Linda: Andlega ofbeldið í sambandinu var falið útávið!

Markþjálfinn og samskiptaráðgjafinn Linda Baldvinsdóttir mátti þola andlegt ofbeldi af hendi kærasta síns sem var alveg falið útávið og enginn vissi af nema allra nánasta fjölskylda. Linda var orðin alveg niðurbrotin þegar hún loks kom sér útúr þessu eitraða ástarsambandi og það leiddi hana í nám í markþjálfun og árangursfræði og við það varð hún sterkari og sjálfstæðari og í dag er hún hamingjusöm og í andlegu jafnvægi og miðlar af sinni reynslu. Linda vinnur nú sem ráðgjafi og markþjálfi og hefur þvílíkt slegið í gegn, enda einn af frumkvöðlunum á því sviði. Og nú er væntanleg bók eftir hana. Vala Matt fór og hitti Lindu og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu sem örugglega margar konur kannast við.

13700
11:53

Vinsælt í flokknum Ísland í dag