Körfubolti

Lög­málið: Þjálfari Lakers féll á prófinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
logmals

LA Lakers er komið með bakið upp við vegginn í einvígi sínu gegn Minnesota Timberwolves í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Strákarnir í Lögmáli leiksins rýndu í einvígið sem hefur verið áhugavert og skemmtilegt.

Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um Lakers og Wolves

„Mér fannst JJ Redick (þjálfari Lakers) falla á prófinu í þessum leik. Það spiluðu sömu mennirnir allan seinni hálfleikinn hjá honum,“ sagði Leifur Steinn Árnason NBA-sérfræðingur en Úlfarnir leiða einvígið, 3-1.

Sjá má hluta af greiningu strákanna í klippunni hér að ofan.

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 klukkan 20.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×