Handbolti

Orri ró­legur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson og félagar eiga ágætis möguleika á að komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Orri Freyr Þorkelsson og félagar eiga ágætis möguleika á að komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. getty/Andrzej Iwanczuk

Sporting tapaði með eins marks mun fyrir Nantes, 28-27, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. 

Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark fyrir Sporting sem var undir stærstan hluta leiksins. 

Aldrei munaði þó miklu á liðunum og á endanum skildi aðeins eitt mark þau að. Þrátt fyrir tapið er Sporting því í ágætis málum fyrir seinni leikinn sem fer fram í Lissabon eftir viku.

Martim Costa var markahæstur í liði Sporting í kvöld með átta mörk en Aymeric Minne skoraði mest fyrir Nantes, eða sjö mörk.

Orri hefur skorað 72 mörk í Meistaradeildinni í vetur og er þrettándi markahæsti leikmaður keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×