Besti skíðamaður Íslands á ystu nöf
Björgvin Björgvinsson skíðamaður frá Dalvík fékk um daginn tækifæri sem marga skíða- og brettamenn dreymir um, að vera með einkaþyrlu til að skutla sér upp á fjallstoppa. Í auglýsingu sem Hvíta húsið og Truenorth gerðu á dögunum fyrir Skyr.is var honum skutlað upp og hann kvikmyndaður á niðurleiðinni. Það er óhætt að segja að stundum hafi Björgvin farið út á yrstu nöf en í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann detta á nokkuð skrautlegan hátt.
Fyrir tökurnar var þyrlan útbúin með sérstakri myndavél sem er mikið notuð erlendis við tökur á skíðamyndböndum. Myndavélin er þeim eiginleikum búin að hún helst stöðug þrátt fyrir að þyrlan hristist og snúist. Það kom sér vel þegar veður versnaði óvænt á tökudaginn og hraktist þyrlan undan hríðarstormi og versnandi skyggni. Að lokum þurfti að fresta tökum þegar ísing settist á þyrluspaðana. Til allrar hamingju gafst tækifæri til að halda áfram daginn eftir og þrátt fyrir erfiðar aðstæður náðist mikið að flottu myndefni.