Þingmenn Miðflokksins töluðu um þriðja orkupakkann í alla nótt Umræðan stóð yfir í alla nótt og skiptust þingmenn Miðflokksins á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars. Innlent 16. maí 2019 06:11
Grænn samfélagssáttmáli lagður fram í tvíriti á Alþingi Tillögur Pírata og Samfylkingarinnar um grænan samfélagssáttmála voru lagðar fram hvor í sínu lagi í dag. Báðar vísa í stefnuskjal demókrata í Bandaríkjunum. Innlent 15. maí 2019 23:21
Áhrif styttingar náms til stúdentsprófs verði metin Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum. Innlent 15. maí 2019 21:00
Tveir þingmenn Vinstri grænna flugu mest í fyrra Þingmenn Norðausturkjördæmis flugu langmest innanlands. Innlent 15. maí 2019 19:34
Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. Innlent 15. maí 2019 11:00
Tugir milljóna úr skúffum ráðherra Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu alls 35,6 milljónir króna af skúffufé sínu í fyrra. Enginn útdeildi meira fé en ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Innlent 15. maí 2019 06:45
Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. Innlent 15. maí 2019 06:15
Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. Innlent 14. maí 2019 20:00
Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. Innlent 14. maí 2019 12:30
Nefndin mun ekkert aðhafast Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekkst við því að hafa áreitt konu kynferðislega. Innlent 14. maí 2019 07:15
Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. Innlent 14. maí 2019 06:45
Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. Innlent 14. maí 2019 06:00
Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. Innlent 13. maí 2019 21:10
Mál Ágústs Ólafs ekki tekið til frekari athugunar á þingi Forsætisnefnd mun ekki taka mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til frekari athugunar. Innlent 13. maí 2019 20:15
Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír greiddu ekki atkvæði. Innlent 13. maí 2019 18:45
Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. Innlent 13. maí 2019 18:30
Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. Innlent 13. maí 2019 18:30
Bein útsending: Atkvæðagreiðsla um þungunarrof Alþingi greiðir atkvæði um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Innlent 13. maí 2019 16:45
Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. Innlent 13. maí 2019 13:42
Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. Innlent 13. maí 2019 13:08
Drög að nefndaráliti um þriðja orkupakkann lögð fyrir nefnd í dag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun leggja fram drög að nefndaráliti um þriðja orkupakkann á fundi nefndarinnar fyrir hádegi í dag. Innlent 13. maí 2019 09:05
Fara yfir stöðu kjaramála á Alþingi í dag Sérstök umræða um kjaramál fer fram á Alþingi í dag. Hefst umræðan klukkan 15.45 Innlent 13. maí 2019 07:00
Greiða atkvæði um þungunarrof Atkvæði verða greidd á Alþingi í dag um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Innlent 13. maí 2019 06:00
Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað Sigmundur segir RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. Innlent 11. maí 2019 16:28
Segir tillögu stjórnlagaráðs ítarlegri og ákveðnari Formenn stjórnmálaflokkanna birtu í gær tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum sem varða umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Innlent 11. maí 2019 12:31
Kolbeinn: Hafi Sigmundur ekki vitað af viðræðum var hann ekki góður forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, harðneitað að hann hafi getað stöðvað ferli þriðja orkupakkans á meðan hann sat sem forsætisráðherra. Innlent 11. maí 2019 10:21
Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. Innlent 11. maí 2019 07:30
Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. Innlent 10. maí 2019 23:25
Leggja fram tillögu að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá: Auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. Innlent 10. maí 2019 19:24
Þarf að endurskoða útgjöld eða afgang Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem allar áætlanir byggjast á. Innlent 10. maí 2019 19:00