Fjallkonubakarí - ef þú átt BARN þá ferðu ÞANGAÐ
Fjallkonubakaríið á Laugavegi í eigu Láru Guðrúnar Jóhönnudóttur fékk nýverið styrk frá Reykjavíkurborg til þess að efla barnamenningu. Bakaríið ætlar að vera með í að skapa betri borg fyrir alla fjölskylduna og gera miðbæinn að barnvænni stað. Rósa Rún Aðalsteinsdóttir nýútskrifaður dansari ætlar að dansa með börnunum í dag, miðvikudag. Verð fyrir barn: 300 kr. 50% systkinaafsláttur. Þessi viðburður er ætlaður börnum á öllum aldri en er þó hannaður sérstaklega fyrir börn frá 3 ára aldri en yngri börn munu þó að sjálfsögðu hafa gagn og gaman að og þá í fylgd með fullorðnum. Um er að ræða 2 - 3 viðburði í hverri viku svo endilega fylgist vel með því þarna verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hægt er að skrá sig á póstlista á www.fjallkonubakari.is og fá senda uppfærða dagskrá.