Framtíðarsýn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 22. október 2009 06:00 Mig dreymdi að væri komið árið 2012, þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf. Já veröldin var skrýtin, það var allt orðið breytt, því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt," söng Vilhjálmur Vilhjálmsson árið 1969 á plötunni Hún hring minn ber. Skondin framtíðarsýn og fyndið hvernig fólk sá alltaf fyrir sér að tunglið yrði aðalstaðurinn á 21. öldinni, eins og við hefðum eitthvað þangað að sækja sérstaklega. Ég man líka eftir því að hafa lesið einhvers staðar fyrir mörgum árum vangaveltur nokkurra grunnskólanemenda um framtíðina, gæti kannski hafa verið í Æskunni. Krakkarnir höfðu árið 1985 verið beðnir um að ímynda sér hvernig umhorfs yrði á Íslandi eftir 25 ár í máli og myndum. Þá virtist árið 2010 svo óralangt í burtu, nánast óraunverulegt í barnshuganum og spárnar eftir því. Líkt og Vilhjálmur söng spáðu flestir krakkarnir því að tunglferðir yrðu orðnar daglegt brauð og vélmenni sæju um öll verk, sérstaklega heimilisverkin. Einhverjir hafa verið orðnir leiðir á að taka til í herberginu sínu og að vera settir í uppvaskið. Allir byggju í kúlulaga húsum og svífandi ökutæki hefðu leyst bíla af hólmi, veðrið væri alltaf gott, fólk þyrfti ekkert að vinna og gæti leikið sér og slappað af. Flestir sáu líka fyrir sér að eiga helling af peningum. Ekki amaleg framtíðarsýn það. Ég man ekkert hvernig ég sjálf hélt að heimurinn yrði árið 2010. Sem jarðbundin sveitastúlka sá ég ekkert endilega fyrir mér að flandrast til tunglsins í tíma og ótíma. Man þó að kúlulaga hús eins og Barbafjölskyldan bjó í þótti mér flott. En kannski hélt ég bara að ég yrði hvort eð er orðin svo rosalega gömul árið 2010 að það tæki því ekkert að hugsa um það. Þessa dagana veltir margur framtíðinni fyrir sér enda er hún óljós og jafnvel óárennileg svo ekki sé meira sagt. Spár grunnskólanemendanna þarna um árið virðast ekki ætla að ganga eftir. En þeir voru bjartsýnir og það þýðir ekkert annað. Ég vona allavega að ef grunnskólanemendur í dag fá þetta sama verkefni horfi þeir af sömu bjartsýni til tilverunnar eftir 25 ár, árið 2034. Icesave-skuldin verður þá vonandi að mestu frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mig dreymdi að væri komið árið 2012, þeir tunglið höfðu malbikað og steypt í hólf og gólf. Já veröldin var skrýtin, það var allt orðið breytt, því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt," söng Vilhjálmur Vilhjálmsson árið 1969 á plötunni Hún hring minn ber. Skondin framtíðarsýn og fyndið hvernig fólk sá alltaf fyrir sér að tunglið yrði aðalstaðurinn á 21. öldinni, eins og við hefðum eitthvað þangað að sækja sérstaklega. Ég man líka eftir því að hafa lesið einhvers staðar fyrir mörgum árum vangaveltur nokkurra grunnskólanemenda um framtíðina, gæti kannski hafa verið í Æskunni. Krakkarnir höfðu árið 1985 verið beðnir um að ímynda sér hvernig umhorfs yrði á Íslandi eftir 25 ár í máli og myndum. Þá virtist árið 2010 svo óralangt í burtu, nánast óraunverulegt í barnshuganum og spárnar eftir því. Líkt og Vilhjálmur söng spáðu flestir krakkarnir því að tunglferðir yrðu orðnar daglegt brauð og vélmenni sæju um öll verk, sérstaklega heimilisverkin. Einhverjir hafa verið orðnir leiðir á að taka til í herberginu sínu og að vera settir í uppvaskið. Allir byggju í kúlulaga húsum og svífandi ökutæki hefðu leyst bíla af hólmi, veðrið væri alltaf gott, fólk þyrfti ekkert að vinna og gæti leikið sér og slappað af. Flestir sáu líka fyrir sér að eiga helling af peningum. Ekki amaleg framtíðarsýn það. Ég man ekkert hvernig ég sjálf hélt að heimurinn yrði árið 2010. Sem jarðbundin sveitastúlka sá ég ekkert endilega fyrir mér að flandrast til tunglsins í tíma og ótíma. Man þó að kúlulaga hús eins og Barbafjölskyldan bjó í þótti mér flott. En kannski hélt ég bara að ég yrði hvort eð er orðin svo rosalega gömul árið 2010 að það tæki því ekkert að hugsa um það. Þessa dagana veltir margur framtíðinni fyrir sér enda er hún óljós og jafnvel óárennileg svo ekki sé meira sagt. Spár grunnskólanemendanna þarna um árið virðast ekki ætla að ganga eftir. En þeir voru bjartsýnir og það þýðir ekkert annað. Ég vona allavega að ef grunnskólanemendur í dag fá þetta sama verkefni horfi þeir af sömu bjartsýni til tilverunnar eftir 25 ár, árið 2034. Icesave-skuldin verður þá vonandi að mestu frá.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun