Airwaves og Árni Johnsen 22. október 2011 00:01 Ferðamenn eru yfirleitt ekki töff. Þeir ráfa oftast um í hópum með mittistöskur og ljótar derhúfur. Þá er alltaf einn í hópnum í of stórri appelsínugulri úlpu. Í október á hverju ári er eins og þetta breytist. Allt í einu sjást töff ferðamenn spígspora um götur Reykjavíkur eins og klipptir úr nýjustu tískublöðunum. Nánast undantekningarlaust eru þetta gestir Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Airwaves er stærsti árlegi tónlistarviðburður landsins. Úti í heimi þykir hátíðin gríðarlega töff og erlendir fjölmiðlar hafa keppst við að ausa lofi yfir andrúmsloftið sem skapast í Reykjavík þessa löngu helgi í október. Ímyndin er hátíðinni allt. Henni var aftur á móti stefnt í hættu í ár af styrktaraðilum hátíðarinnar, sem dreifðu grænum derhúfum til ölvaðra gesta eins og um hverja aðra útihátíð væri að ræða. Airwaves er ekki útihátíð. Þjóðhátíð í Eyjum og fiskidagurinn í Dalvík eru hvort tveggja hátíðir sem svínvirka, en eru ekki til þess fallnar að fá umfjöllun í útbreiddustu og virtustu fjölmiðlum heims ár eftir ár. Styrktaraðilar munu alltaf þurfa að koma að Airwaves með einum eða öðrum hætti. Það er fullkomlega eðlilegt að bjórframleiðendur og símafyrirtæki kynni vörur sínar og þjónustu fyrir hátíðargestum og verði um leið til þess að herlegheitin komi út réttu megin við núllið. Eða allavega nálægt því. En það er ekki eðlilegt að sömu styrktaraðilar dreifi drasli merktu vörum sínum til gesta á einni svölustu tónlistarhátíð heims, eins og þeir væru að djamma í dalnum. Við getum aðeins vonað að þetta verði ekki til eftirbreytni, því annars sjáum við sölubása með plastbyssum í Hafnarhúsinu á næstu hátíð og kúrekahatta á uppsprengdu verði á Nasa. Og guð forði okkur frá því að Árni Johnsen stýri brekkusöng á Arnarhóli. Mörkin verða að vera skýr. Iceland Airwaves er afar virt hátíð og áhrif hennar á tónlistarlíf og efnahag miðborgarinnar eru margsönnuð. Það á því að vera eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að fá að leggja nafn sitt við jafn glæsilega hátíð. Ef styrktaraðilarnir fá að gera gesti að gangandi auglýsingaskiltum er forgangsröðun aðstandenda hátíðarinnar ekki aðeins brengluð heldur beinlínis hættuleg fyrir orðstír stærsta árlega tónlistarviðburðar landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Ferðamenn eru yfirleitt ekki töff. Þeir ráfa oftast um í hópum með mittistöskur og ljótar derhúfur. Þá er alltaf einn í hópnum í of stórri appelsínugulri úlpu. Í október á hverju ári er eins og þetta breytist. Allt í einu sjást töff ferðamenn spígspora um götur Reykjavíkur eins og klipptir úr nýjustu tískublöðunum. Nánast undantekningarlaust eru þetta gestir Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Airwaves er stærsti árlegi tónlistarviðburður landsins. Úti í heimi þykir hátíðin gríðarlega töff og erlendir fjölmiðlar hafa keppst við að ausa lofi yfir andrúmsloftið sem skapast í Reykjavík þessa löngu helgi í október. Ímyndin er hátíðinni allt. Henni var aftur á móti stefnt í hættu í ár af styrktaraðilum hátíðarinnar, sem dreifðu grænum derhúfum til ölvaðra gesta eins og um hverja aðra útihátíð væri að ræða. Airwaves er ekki útihátíð. Þjóðhátíð í Eyjum og fiskidagurinn í Dalvík eru hvort tveggja hátíðir sem svínvirka, en eru ekki til þess fallnar að fá umfjöllun í útbreiddustu og virtustu fjölmiðlum heims ár eftir ár. Styrktaraðilar munu alltaf þurfa að koma að Airwaves með einum eða öðrum hætti. Það er fullkomlega eðlilegt að bjórframleiðendur og símafyrirtæki kynni vörur sínar og þjónustu fyrir hátíðargestum og verði um leið til þess að herlegheitin komi út réttu megin við núllið. Eða allavega nálægt því. En það er ekki eðlilegt að sömu styrktaraðilar dreifi drasli merktu vörum sínum til gesta á einni svölustu tónlistarhátíð heims, eins og þeir væru að djamma í dalnum. Við getum aðeins vonað að þetta verði ekki til eftirbreytni, því annars sjáum við sölubása með plastbyssum í Hafnarhúsinu á næstu hátíð og kúrekahatta á uppsprengdu verði á Nasa. Og guð forði okkur frá því að Árni Johnsen stýri brekkusöng á Arnarhóli. Mörkin verða að vera skýr. Iceland Airwaves er afar virt hátíð og áhrif hennar á tónlistarlíf og efnahag miðborgarinnar eru margsönnuð. Það á því að vera eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að fá að leggja nafn sitt við jafn glæsilega hátíð. Ef styrktaraðilarnir fá að gera gesti að gangandi auglýsingaskiltum er forgangsröðun aðstandenda hátíðarinnar ekki aðeins brengluð heldur beinlínis hættuleg fyrir orðstír stærsta árlega tónlistarviðburðar landsins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun