Ræða hvort fundirnir verði opnir öllum Undirbúningskjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag á nefndarsviði Alþingis til að hefjast handa við að reyna að leysa úr þeirri flóknu stöðu sem er komin upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Á fundinum verður formaður nefndarinnar valinn og meðal annars rætt hvort fundir hennar verði opnir eða ekki. Innlent 4. október 2021 11:52
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. Innlent 4. október 2021 06:59
Segir ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að áhættumikil fjárfesting hennar í Kviku banka hafi skilað hagnaði. Kaupréttarauki hennar í bankanum var til umfjöllunar í aðdraganda kosninganna. Innlent 3. október 2021 15:07
Píratar tilbúnir að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar falli Píratar eru reiðubúnir til að verja minnihlutastjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins falli, án þess að taka sæti í ríkisstjórninni. Innlent 3. október 2021 12:16
Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. Innlent 2. október 2021 18:01
Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. Innlent 1. október 2021 14:54
Kæran komin í hendur forseta Alþingis Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og lögmaður, segist trúa því og treysta að þingmenn skoði kosningakæru sem hann afhenti forseta Alþingis í dag af fullri sanngirni og alvöru. Innlent 1. október 2021 13:14
Kveðst hafa ofmetið eigið aðdráttarafl og kveður þingið án beiskju Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa, rétt eins og uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar, ofmetið eigið aðdráttarafl í aðdraganda þingkosninga sem fram fóru um síðustu helgi. Innlent 1. október 2021 08:47
Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. Innlent 30. september 2021 19:31
Kosningaskandallinn og mögulegar lausnir í Pallborðinu Hin umdeilda staða sem upp er komin eftir kosningarnar og mistök við framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi var til umræðu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Innlent 30. september 2021 12:48
Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. Innlent 30. september 2021 11:31
Úthluta þingsætum á föstudaginn Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar. Innlent 29. september 2021 13:01
„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. Innlent 29. september 2021 10:33
Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. Innlent 28. september 2021 19:05
Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. Innlent 28. september 2021 18:24
Forsætisráðherrastóllinn ekki stóra málið Stóra málið í samtölum formanna stjórnarflokkanna þriggja er ekki hver hreppir forsætisráðherrastólinn, að sögn Sigurðar Inga Jóhannsson, formanns Framsóknarflokksins. Samstarf undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafi verið gott en ný hefjist nýtt kjörtímabil. Innlent 28. september 2021 14:40
Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. Innlent 28. september 2021 14:25
„Ekki gott fyrir Ísland að það komi svona fréttir af okkur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki gott fyrir Ísland að fjöldi erlendra fjölmiðla hafi flutt fréttir af þingmeirihluta kvenna skömmu áður en endurtalning breytti óvænt stöðunni með áberandi hætti. Innlent 28. september 2021 08:43
Góður árangur Framsóknar hafi áhrif Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag. Innlent 27. september 2021 16:12
Ólíklegt að allt verði eins og það var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. Innlent 27. september 2021 15:57
Formenn flokka bíða átekta Nýir þingflokkar ríkisstjórnarinnar komu saman, hver í sínu lagi, í morgun og stefna á að hefja stjórnarmyndunarviðræður í dag eða á allra næstu dögum. Gert er ráð fyrir að þeir muni bítast um stól forsætisráðherra. Innlent 27. september 2021 12:48
Vildu frelsa talningarfólk: „Fyrir aftan okkur er fólkið sem er búið að frelsissvipta til að telja“ Þeir Patrekur Jaime og Bassi Maraj fóru á stúfana í fyrrakvöld, þegar spennan vegna Alþingiskosninganna stóð sem hæst. Þeim þótti miður að talningarfólk í Laugardalshöll væri látið geyma símana sína í kassa og kölluðu eftir því að fólkið yrði frelsað sem fyrst. Lífið 27. september 2021 07:01
Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. Innlent 26. september 2021 18:47
Svolítið feginn að mega vera áfram í gallajakkanum að rífa kjaft Sósíalistar ætla að verða öflugasta stjórnarandstöðuaflið á kjörtímabilinu þrátt fyrir að hafa ekki náð inn á þing. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist örlítið feginn að geta áfram rifið kjaft utan Alþingis. Innlent 26. september 2021 18:47
„Kannski full truntulegur á köflum“ Gráglettinn kveðjupistill Brynjars Níelssonar fyrrverandi þingmanns er nú á miklu flugi á Facebook. Innlent 26. september 2021 16:56
„Við munum alltaf standa upp aftur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir niðurstöðu kosninganna óvæntustu kosningaúrslit sem hann hefur upplifað. Innlent 26. september 2021 16:25
„Stjórnarandstaðan skíttapaði einfaldlega“ Samfylkingarfólk veltir fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst í kosningunum? Óhætt er að segja að vinstri menn vita vart hvaðan á þá stendur veðrið en þeir gengu vonglaðir til kosninga eftir að skoðanakannanir höfðu gefið fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðuna einfaldlega hafa skíttapað kosningabaráttunni. Innlent 26. september 2021 14:40
Sú yngsta inn og Brynjar út: „Ég hef bara aldrei séð hana áður“ Þau Lenya Rún Taha Karim og Sigmar Guðmundsson voru öllu ánægðari með niðurstöðu kosninganna í nótt en Brynjar Níelsson. Brynjar hafði skipti við Lenyu sem þingmaður í Reykjavík en kennir henni ekki um. Enda hafi hann aldrei séð hana áður. Innlent 26. september 2021 12:22
Gunnar Smári sagður hafa rekið glæsilega kosningabaráttu fyrir Ingu Sæland Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar telur ekki ólíklegt að Flokkur fólksins hafi notið góðs af kosningabaráttu Sósíalistaflokksins. Innlent 26. september 2021 11:43
Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. Innlent 26. september 2021 11:00