Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Sameinuðu þjóðirnar standa sig

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) samþykkti í gær aðild Palestínu að stofnuninni. Fjöldi ríkja, þar með talið Ísland, lét hótanir Bandaríkjanna um að hætta fjárstuðningi við stofnunina ekki á sig fá og samþykkti aðild Palestínu. Vonandi slær þetta tóninn fyrir afgreiðslu á umsókn Palestínu um aðild að sjálfum Sameinuðu þjóðunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Jarðarför íslenskrar ólundar

Ég held við séum bara tveir í bænum Priego de Córdoba sem eigum það til að flýta okkur. Það er að segja ég og katalónski markaðsstjórinn sem arkar eftir götunum eins og byssubrandur. Allir aðrir virðast sífellt fara fetið á leið sinni um bæinn og stoppa annan hvern mann sem þeir hitta og spyrja út í hagi hans. Er fólki þetta svo tamt að bílstjórar hika ekki við að stoppa þegar þeir aka eftir þröngum einstefnugötunum, skrúfa niður rúðuna og hefja spjall við kunningja á vegkantinum og láta ólund þeirra sem fyrir aftan eru sér í léttu rúmi liggja.

Bakþankar
Fréttamynd

Tilgangur og meðal

Fíkniefnasala og -neysla er mér og mörgum öðrum mikill þyrnir í augum auk þess að varða við landslög. Ekki er laust við að manni renni til rifja úrræðaleysi og vanmáttur yfirvalda við að ráða bót á þessum mikla og brýna vanda. En nú er ný baráttuaðferð komin fram. Hún er í því fólgin að einkaaðilar fari út á meðal fólks og bjóði því fíkniefni til sölu. Um leið og einhver lætur í ljós áhuga á viðskiptunum og fer að ræða verð og tegundir er viðkomandi umsvifalaust kærður til lögreglu því samtalið var tekið upp.

Bakþankar
Fréttamynd

Apple-guðfræðin

Steve Jobs, hugmaðurinn á bak við Apple, er nýlátinn. Hann var snjall og þorði að hugsa. Hann kom tækjum í hendur á fólki, sem hafa gagnast vel og eigendurnir telja þau falleg líka. Á heimilum margra okkur eru einhver I-tæki frá Apple. Þessir bakþankar eru skrifaðir á Apple-tölvu og kannski lestu þá á I-pöddu.

Bakþankar
Fréttamynd

Starfstilboð frá einræðisherra

Sama dag og heiminum birtust myndir af blóði drifnu líki fallins einræðisherra Líbíu barst mér starfstilboð úr herbúðum annars ónefnds einræðisherra. Við leigupennar erum vanir verkefnum af hinum ýmsu stærðum og gerðum. En hvort sem verklýsingin kveður á um fágað auglýsingaslagorð fyrir hægðalyf eða innblásinn bæklingatexta fyrir bókhaldsfyrirtæki eiga þessi verkefni ávallt eitt sameiginlegt:

Bakþankar
Fréttamynd

Sjóleiðis skal það vera

Nokkur ár eru síðan strandflutningar voru lagðir af á Íslandi og vöruflutningar landshluta á milli fara nú landleiðina með bíl. Tröllvaxnir vöruflutningabílar æða því um þjóðvegina og mylja undan sér malbikið, stundum með tengivagn í eftirdragi, svo það er eins og að mæta járnbrautarlest þegar þeir koma brunandi á móti manni.

Bakþankar
Fréttamynd

Burt með réttindi borgaranna

Tillaga liggur nú fyrir Alþingi um að veita lögreglunni heimildir til að fylgjast með fólki, án þess að nokkur rökstuðningur liggi fyrir um hvort það hefur framið glæp eða ekki. Slíkt athæfi hefur verið klætt í fagmannlegt og ógagnsætt hugtak undir heitinu forvirkar rannsóknarheimildir, en hið ágæta orð njósnir nær því betur.

Bakþankar
Fréttamynd

Kennileiti hagsýna fólksins

Reglulega berst sá kvittur um landið að sænska verslanakeðjan Hennes og Mauritz hyggist opna útibú á Íslandi. Þráin eftir þessari verslun er býsna sterk því enn hefur ekki reynst flugufótur fyrir sögunni. Íslendingar eiga sér þó þann draum að geta keypt sér ódýr og sæmilega smekkleg föt þótt ekki væri nema á börnin sín, en barnafatadeild Hennes og Mauritz hefur reynst þjóðinni sérstaklega vel. Þegar dró úr utanlandsferðum Íslendinga eftir hrun voru nokkrir landar okkar erlendis snöggir að sjá sér leik á borði og tóku að bjóða upp á innkaup í Hennes og Mauritz gegn greiðslu.

Bakþankar
Fréttamynd

Nei, ha, hvað var ég að gera?

Athyglisbrestur er …að vera á kassa í búð en veskið varð eftir heima. Að hafa ekki græna glóru um hvert pin-númerið á kortinu er. Eða bara vera á kassanum og reyna að borga með ökuskírteininu.

Bakþankar
Fréttamynd

Ertu vanagefinn?

Vaninn er harður húsbóndi. Fáir sjá það betur en Pedro þjónn á kaffibarnum Azaharra í miðbæ Priego de Córdoba. Áður en hann opnar á morgnana getur hann sagt til um það hverjir koma og klukkan hvað. Fæstir þurfa að panta drykki því Pedro veit fyrir löngu hvað viðkomandi vill.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki líta undan

Fyrir liðlega þrjátíu árum gengum við fjórir félagar um Hornstrandir. Áður en við lögðum upp fórum við á sunnudegi til messu í Staðarkirkju í Aðalvík. Prestur var kominn að sunnan og við sem vorum í kirkju hlustuðum á hann prédika um huliðshjálm, það sem væri hulið og það sem væri opinbert. Ræða hans um það sem ekki sést barst inn í eyrun og út yfir hvannastóð og fíflabreiður. Þetta var svo sérkennileg ræða að við, þrír prestlingar og einn tæknimenntaður, ræddum um prestinn Huliðshjálm alla leiðina austur í Horn. Orðið huliðshjálmur dregur síðan fram í hug mér myndina af honum sem lagði út af þessu orði sem ekki er til í Biblíunni. Það var Ólafur Skúlason.

Bakþankar
Fréttamynd

Fegurð skeggsins

Bandarísk skeggkeppni fór fram í síðustu viku í Pensylvaníu en keppnin er árviss viðburður Vestanhafs þar sem karlmenn með mismunandi sortir yfirvara-, höku- og alskeggja keppa sín á milli í nokkrum flokkum.

Bakþankar
Fréttamynd

Íslensk gestrisni

Pönnukökur með sykri og rjóma, göngutúrar og einkakennsla í lopapeysuprjóni er meðal þess sem Íslendingar ætla að bjóða erlendum ferðamönnum upp á ef þeir vilja kíkja við. Mér skilst að Dorrit ætli sjálf að þeyta rjómann á Bessastaðabýlinu og Felix Bergsson ætlar að bjóða heim í ekta íslenskan mat. Það verður líka hægt að fara í notalegt fótabað með iðnaðarráðherra við sjávarsíðuna ef marka má myndbrot á vefsíðunni inspiredbyiceland.com! Sú leiðindaklisja að Íslendingar séu kuldalegir og lokaðir skal nú kveðin niður.

Bakþankar
Fréttamynd

Skúmaskot bókmenntaþjóðarinnar

Þegar ég var tólf fór ég um allt með Stríð og frið á bakinu. Klárlega staurblind á hvað var félagslega svalt meðal jafnaldra minna þóttist ég með puttann á púlsinum þegar kom að vali á bókmenntum sem flott væri að lesa. Einhverju sinni í frímínútum er ég virtist óvenjuniðursokkin í þennan heim rússneskra aðalsmanna rak skólafélagi óvænt nefið ofan í doðrantinn. Í ljós kom að ekki var allt sem sýndist. Inni í fagurlega innbundnu stórvirkinu var opin önnur bók. Tolstoj mátti snúa sér í gröfinni er hann vék fyrir bókmenntaverki sem ég hafði laumast til að fá lánað á skólabókasafninu: Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson.

Bakþankar
Fréttamynd

Karlavandamálið endalausa

Áfram stelpur standa á fætur, slítum allar gamlar rætur, þúsund ára kvennakúgunar.“ Við þennan og fleiri baráttusöngva kvennabaráttunnar ólst heil kynslóð upp. Baráttuandi var í lofti, konur lögðu niður störf og fylktu liði út á götur til að sýna mikilvægi sitt í samfélaginu. Mikilvægi sem öllum ætti að vera ljóst án beinna aðgerða. Þrjátíu og fimm árum síðar hafði samfélagið náð þeim árangri að konur lögðu niður störf 25 mínútum síðar, þar sem út frá launum metið höfðu þær tosast upp um einhver störf miðað við karlana.

Bakþankar
Fréttamynd

Björk á bók

Norskur rithöfundur, Mette Karlsvik, gefur brátt út skáldsögu um tónlistarkonuna Björk Guðmundsdóttur og fjölskyldu hennar. Þetta kom fram á mbl.is og Fréttablaðinu í síðustu viku og sagt að bókin eigi að heita „Bli Björk“. Blaðamaður norska Dagbladet flutti söngkonunni þessi tíðindi og hafði eftir henni að þau kæmu henni mjög á óvart. Nokkur tengsl hefur hin norska Mette við Ísland því fyrr á þessu ári kom út bók hennar „Post oske. Dagar og netter i Reykjavik“. Þar fjallar hún um það hvernig landið kemur henni fyrir sjónir eftir hrun og samkvæmt dómi sem ég fann um bókina á netinu spjallaði hún við nafntogaða íslenska karla um orsök þess og afleiðingar.

Bakþankar
Fréttamynd

Dæmisaga úr raunveruleikanum

Einu sinni var kona. Konan var reyndar ég en vegna dæmisöguformsins sem þessi saga þarf að hafa fer betur á því að segja hana í þriðju persónu. Konan ég kom sem sagt heim úr vinnunni um miðjan dag vegna erinda og sá í götunni bíl merktan

Bakþankar
Fréttamynd

Niðurgangur

Það er eitthvað algjörlega klikkað við það hver önnur algengasta dánarorsök ungra barna er. Niðurgangspestir og ofþornun. Númer eitt er lungnabólga, númer tvö niðurgangur.

Bakþankar
Fréttamynd

Ásættanlegur farvegur í samstarfi skóla og kirkju

Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli.

Skoðun
Fréttamynd

Bókin um mömmu

Bréfberinn setti pakka inn um bréfalúguna í vikunni. Nei sko, í bögglinum var falleg bók. Á forsíðunni var skönnuð mynd gamallar og blettóttrar matreiðslubókar og svo skar sig úr mynd af glæsilegri konu. Við hjónin fórum að skoða bókina og í ljós kom að þetta var rit, sem vinkona okkar í Þrándheimi hafði gert um móður sína.

Bakþankar
Fréttamynd

Engin eftirsjá

Ég er haldin mikilli úthverfabjartsýni í garð lottóvinninga. Sá sem ekki hefur lifað laugardagseftirmiðdag í útnárum borgarinnar veit ekki hvað ég er að tala um. Þessar nokkru hífuðu klukkustundir áður en sölukassar loka á laugardegi, börn send út í búð eftir lottó og camel. Fréttir og Fyrirmyndarfaðir. Svo einfalt. Svo gott.

Bakþankar
Fréttamynd

Baðherbergi þjóðanna

Menningarlegur munur þjóða birtist meðal annars í því hvað salernisaðstaða felur í sér í hverju landi. Þegar ég var ungur þurfti ég einu sinni að ferðast með lest frá Istanbúl til Amsterdam, illa haldinn af matareitrun eftir að hafa lagt mér til munns alsírskan geitaost. Aðeins einu sinni á ferðalaginu þurfti ég að gera þarfir mínar í gat í gólfið. Það var á Gare de Lyon lestarstöðinni í París, háborg menningar og lista í Evrópu. Jafnvel í búlgörskum landamæraskúr, þar sem ég þurfti að dúsa um hríð vegna misskilnings við vegabréfaeftirlit við tyrknesku landamærin, var mér boðið upp á betri salernisaðstöðu.

Bakþankar
Fréttamynd

Spennið beltin kæru farþegar

Eitt hataðasta fyrirtæki landsins hefur fengið nýjan forstjóra. Það var viðtal við hann hér í blaðinu um síðustu helgi, Birgi Jónsson, forstjóra Iceland Express. Hann hafði reyndar áður verið forstjóri fyrirtækisins um tíma fyrir nokkrum árum og í viðtalinu viðurkenndi hann að skammast sín fyrir forstjóratitilinn í ferilskránni.

Bakþankar
Fréttamynd

Konan kennd við ryðdallinn

Meistaraverk!“ hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég batt með punkti enda á fræðigrein sem ég vann að. Það skrölti í Rúmfatalagers-skrifborðsstólnum mínum er ég hallaði mér kotroskin aftur og hóf að láta mig dreyma um þá vegsemd sem biði mín í kjölfar vel unnins verks. Í höfði mér glumdi lófatak og fyrir augum mér svifu fálkaorður. Sigurvímunnar fékk ég hins vegar ekki að njóta lengi. Ég komst nefnilega að því að aðeins sjö manns lesa að meðaltali hverja birta fræðigrein. Sjö manns! Ef ég gerði ráð fyrir að pabbi og mamma væru tveir þessara einstaklinga, eiginmaðurinn einn, bræðurnir… ja, þeir myndu líklega bara bíða eftir kvikmyndaútgáfunni… þá voru fjórir eftir.

Bakþankar
Fréttamynd

Jón og Reverend John

Tjáningarfrelsið er á meðal mikilvægustu réttinda sem mannkynið hefur viðurkennt. Það að geta tjáð skoðun sína er einn af hornsteinum siðaðra samfélaga. Víða er tjáningarfrelsinu settar einhverjar skorður er lúta að meiðyrðum eða öðru því sem skerðir rétt annarra, þó þeir séu til sem trúa því að frelsi til að tjá skoðanir sínar eigi að vera öllu öðru æðra.

Bakþankar