Hafa náð samkomulagi við Miðflokkinn Samkomulag náðist nú síðdegis við Miðflokkinn um meðferð stofnunar opinbers hlutafélags. Innlent 25. júní 2020 15:02
Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. Innlent 25. júní 2020 14:04
Fundi slitið á Alþingi og mál tekin af dagskrá Umræðum á Alþingi er lokið í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon tók alls tuttugu mál, sem átti að ræða á þingfundi í dag, af dagskrá og sleit fundinum nú í kvöld. Aðeins einn dagskrárliður var ræddur á þingfundi dagsins. Innlent 24. júní 2020 23:43
Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Innlent 24. júní 2020 17:35
Andrés Ingi segir verktaka maka krókinn grímulaust á kostnað almennings Samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sagt færa einkaaðilum í vasann 20 til 30 prósent kostnaðaráætlunar. Innlent 24. júní 2020 15:40
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur en fylgi Miðflokks minnkar Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka, eða 24,7 prósent. Það er tæplega tveimur prósentustigum meira en í síðustu mælingu sem gerð var um miðjan júní. Innlent 24. júní 2020 13:42
Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. Innlent 24. júní 2020 12:19
Ánægjulegt að framhalds- og háskólum sé tryggt nægt fjármagn Þingmenn Framsóknarflokksins, þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, fjölluðu báðar um nýjan Menntasjóð námsmanna í ræðum sínum á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Innlent 23. júní 2020 22:07
„Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. Innlent 23. júní 2020 21:51
Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Innlent 23. júní 2020 21:51
„Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. Innlent 23. júní 2020 21:18
Lykilinn að búsetu hérlendis að búa í sátt og samlyndi við náttúruöflin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að með aðgerðarpakkanum uppfylli Ísland ekki aðeins alþjóðlegar skuldbindingar heldur hyggist gera enn betur í loftslagsmálum. Innlent 23. júní 2020 21:01
Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir gríðarlega mikilvægt að stór fyrirtæki leggi hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvánni. Innlent 23. júní 2020 20:15
„Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. Innlent 23. júní 2020 20:05
Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Innlent 23. júní 2020 19:55
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? Skoðun 23. júní 2020 19:30
Heildstæðari áætlun og áhersla á mælanleg markmið Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Innlent 23. júní 2020 19:28
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. Innlent 23. júní 2020 19:00
Samkomulag um þingfrestun í sjónmáli Umræðu um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára lauk í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. Innlent 23. júní 2020 12:56
Þau tala fyrir flokkana í eldhúsdagsumræðum í kvöld Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu umferð. Innlent 23. júní 2020 10:34
Mun Miðflokknum takast að koma í veg fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar? Miðflokkurinn stundar nú málþóf á þingi og talar við sjálfan sig klukkutímunum saman. Skoðun 23. júní 2020 10:00
Þingfundi slitið laust eftir klukkan tvö í nótt Bryndís Haraldsdóttir varaforseti Alþingis sleit þingfundi laust eftir klukkan tvö í nótt þegar umræðum um annars vegar fimm ára samgönguáætlun og hins vegar fimmtán ára samgönguáætlun var frestað. Innlent 23. júní 2020 07:18
Telur of snemmt að tala um málþóf: „Það er heilmikið ósagt í þessum málum“ Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki stunda málþóf í umræðu um samgönguáætlun. Aftur á móti geti verið tilefni til þess. Innlent 22. júní 2020 18:45
„Hryggur og reiður“ og sakar meirihluta fjárlaganefndar um ritskoðun Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um meirihluta fjárlaganefndar í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingis í dag. Innlent 22. júní 2020 17:53
Starfsáætlun tekin úr sambandi í annað sinn á vorþingi Starfsáætlun Alþingis hefur verið tekin úr sambandi en eldhúsdagsumræður fara þó fram á morgun. Innlent 22. júní 2020 11:50
Þingmaður Miðflokksins studdi ekki Jón Þór til formennsku og Sjálfstæðismenn mættu ekki á fundinn Starfsáætlun Alþingis hefur verið tekin úr sambandi en eldhúsdagsumræður fara þó fram á morgun. Nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var kjörinn í morgun. Innlent 22. júní 2020 11:42
Vill minnisvarða um fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi. Innlent 22. júní 2020 07:54
Bað Miðflokksmenn um að sofa vel á tölfræði um ræðuhöld þeirra Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis var ekki á eitt sáttur með aðfarir þingmanna Miðflokksins við umræður á Alþingi um samgönguáætlanir til fimm ára annars vegar og fimmtán ára hins vegar. Innlent 20. júní 2020 23:38
Mikilvægt að tekið verði til á „stjórnarheimilinu“ fyrir þinglok Þingmenn Miðflokksins hafa haldið umræðu um samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára gangandi síðan klukkan ellefu í morgun. Þingmaður vinstri grænna sakar Miðflokkinn um málþóf. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. Innlent 20. júní 2020 20:51
Segja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í einu og öllu í samræmi við hlutverk nefndarinnar Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í yfirlýsingu að frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja hafi í einu og öllu verið í samræmi við hlutverk nefndarinnar og verklag hafi verið eðlilegt. Innlent 20. júní 2020 13:36