Deilur við tryggingafélög tefja uppbyggingu
Deilur eigenda við tryggingafélög hafa staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni við Miðhraun fjögur, þar sem stórbruni varð í vor. Húsnæðið er nær allt ónýtt og hefur svæðið verið í hirðuleysi svo mánuðum skiptir og er mikil slysahætta fyrir þá sem þar fara um.