Niðurgangur Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 6. október 2011 06:00 Það er eitthvað algjörlega klikkað við það hver önnur algengasta dánarorsök ungra barna er. Niðurgangspestir og ofþornun. Númer eitt er lungnabólga, númer tvö niðurgangur. Hér á ég auðvitað ekki við íslensk börn heldur börn á heimsvísu. Enda eru öll heimsins börn jú eins að innan. Og öll heimsins börn fá inn á milli niðurgangspestir, líka börn á Íslandi. Munurinn er sá að í fleiri löndum en færri eiga börn sem veikjast á hættu að fá ekki viðhlítandi meðferð. Missa vökva út úr líkamanum, missa nauðsynleg sölt, þorna upp – láta á endanum lífið. Börn sem fá ítrekað niðurgang eiga í ofanálag á hættu að verða vannærð. Vannærð börn hafa minni mótstöðu en vel nærð börn og eru líklegri til að veikjast á ný af niðurgangi. Vandinn bítur í skottið á sér og úr verður eitruð blanda. Það er grundvallaratriði að grípa inn í og rjúfa vítahringinn. Og það er hægt. Á hverjum degi, hverri mínútu, látast börn af ástæðum sem vel væri hægt að koma í veg fyrir. Lausnirnar eru þekktar, ástandið mætti fyrirbyggja. Í því ljósi verður enn fáránlegra en ella að árið 2011 látist aragrúi barna úr niðurgangi. Halló! Langflest barnanna eru yngri en tveggja ára. Þau yngstu eru alltaf þau sem eru mest berskjalda. Einu sinni dóu 5 milljónir barna árlega eftir að hafa verið með niðurgang, núna „bara" 1,5 milljónir. Það er með öðrum orðum hægt að bæta ástandið. Aukin meðvitund um hreinlæti, sápuþvott og mikilvægi hreins vatns hefur meðal annars skipt sköpum. Færri börn hafa sýkst. Hjálpargögn eins og vatnsbindandi sölt hafa líka gert kraftaverk við meðhöndlun þeirra sem þegar eru orðin veik. Söltin gera að verkum að þau ná að halda í vatnsbúskapinn í líkamanum. Einn pakki af söltum með nauðsynlegum steinefnum kostar innan við tíkall. Það er vel hægt að breyta hlutum eins og að á hverju ári hrynji börn um víða veröld niður úr jafnfáranlegum hlut og niðurgangi. Þangað til að það hefur verið stöðvað er ástandið óviðunandi. Sumt er ekkert voðalega flókið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Það er eitthvað algjörlega klikkað við það hver önnur algengasta dánarorsök ungra barna er. Niðurgangspestir og ofþornun. Númer eitt er lungnabólga, númer tvö niðurgangur. Hér á ég auðvitað ekki við íslensk börn heldur börn á heimsvísu. Enda eru öll heimsins börn jú eins að innan. Og öll heimsins börn fá inn á milli niðurgangspestir, líka börn á Íslandi. Munurinn er sá að í fleiri löndum en færri eiga börn sem veikjast á hættu að fá ekki viðhlítandi meðferð. Missa vökva út úr líkamanum, missa nauðsynleg sölt, þorna upp – láta á endanum lífið. Börn sem fá ítrekað niðurgang eiga í ofanálag á hættu að verða vannærð. Vannærð börn hafa minni mótstöðu en vel nærð börn og eru líklegri til að veikjast á ný af niðurgangi. Vandinn bítur í skottið á sér og úr verður eitruð blanda. Það er grundvallaratriði að grípa inn í og rjúfa vítahringinn. Og það er hægt. Á hverjum degi, hverri mínútu, látast börn af ástæðum sem vel væri hægt að koma í veg fyrir. Lausnirnar eru þekktar, ástandið mætti fyrirbyggja. Í því ljósi verður enn fáránlegra en ella að árið 2011 látist aragrúi barna úr niðurgangi. Halló! Langflest barnanna eru yngri en tveggja ára. Þau yngstu eru alltaf þau sem eru mest berskjalda. Einu sinni dóu 5 milljónir barna árlega eftir að hafa verið með niðurgang, núna „bara" 1,5 milljónir. Það er með öðrum orðum hægt að bæta ástandið. Aukin meðvitund um hreinlæti, sápuþvott og mikilvægi hreins vatns hefur meðal annars skipt sköpum. Færri börn hafa sýkst. Hjálpargögn eins og vatnsbindandi sölt hafa líka gert kraftaverk við meðhöndlun þeirra sem þegar eru orðin veik. Söltin gera að verkum að þau ná að halda í vatnsbúskapinn í líkamanum. Einn pakki af söltum með nauðsynlegum steinefnum kostar innan við tíkall. Það er vel hægt að breyta hlutum eins og að á hverju ári hrynji börn um víða veröld niður úr jafnfáranlegum hlut og niðurgangi. Þangað til að það hefur verið stöðvað er ástandið óviðunandi. Sumt er ekkert voðalega flókið.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun