem við virðumst nokkru betri en allir aðrir. Ég kalla þá þjáningabræður því venjulega vill það koma fyrir að menn detta af þessum sjónarhóli og það getur verið býsna sárt. Það fékk ég að reyna fyrir stuttu við morgunverðarborðið á kaffihúsi einu í Zújar á Spáni. Bakþankar 11. nóvember 2009 06:00
Krúttípúttípútt Þær slógu hring um eina kynsystur sína sem var með afkvæmi sitt á handleggnum, krakka sem átti samkvæmt stærð að geta staðið á eigin fótum, en horfði nú í forundran á hópinn í kringum sig. Móðirin var státin yfir fríðu barninu og lokkaprúðu en þaðan sem ég stóð og virti fyrir mér útstillingu í verslunarglugga mátti heyra hljóðin. Bakþankar 10. nóvember 2009 06:00
Athvarf Heima hjá mér er herbergi með drasli. Það er pínulítið, innan við sex fermetrar, frekar hátt til lofts en þröngt til veggja og hefur örugglega í upphafi átt að vera búr enda við hliðina á eldhúsinu. Herbergið er lítið að utan en miklu stærra að innan, eins og slíkra vistarvera er siður. Bakþankar 6. nóvember 2009 00:01
Á flótta undan flensunni Ég hrekk við og missi næstum brennheitt kaffið niður á mig þegar maðurinn við hliðina á mér hnerrar skyndilega. Þetta var kraftmikill hnerri og maðurinn hélt ekkert aftur af sér. Ég sé að fleirum en mér hefur brugðið, fullorðin kona á borði við gluggann horfir stóreyg á manninn þar sem hann þurrkar sér í vasaklútinn, muldrandi eitthvað um „bölvað kvefið". Ég held niðri í mér andanum og þríf úlpuna af stólbakinu. Ég klára ekki einu sinni úr kaffibollanum heldur dríf mig út undir ferskt loft og dreg ekki aftur andann fyrr en ég er komin fyrir húshornið. Bakþankar 5. nóvember 2009 06:00
Bútasaumur stjórnvalda Einu sinni ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að skynsamlegasta leiðin til að skipuleggja byggð í Vatnsmýrinni væri sú að skipuleggja svæðið heildstætt - eins og það heitir á hinu ástkæra ylhýra stofnanamáli. Hástemmdar ræður voru haldnar um hið stórkostlega tækifæri sem skipulagsyfirvöldum gæfist nú; heilt hverfi inni í ráðsettri borg yrði skipulagt frá a til ö. Háleitar hugmyndir um grænt hverfi litu dagsins ljós, hér skyldi kveða við nýjan tón. Bakþankar 4. nóvember 2009 06:00
Grútarháleistar Ég er ekki frá því að íslenskir kaupsýslumenn eigi inni afsökunarbeiðni frá mér. Ég vanmat þá, gerði lítið úr hugmyndaflugi þeirra. Á því rúma ári sem nú er liðið frá bankahruninu hélt ég satt best að segja að engar fréttir af svívirðilegum gjörningum og uppákomum gætu lengur komið mér á óvart eða gengið fram af mér. Ég hélt einhvern veginn að toppurinn á úrkynjuninni hefði verið þegar Sigurjón sást graðga í sig gyllta gyltu. Bakþankar 3. nóvember 2009 06:00
Má bjóða þér að éta plastpoka? Sú frétt sem mestu uppnámi olli í síðustu viku var óumdeilanlega brotthvarf hins ameríska McDonald"s frá Íslandi. Þúsundir landsmanna lögðu upp í pílagrímsferð til að éta síðasta hamborgarann, skrifuðu tárvot blogg í stórum bunkum og stofnuðu stuðningssíður á fésbókinni. Margir lögðu djúpan skilning í þessa breytingu og litu á hana sem mikinn missi eða jafnvel byltingu eða þjóðarhreinsun. Verstu afleiðingar kreppunnar eða þær bestu. Mikið frelsi eða einmitt þvert á móti. Jafnvel virtust skoðanir fólks á þessum skyndibita haldast í hendur við stjórnmálaviðhorf og sívinsæl persóna ritstjóra Moggans flaut með á furðulegan hátt. Bakþankar 2. nóvember 2009 06:00
Ofbeldi gegn börnum skiptir litlu Íslensk kona hefur opnað vefsíðu þar sem hún lýsir skelfilegu ofbeldi og sinnuleysi sem börn hennar hafa þurft að þola af hendi föður síns. Konan er þó neydd til þess að veita honum umgengnisrétt þótt börnin óttist manninn mjög og líði miklar þjáningar hans vegna. Bakþankar 31. október 2009 00:01
Stemmingin Líðan manns er spurning um stemmingu. Jú, jú, það eru einhver efni á fleygiferð í hauskúpunni á manni sem gera sitt, en svona í grunninn þá er þetta bara spurning um stemmingu. Og stemmingunni ræður maður að miklum hluta sjálfur. Frasinn um hálf fulla eða hálf tóma glasið er sannleikanum samkvæmur. Bakþankar 29. október 2009 06:00
Smitfóbía pólitíkusa Juan nokkur Perez, sem er vaskur bæjarstjórnarfulltrúi í spænska þorpinu Zújar, gengur með afar góða hugmynd í maganum. Hún er á þá leið að bæjarfélagið hefji rekstur útvarpsstöðvar líkt og svo mörg önnur sveitarfélög gera hér á Spáni. Bakþankar 28. október 2009 06:00
Myndskreyttir menn „Eigum við ekki að fara í lagningu?“ spurði hann því framundan var boð með skemmtilegum konum og við áttum bara að vera tveir þótt sá þriðji bættist reyndar í hópinn. Ég svaraði: „Jú, og kantskurð og vax.“ Svarið kom hratt: „Brasilískt?“ Bakþankar 27. október 2009 06:00
Framtíðarsýn Mig dreymdi að væri komið árið 2012, þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf. Já veröldin var skrýtin, það var allt orðið breytt, því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt,“ söng Vilhjálmur Vilhjálmsson árið 1969 á plötunni Hún hring minn ber. Bakþankar 22. október 2009 06:00
Milliliðalaust Ríkisstjórnin bað í gær þegna landsins um að beina reiði sinni ekki að persónum og heimilum. Rétt væri að skilja þar á milli og þrátt fyrir að réttur fólks til mótmæla væri vissulega viðurkenndur, sé mikilvægt að þau mótmæli séu skipulögð, friðsamleg og rúmist innan allsherjarreglu samfélagsins. Bakþankar 21. október 2009 06:00
Stieg vinur minn Fyrir nokkrum mánuðum rændi Svíi hjarta mínu. Já, þetta gerðist þrátt fyrir að ég sé vel að mér um Íslendingasögur og viti að Svíar eru undantekningarlaust vondir menn, göldróttir og jafnvel berserkir. Ég var stödd úti í bókabúð, ákveðin í að kaupa mér skemmtilegt léttmeti og komin með kilju í hönd. Í biðröðinni hitti ég fyrir annan viðskiptavin. Honum þótti augljóslega lítið til bókarinnar í höndum mér koma en ýtti að mér annarri bók. Bókin hét Karlar sem hata konur og hafði ég verið þess fullviss að þar væri á ferð femínískt fræðirit en ég var ekki á höttunum eftir slíku riti þennan eftirmiðdag. En af því að þessi maður í bókabúðinni var nú sjálfur Egill Helgason, sem margir telja nestor íslenskrar bókmenntaumræðu, og af því að röðin var komin að mér við kassann gerðist ég meðvirk mjög og skipti umhugsunarlaust um skruddu. Þegar út var komið sá ég samstundis eftir skiptunum og var skapi næst að bíða eftir því að Egill og önnur gáfumenni sem höfðu hreiðrað um sig inni í búðinni færu burt svo ég gæti skilað henni. Bakþankar 20. október 2009 06:00
Til öryggis Fyrir bara tveimur örstuttum árum vorum við á hátindi oflætisins og okkur allir vegir færir. Rjómi íslenska aðalsins spókaði sig í bönkum og kauphöllum heimsins og gerði feita díla á báðar hendur, svo rosalega snjalla. Við hin vorum reyndar ábekingar en höfðum ekki hugmynd um það. Skammsýni okkar og trúgirni borgum við nú dýru verði. Eins og undanfarið ár hafi ekki verið nógu harkalegur skellur á hrjáðri þjóð, þá byrjar vetur númer tvö af engu minna offorsi. Ofan á efnahagshörmungar bætast fleiri ógnir gegn heimilum og heilsufari. Öfugt við stemminguna fyrir tveimur árum þegar við vorum öll svakalega alþjóðleg og smartheitin komu viðstöðulaust frá útlöndum, þá kemur nú þaðan ekkert nema lífshætta. Bakþankar 19. október 2009 06:00
Þegar allt breyttist ekki Mér fannst fall Berlínarmúrsins ekkert svo merkilegt. Að minnsta kosti man ég ekkert hvað ég var að gera þegar fréttin barst. Ég man hins vegar ljóslifandi eftir 11. september 2001. Maður var alveg í smá sjokki, fyrst og fremst vegna þess að ég og Lufsan áttum pantaða New York-ferð í desember. Við höfðum skoðað myndir af mollinu sem var í kjallara World Trade Center. Hún vildi hætta við ferðina en ég náði að lempa hana til að fara. Maður tók fyrst og fremst eftir því hvað ameríski fáninn var úti um allt. Blakti alls staðar á húsum og á bílum. Bakþankar 15. október 2009 06:00
Hlátur í huga Ég er að hugsa um að fara á hlátursnámskeið," sagði hann ákveðinn og svipti skyrtu út úr skápnum. Honum var greinilega enginn hlátur í hug. "Ókei," sagði ég. "Þarftu þess?" Hann sneri sér að mér grafalvarlegur á svip og sagði dimmum rómi: "Þetta er sko ekkert djók lengur." Það mátti alveg samsinna því. Maðurinn var enn blár eftir tuttugu kílómetra á belti, sturtan hafði ekkert náð honum niður, og nú var hann tekinn að klæða sig með snörpum handtökum. Bakþankar 13. október 2009 08:35
Aftur í sama farið? Það getur reynst erfitt að breyta út af vananum. Við erum gjörn á að hjakka í sama hjólfarinu og sitja sem fastast í þeim aðstæðum sem við þekkjum best, jafnvel þó þær aðstæður séu ekki endilega þær bestu og breytinga væri þörf. Það felst ákveðið öryggi í þessu venjulega. Þó að okkur takist stundum að hrista upp í hlutunum og breyta tímabundið til er tilhneigingin til að falla aftur í sama farið rík. Bakþankar 8. október 2009 06:00
Glatað tækifæri Það gustaði um vinstri menn hér á landi eftir kosningarnar í apríl. Þjóðin hafði veitt minnihlutastjórninni umboð sitt til að takast á við vandann og gert hana að meirihlutastjórn. Tveir vinstri flokkar höfðu fengið meirihlutafylgi; nokkuð sem aldrei hafði áður gerst í sögunni. Enga meðreiðarsveina þurfti með og hægt var að teikna upp vinstri stjórn eins og vinstri menn vildu hafa hana. Bakþankar 7. október 2009 06:00
Til sölu Einbýlishús til sölu, eiginkona fylgir í kaupbæti. Einhvern veginn svona hljómaði fyrirsögn á auglýsingu rúmlega fertugrar konu frá Flórída sem birtist í fyrra. Hún hét, og heitir sjálfsagt enn, Deven Trabosh og var orðin hundleið á að reyna að losna við húsið sitt sem var orðið verðlaust en hún þurfti þó að greiða af um hver mánaðamót. Þá höfðu andvökunætur hennar á næturklúbbum bæjarins einnig skilað lélegum árangri. Hús hennar og hjarta var falt fyrir rétt verð og réttan mann en enginn virtist áhugasamur þótt hvort tveggja væri svo sem nógu snoturt. Það var eitthvað hrífandi við hana Deven. Hún bar sig hvorki aumlega né vældi á skjaldborg heimilanna heldur snurfusaði sig og bauð það sem hún átti til sölu. Einhvern veginn var þetta uppátæki svo einlægt og bros hennar svo viðkvæmnislegt undir alltof miklum farða að ekki var hægt að hneykslast á henni. Hún var bara eitthvað svo elskuleg og fullviss um ágæti eigin uppátækis. Bakþankar 6. október 2009 09:31
Bómullarlífið búið að eilífu Mánuði eftir að ég horfði klökk á eftir litlu dótturinni byrja í skóla, taldist mér til að á tímabilinu væru horfnar þrjár húfur, eitt buff, fjölmargir vettlingar og ullarsokkar auk gullfallegu lopapeysunnar frá ömmu. Þrátt fyrir talsverða vandvirkni höfðum við steingleymt að kenna barninu að passa sjálfu upp á fötin sín. Bakþankar 5. október 2009 12:31
Fjárfestum í kennurum Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim í dag, mánudaginn 5. október, að forgöngu Education International eða Alþjóðasambands kennarafélaga. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á kennarastarfinu og mikilvægu hlutverki kennara í samfélaginu. Bakþankar 5. október 2009 00:01
Afburðamenn og örlagavaldar Í vikunni afhjúpuðu fornleifafræðingar salarkynni sem þeir telja að hafi tilheyrt Neró Rómarkeisara, sem ríkti frá árinu 54 til 68 eftir Krist. Veislusalur þessi þykir mikið verkfræðiundur því hann er búinn þeim kosti að geta snúist í hringi fyrir vatnsafli. Það verður ekki af Neró tekið að hann hugsaði stórt. Hverjum dettur í hug að reisa veislusal sem snýst í hringi? Bakþankar 2. október 2009 06:00
Yfirdrátturinn Hér kem ég með allt niður um mig og játa það möglunarlaust: Ég er óreiðumaður! Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Einu sinni var bankakerfið þannig að manni tókst ekki eins auðveldlega að verða óreiðumaður. Ég átti alltaf pening og skuldaði aldrei neitt í gamla daga, allavega í minningunni. Maður fór til útlanda með ferðatékka og seðlabúnt. Kreditkort voru ekki til. Maður skammtaði sér aur í þrjár vikur, en datt svo auðvitað inn í alltof góða plötubúð og eyddi um efni fram. Mér er minnisstæð síðasta vikan í Interrail-ferðinni 1983. Þá gisti ég á farfuglaheimili sem hafði þann ókost að manni var hent út á milli kl. 9 og 17. Bakþankar 1. október 2009 06:00
Það sem landneminn fann ekki Kristófer Kólumbus var víst afskaplega önugt og leiðinlegt gamalmenni. Hann var reyndar ekki svo gamall þegar hann hrökk upp af; einmana og ómeðvitaður um að hafa farið til Ameríku. Bakþankar 30. september 2009 06:00
Þar spretta laukar Í hrakveðursrigningu verður maður að manna sig upp og fara út og ganga frá laukabeðunum. Reyndar er ekki nema hálft beð eftir: snemma í ágúst var drifinn mannskapur í að hreinsa fallna stöngla ofan af og stinga laukana undir upp, grisja, henda skemmdum laukum, hreinsa þá sæmilega stóra af hismi og örverpum og smáhýðum sem voru að vaxa af rótinni. Þá líður manni eins og farandverkamanni á laukagarði í Niðurlöndum. Utan hendurnar eru ekki útataðar í sterafullum og áburðarsjúkum jarðvegi, heldur bara íslenskri moldardrullu. Bakþankar 29. september 2009 06:00
Samræður við þjóðina Allir virtust hafa skoðun á því hver ætti að verða næsti ritstjóri Morgunblaðsins en aðallega þó á því hver ætti alls ekki að verma ritstjórastólinn. Fátt þráir fólk meira en stöðugleika og það er einmitt það sem Morgunblaðið þótti sýna hér í eina tíð. Þar störfuðu sömu ritstjórarnir áratugum saman og allir vissu fyrir hvað þeir stóðu. Og þar sem Ólafur Stephensen hafði unnið undir þeim árum saman var ráðning hans ekkert sérstaklega óþægileg. Hann var hluti af gamla Mogganum en þorði samt að bjóða upp á nýjungar. Bakþankar 28. september 2009 06:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun