Handbolti

Elvar Örn öflugur þegar Melsun­gen jafnaði topp­liðið að stigum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Örn var frábær í dag.
Elvar Örn var frábær í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Elvar Örn Jónsson átti virkilega góðan leik þegar Melsungen lagði Gummersbach með minnsta mun í efstu deild þýska handboltans, lokatölur 26-25.

Elvar Örn skoraði fimm mörk og gaf tvær stoðsendingar. Enginn leikmaður Melsungen kom að fleiri mörkum en Erik Balenciaga skoraði einnig fimm og lagði upp tvö. Teitur Örn Einarsson skoraði tvö fyrir lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar. 

Magdeburg vann Rhein-Neckar Löwen með þriggja marka mun, lokatölur 30-27. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í liði Magdeburgar. Ómar Ingi Magnússon spilaði ekki í dag.

Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark í sjö marka tapi Göppingen gegn Kiel, lokatölur 29-36. Melsungen er nú með 42 stig líkt og topplið Füchse Berlín. Magdeburg er í 5. sæti með 37 stig en hefur leikið tveimur leikjum minna en toppliðin tvö. Göppingen er í 14. sæti með 17 stig.

Í efstu deild kvenna eru 8-liða úrslit hafin. Þar skoraði Díana Dögg Magnúsdóttir tvö mörk í eins marks sigri Blomberg-Lippe á Oldenburg, lokatölur 23-22. Andrea Jacobsen komst ekki á blað.

Þá komst Sandra Erlingsdóttir ekki á blað hjá Metzingen sem tapaði með fjögurra marka mun gegn Dortmund, lokatölur 32-28. Blomberg-Lippe og Dortmund leiða nú einvígi sín 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×