Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 29. apríl 2025 20:31 Samantha Rose Smith átti flottan leik fyrir Breiðablik í kvöld Paweł/Vísir Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar. Leikurinn fór hægt af stað þar sem bæði lið þreifuðu sig áfram í leit að opnunum. Breiðablik hélt betur í boltann og voru þolinmóðar. Kannski full þolinmóðar því Nik Chamberlain var snemma farinn að gefa bendingar um reyna keyra upp hraðan. Breiðablik tók forystuna á 24. mínútu þegar Heiðdís Lillýardóttir kom boltanum í netið eftir að Elaina Carmen La Macchia í marki Fram hafði varið fína aukaspyrnu frá Samantha Rose Smith til hliðar og Heiðdís var fyrst að átta sig og skóflaði boltanum yfir línuna. Það leið ekki langur tími þar til Andrea Rut Bjarnadóttir var búin að tvöfalda forystu Blika. Hún fékk boltann inni í vítateignum og náði að stilla sér upp í gott skot sem var alveg út við stöng og eftir hálftíma leik voru Blikar tveimur mörkum yfir. Á markamínútunni kom það svo í hlut Birtu Georgsdóttur að bæta við þriðja markinu. Breiðablik fékk aukaspyrnu úti vinstra meginn þar sem boltanum var lyft fyrir markið og Helga Rut Einarsdóttir skallaði boltann fyrir markið á Birtu sem var mætt fjærstöngina og stýrði boltanum yfir línuna og Breiðablik leiddi með þremur mörkum gegn engu í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var rúmlega tveggja mínútna gamall þegar Breiðablik bætt við sínu fjórða marki. Birta Georgsdóttir átti á flottan bolta fyrir markið á Samantha Rose Smith sem skilaði boltanum auðveldlega í netið. Lengi gat vont versnað fyrir Fram því á 50. mínútu fékk Sylvía Birgisdóttir að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram allt í einu fjórum mörkum undir og einum færri. Á 62. mínútu fékk Fram hornspyrnu sem Una Rós Unnarsdóttir tók og stýrði boltanum á kollinn á Katrín Erlu Clausen. Fram að minnka muninn. Breiðablik svaraði þó í sömu mynt tveimur mínútum seinna þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eftir hornspyrnu á hinum endanum. Fínasti skalli sem lak yfir línuna en varnarmenn Fram voru í engu jafnvægi að reyna hreinsa af línunni þegar boltinn fór inn. Varamaðurinn Líf Joostdóttir Van Bemmel innsiglaði svo stórsigur Breiðabliks undir lokin með tveimur keimlíkum mörkum þegar hún skilaði í tvígang fastri fyrirgjöf frá Öglu Maríu Albertsdóttur í netið og skoraði sjötta og sjöunda mark Breiðabliks. Um leið og mörkin byrjuðu að koma hjá Breiðablik var ljóst í hvað stefndi og þær höfðu á endanum öruggan og sannfærandi sigur 7-1. Atvik leiksins Fyrstu mínútur leiksins voru ekki mikið fyrir augað en um leið og fyrsta markið leit dagsins ljós þá opnaðist allt og Blikar bættu í. Stjörnur og skúrkar Breiðablik átti ekki í miklum vandræðum í kvöld og gátu róterað liðinu snemma í kvöld. Birta Georgsdóttir var virkilega öflug meðan hún var inn á en hún bæði skoraði og lagði upp. Andrea Rut Bjarnadóttir var líka ógnandi og skoraði sömuleiðis gott mark. Samantha Rose Smith heldur áfram að gera flotta hluti í búningi Breiðabliks og þá fékk Helga Rut Einarsdóttir nafnbótina um mann leiksins á vellinum. Sylvía Birgisdóttir hjá Fram fær rautt spjald og vill sennilega gleyma þessum leik bara sem fyrst. DómararnirGunnar Oddur Hafliðason sá um dómgæsluna í dag og honum til aðstoðar voru Arnþór Helgi Gíslason og Rögnvaldur Þ. Höskuldsson. Róbert Þór Guðmundsson var fjórði dómari. Þetta var ekki erfiður dagur á skrifstofunni fyrir teymið í dag heilt yfir. Gunnar Oddur var mögulega full harður að rífa upp seinna gula á Sylvíu í seinni hálfleik og það er sennilega það eina sem hægt er að nefna.Stemingin og umgjörðAlltaf má gott batna. Fullt kredit á þau sem lögðu leið sína á völlin í kvöld en hefði verið skemmtilegt að sjá fleiri. Það var búið að fíra upp í grillinu og opna sjoppuna þannig það var allt til alls á Kópavogsvelli í kvöld.ViðtölNik Chamberlain þjálfari BreiðabliksPaweł/Vísir„Náðum að rúlla liðinu ágætlega og gefa leikmönnum tækifæri“„Þetta var allt í lagi. Við skoruðum flott mörk og kláruðum leikinn vel sem var sterkt“ sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.„Það tók okkur smá tíma að brjóta þær á bak aftur sem hefur fylgt þeim svolítið í upphafi móts. Við náðum svo að rúlla liðinu ágætlega og gefa leikmönnum tækifæri. Við skoruðum svo nokkur góð mörk“„Það var ekki eins og við lágum í færum. Þær vörðust svæðunum þokkalega og við náðum ekki að nýta þau svæði sem við vildum. Við vorum ekki að færa boltann hratt en um leið og fyrsta markið datt og þá sérstaklega annað þá fannst mér þetta verða nokkuð þægilegt“Breiðablik hafa spilað tvo leiki á heimavelli í deildinni og unnið þá báða stórt svo það er ljóst að liðinu líður vel á heimavelli en Nik var samt pirraður á markinu sem þær fengu á sig í kvöld. „Ég er pirraður að við höfum fengið á okkur þetta mark. Það var algjör óþarfi og leiðinlegt að Kate náði ekki að halda hreinu. Þetta var leiðinlegt mark að fá á sig“Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram.Vísir/Anton Brink„Ódýr og frekar kjánaleg mörk að fá á sig“„Leiðinlegt að horfa á stöðutöfluna og sjá sjö. Það er mjög vont sérstaklega þegar leikplanið var að fara inn í leikinn og verjast,“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir tapið í kvöld.„Margt sem að við gerðum vel í þessum leik og tilfinningin er bara rosalega skrítin“Fram byrjaði leikinn þokkalega og náði að halda vel aftur af Breiðablik en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir.„Fyrsta markið er aukaspyrna að mig minnir og við fylgjum ekki inn í teig eftir fast leikatriði. Annað markið er að við náum ekki að hreinsa út úr teignum og þriðja markið er líka fast leikatriði. Þetta eru rosalega keimlík mörk. Þetta eru ódýr og frekar kjánaleg mörk að fá á sig finnst mér“„Í opnum leik þá erum við mjög skipulagðar og þéttar og svo breytist leikurinn bara í seinni hálfleik þegar við lendum einum manni færri en þrátt fyrir þá þá höldum við áfram og stelpurnar börðust, hlupu og djöfluðust og fyrir það er ég ævinlega þakklátur og stoltur af þeim fyrir“Fram mætir FHL í sannkölluðum sex stiga slag í næstu umferð en báðir nýliðarnir eru að leitast eftir sínum fyrstu stigum í mótinu.„Ég held að það sé erfitt að flýja þá staðreynd að það verður mjög stór leikur. Það verður mjög stór leikur af þeirri stærðargráður að bæði lið eru stigalaus og við erum á heimavelli þannig það er stór leikur og við þurfum að sleikja sárin og undirbúa okkur vel fyrir þann leik“Það verður mikilvægt að fá góðan stuðning í stúkuna fyrir þann leik.„Gríðarlega mikilvægt. Ég biðlaði til allra Frammara fyrir tímabilið að sýna þolinmæði og sýna stelpunum stuðning í góðu og slæmu tímunum. Núna erum við að ganga í gegnum slæman kafla og þá er auðvelt að hoppa frá og gefa miðju puttann en núna þá virkilega þurfum við á okkar stuðningsmönnum að halda til þess að snúa genginu við og ná í fyrsta sigur sumarsins og hann skal koma á laugardaginn upp í dal draumana“ sagði Óskar Smári að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Fram Íslenski boltinn
Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar. Leikurinn fór hægt af stað þar sem bæði lið þreifuðu sig áfram í leit að opnunum. Breiðablik hélt betur í boltann og voru þolinmóðar. Kannski full þolinmóðar því Nik Chamberlain var snemma farinn að gefa bendingar um reyna keyra upp hraðan. Breiðablik tók forystuna á 24. mínútu þegar Heiðdís Lillýardóttir kom boltanum í netið eftir að Elaina Carmen La Macchia í marki Fram hafði varið fína aukaspyrnu frá Samantha Rose Smith til hliðar og Heiðdís var fyrst að átta sig og skóflaði boltanum yfir línuna. Það leið ekki langur tími þar til Andrea Rut Bjarnadóttir var búin að tvöfalda forystu Blika. Hún fékk boltann inni í vítateignum og náði að stilla sér upp í gott skot sem var alveg út við stöng og eftir hálftíma leik voru Blikar tveimur mörkum yfir. Á markamínútunni kom það svo í hlut Birtu Georgsdóttur að bæta við þriðja markinu. Breiðablik fékk aukaspyrnu úti vinstra meginn þar sem boltanum var lyft fyrir markið og Helga Rut Einarsdóttir skallaði boltann fyrir markið á Birtu sem var mætt fjærstöngina og stýrði boltanum yfir línuna og Breiðablik leiddi með þremur mörkum gegn engu í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var rúmlega tveggja mínútna gamall þegar Breiðablik bætt við sínu fjórða marki. Birta Georgsdóttir átti á flottan bolta fyrir markið á Samantha Rose Smith sem skilaði boltanum auðveldlega í netið. Lengi gat vont versnað fyrir Fram því á 50. mínútu fékk Sylvía Birgisdóttir að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fram allt í einu fjórum mörkum undir og einum færri. Á 62. mínútu fékk Fram hornspyrnu sem Una Rós Unnarsdóttir tók og stýrði boltanum á kollinn á Katrín Erlu Clausen. Fram að minnka muninn. Breiðablik svaraði þó í sömu mynt tveimur mínútum seinna þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eftir hornspyrnu á hinum endanum. Fínasti skalli sem lak yfir línuna en varnarmenn Fram voru í engu jafnvægi að reyna hreinsa af línunni þegar boltinn fór inn. Varamaðurinn Líf Joostdóttir Van Bemmel innsiglaði svo stórsigur Breiðabliks undir lokin með tveimur keimlíkum mörkum þegar hún skilaði í tvígang fastri fyrirgjöf frá Öglu Maríu Albertsdóttur í netið og skoraði sjötta og sjöunda mark Breiðabliks. Um leið og mörkin byrjuðu að koma hjá Breiðablik var ljóst í hvað stefndi og þær höfðu á endanum öruggan og sannfærandi sigur 7-1. Atvik leiksins Fyrstu mínútur leiksins voru ekki mikið fyrir augað en um leið og fyrsta markið leit dagsins ljós þá opnaðist allt og Blikar bættu í. Stjörnur og skúrkar Breiðablik átti ekki í miklum vandræðum í kvöld og gátu róterað liðinu snemma í kvöld. Birta Georgsdóttir var virkilega öflug meðan hún var inn á en hún bæði skoraði og lagði upp. Andrea Rut Bjarnadóttir var líka ógnandi og skoraði sömuleiðis gott mark. Samantha Rose Smith heldur áfram að gera flotta hluti í búningi Breiðabliks og þá fékk Helga Rut Einarsdóttir nafnbótina um mann leiksins á vellinum. Sylvía Birgisdóttir hjá Fram fær rautt spjald og vill sennilega gleyma þessum leik bara sem fyrst. DómararnirGunnar Oddur Hafliðason sá um dómgæsluna í dag og honum til aðstoðar voru Arnþór Helgi Gíslason og Rögnvaldur Þ. Höskuldsson. Róbert Þór Guðmundsson var fjórði dómari. Þetta var ekki erfiður dagur á skrifstofunni fyrir teymið í dag heilt yfir. Gunnar Oddur var mögulega full harður að rífa upp seinna gula á Sylvíu í seinni hálfleik og það er sennilega það eina sem hægt er að nefna.Stemingin og umgjörðAlltaf má gott batna. Fullt kredit á þau sem lögðu leið sína á völlin í kvöld en hefði verið skemmtilegt að sjá fleiri. Það var búið að fíra upp í grillinu og opna sjoppuna þannig það var allt til alls á Kópavogsvelli í kvöld.ViðtölNik Chamberlain þjálfari BreiðabliksPaweł/Vísir„Náðum að rúlla liðinu ágætlega og gefa leikmönnum tækifæri“„Þetta var allt í lagi. Við skoruðum flott mörk og kláruðum leikinn vel sem var sterkt“ sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.„Það tók okkur smá tíma að brjóta þær á bak aftur sem hefur fylgt þeim svolítið í upphafi móts. Við náðum svo að rúlla liðinu ágætlega og gefa leikmönnum tækifæri. Við skoruðum svo nokkur góð mörk“„Það var ekki eins og við lágum í færum. Þær vörðust svæðunum þokkalega og við náðum ekki að nýta þau svæði sem við vildum. Við vorum ekki að færa boltann hratt en um leið og fyrsta markið datt og þá sérstaklega annað þá fannst mér þetta verða nokkuð þægilegt“Breiðablik hafa spilað tvo leiki á heimavelli í deildinni og unnið þá báða stórt svo það er ljóst að liðinu líður vel á heimavelli en Nik var samt pirraður á markinu sem þær fengu á sig í kvöld. „Ég er pirraður að við höfum fengið á okkur þetta mark. Það var algjör óþarfi og leiðinlegt að Kate náði ekki að halda hreinu. Þetta var leiðinlegt mark að fá á sig“Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram.Vísir/Anton Brink„Ódýr og frekar kjánaleg mörk að fá á sig“„Leiðinlegt að horfa á stöðutöfluna og sjá sjö. Það er mjög vont sérstaklega þegar leikplanið var að fara inn í leikinn og verjast,“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir tapið í kvöld.„Margt sem að við gerðum vel í þessum leik og tilfinningin er bara rosalega skrítin“Fram byrjaði leikinn þokkalega og náði að halda vel aftur af Breiðablik en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir.„Fyrsta markið er aukaspyrna að mig minnir og við fylgjum ekki inn í teig eftir fast leikatriði. Annað markið er að við náum ekki að hreinsa út úr teignum og þriðja markið er líka fast leikatriði. Þetta eru rosalega keimlík mörk. Þetta eru ódýr og frekar kjánaleg mörk að fá á sig finnst mér“„Í opnum leik þá erum við mjög skipulagðar og þéttar og svo breytist leikurinn bara í seinni hálfleik þegar við lendum einum manni færri en þrátt fyrir þá þá höldum við áfram og stelpurnar börðust, hlupu og djöfluðust og fyrir það er ég ævinlega þakklátur og stoltur af þeim fyrir“Fram mætir FHL í sannkölluðum sex stiga slag í næstu umferð en báðir nýliðarnir eru að leitast eftir sínum fyrstu stigum í mótinu.„Ég held að það sé erfitt að flýja þá staðreynd að það verður mjög stór leikur. Það verður mjög stór leikur af þeirri stærðargráður að bæði lið eru stigalaus og við erum á heimavelli þannig það er stór leikur og við þurfum að sleikja sárin og undirbúa okkur vel fyrir þann leik“Það verður mikilvægt að fá góðan stuðning í stúkuna fyrir þann leik.„Gríðarlega mikilvægt. Ég biðlaði til allra Frammara fyrir tímabilið að sýna þolinmæði og sýna stelpunum stuðning í góðu og slæmu tímunum. Núna erum við að ganga í gegnum slæman kafla og þá er auðvelt að hoppa frá og gefa miðju puttann en núna þá virkilega þurfum við á okkar stuðningsmönnum að halda til þess að snúa genginu við og ná í fyrsta sigur sumarsins og hann skal koma á laugardaginn upp í dal draumana“ sagði Óskar Smári að lokum.