Ísland í dag - Halli er með risa svalir heima og opnar veitingahús

Risa svalir og nýtt veitingahús. Athafnamaðurinn og maður ársins Haraldur Þorleifsson er nýbúinn að opna veitingastað sem hann kallar Anna Jóna til minningar um móður sína. Halli eins og hann er oftast kallaður er þekktur fyrir einstakt stafrænt fyrirtæki sitt Ueno sem sló þvílíkt í gegn og hann seldi svo Twitter. Einnig er hann þekktur fyrir átakið Römpum upp Ísland og ýmis góðgerðarmál sem hann af sinni alþekktu hógværð vill aldrei tala um. Nú er Halli kominn heim og hann er að vinna að ýmsum spennandi verkefnum og meðal annars gefa út mjög fallega tónlist. Vala Matt fór og skoðaði nýja veitingastaðinn hans og einnig fór Vala út á einstakar svalir við þakíbúð Halla sem staðsett er alveg í miðbænum með frábæru útsýni yfir miðborgina.

61629
10:59

Vinsælt í flokknum Ísland í dag