Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Hjörvar Ólafsson skrifar 12. apríl 2025 18:48 Tinna Guðrún Alexandersdóttir var frábær fyrir Hauka í kvöld. Vísir / Hulda Margrét Haukar knúðu fram oddaleik með því að hafa betur gegn Grindavík 81-86 í æsispennandi fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld. Grindavík fór með sigur af hólmi í fyrstu tveimur leikjum rimmunnar en Haukar hafa nú svarað með tveimur sigrum í röð og það ræðst í oddaleik í Ólafssal að Ásvöllum á miðvikudaginn kemur hvort liðið fer áfram í undanúrslitin. Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji og lykilleikmaður Grindavíkur, lenti í bílslysi í vikunni og fékk slink á bak og hás. Isabella Ósk spilaði af þeim sökum ekki með Grindavík í þessum leik og er það svo sannarlega skarð fyrir skildi fyrir Grindavík sem er sömuleiðis án fyrirliða síns Huldu Bjarkar Ólafsdóttur. Haukar leika án miðherja síns Evu Margrétar Kristjánsdóttur sem og Lovísu Bjartar Henningsdóttur. Bæði lið voru þar af leiðandi án miðherja sinna í leiknum og bar leikurinn þess merki að einhverju leyti. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en Sólrún Inga Gísladóttir sá til þess að Haukar fóru með fjögurra stiga forskot inn í annan leikhluta, 22-26, með þriggja stiga körfu undir lok fyrsta leikhluta. Um miðjan annan leikhluta var staðan 30-35 en munurinn á þeim tíma hafði ekki verið meiri en fimm stig og höfðu liðin skipst á að hafa forystuna. Sú þróun hélt áfram út annan leikhluta og var þannig allan þriðja leikhluta. Forystan skiptist á milli liðanna og þegar fjórði og síðasti leikhluti hófst voru Haukar tveimur stigum yfir, 62-64. Sama spenna hélt áfram í fjórða leikhluta og hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Undir lokin kom stór þristur frá Rósu Björk Pétursdóttir en stjarna sýningarinnar í kvöld var Tinna Guðrún Alexandersdóttir sem skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok leiksins og alls sjö í leiknum. Haukar voru sterkari á ögurstundu og innbyrtu að lokum fimm stiga sigur 81-86 og liðin mætast eins og áður segir í oddaleik á miðvikudaginn kemur á heimavelli Hauka. Emil Barja var ekki ánægður með leik sinna kvenna þó sigurinn hafi glatt hann.Vísir / Hulda Margrét Emil Barja: Ekkert sérstök spilamennska en það dugði „Þetta var nú ekkert sérstakur leikur en spilamennska okkar dugði sem betur fer til þess að knýja fram oddaleik. Ætli það sé ekki það sem öllu máli skiptir á þessum tímapunkti. Það er margt sem við getum ennþá lagað í okkar leik og við munum fara yfir það fram að leiknum á miðvikudaginn,“ sagði Emil Barja, þjálfari Hauka. „Við verðum til að mynda að gera miklu betur í frákastabaráttunni. Þar er við enn undir og það mun ekki ganga endalaust að vinna leiki þegar við fráköstum ekki almennilega. Okkur skorti svo aðeins meiri ró og aga í sóknarleikinn. Þetta ætlum við klárlega að laga í oddaleiknum,“ sagði Emil enn fremur. „Tinna Guðrún dró okkur að landi í sóknarleiknum og við höfum kannski svolítið verið að bíða eftir svona leik frá henni. Við vitum það vel að hún getur þetta og hún sýndi svo sannarlega sitt rétta andlit í þessum leik sem er bara mjög jákvætt. Það þurfa svo fleiri að stíga upp á miðvikudaginn,“ sagði hann um leikmann sinn og framhaldið. Þorleifur: Vantaði hugrekki til að klára leikinn „Þetta var hörkuleikur og sigurinn hefði getað dottið báðu megin. Því miður endaði þetta Haukamegin að þessu sinni. Mér fannst vanta hugrekki og sjálfstraust til þess að koma þessu yfir línuna. Við fóruma að hjálpa of mikið og vitlaust í vörninni undir lokin og axlirnar urðu stífari í sóknarleiknum,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. „Það var þó margt gott í frammistöðu okkar og mér fannst við díla vel við það að vera án Huldu Bjarkar og Isabellu Óskar. Körfuboltaguðirnir voru með okkur við komum okkur á ótrúlegan hátt inn í átta liða í úrslitin en annars hafa þeir ekki verið okkur hliðhollir í vetur og allra síst síðustu vikurnar. Ég bíð bara eftir því hverju þeir taka upp á næst,“ sagði Þorleifur þar að auki. „Verkefni mitt næstu daga er bara að berja í liðið hugrekki og sjálfstrausti til þess að koma þessu yfir síðasta hjallann. Það er ómögulegt að segja til um hvort að Isabella Ósk verði með í oddaleiknum. Meiðslin eru bara þess eðlis að það er erfitt að segja til um það. Hún er betri dag frá degi og við sjáum til hvernig hún vaknar á miðvikudaginn. Án hennar eða með henni munum við stilla upp liði sem ætlar sér að vinna Hauka,“ sagði hann borubrattur. Þorleifur Ólafsson segir að leikmenn sýna hafi vantað hugrekki og sjálfstraust til þess að klára verkefniið. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Segja má að sjött og sjöundi þristar Tinnu Guðrúnar þar sem hún kórónaði einkar góða frammistöðu sína í leiknum séu atvik leiksins. Rósa Björk setti líka niður mikilvægan þrist og tók svo risafrákast í síðustu sókn Grindavíkur í leiknum Rósa Björk innsiglaði svo sigurinn af vítalínunni. Stjörnur og skúrkar Áðurnefnd Tinna Guðrún skoraði 32 stig og var stigahæst á vellinum. Sjö af 11 þrigggja stigum hennarr rötuðu rétta leið sem er 58 prósent nýting. Lore Devos var svo öflug á báðum endum vallarins en hún skilaði 17 stigum og góðri frammistöðu í vörn. Daisha Bradford var atkvæðamest hjá Grindavík með 31 stig en 24 af þeim komu í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var ansi mikið á herðum hennar og eðlilega dró aðeins af henni þegar líða tók á leikinn. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir Kristinn Óskarsson, Jón Þór Eyþórsson og Stefán Kristinsson dæmdu þennan leik bara vel og fá þar af leiðandi sjö fyrir sín störf að þessu sinni. Stemming og umgjörð Bæði lið voru dyggilega studd af stuðningsmönnum og það voru mikil læti í Smáranum í kvöld. Rafmagnað andrúmsloft og allt eins og það á að vera þegar allt er undir hjá báðum liðum. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar
Haukar knúðu fram oddaleik með því að hafa betur gegn Grindavík 81-86 í æsispennandi fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld. Grindavík fór með sigur af hólmi í fyrstu tveimur leikjum rimmunnar en Haukar hafa nú svarað með tveimur sigrum í röð og það ræðst í oddaleik í Ólafssal að Ásvöllum á miðvikudaginn kemur hvort liðið fer áfram í undanúrslitin. Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji og lykilleikmaður Grindavíkur, lenti í bílslysi í vikunni og fékk slink á bak og hás. Isabella Ósk spilaði af þeim sökum ekki með Grindavík í þessum leik og er það svo sannarlega skarð fyrir skildi fyrir Grindavík sem er sömuleiðis án fyrirliða síns Huldu Bjarkar Ólafsdóttur. Haukar leika án miðherja síns Evu Margrétar Kristjánsdóttur sem og Lovísu Bjartar Henningsdóttur. Bæði lið voru þar af leiðandi án miðherja sinna í leiknum og bar leikurinn þess merki að einhverju leyti. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en Sólrún Inga Gísladóttir sá til þess að Haukar fóru með fjögurra stiga forskot inn í annan leikhluta, 22-26, með þriggja stiga körfu undir lok fyrsta leikhluta. Um miðjan annan leikhluta var staðan 30-35 en munurinn á þeim tíma hafði ekki verið meiri en fimm stig og höfðu liðin skipst á að hafa forystuna. Sú þróun hélt áfram út annan leikhluta og var þannig allan þriðja leikhluta. Forystan skiptist á milli liðanna og þegar fjórði og síðasti leikhluti hófst voru Haukar tveimur stigum yfir, 62-64. Sama spenna hélt áfram í fjórða leikhluta og hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Undir lokin kom stór þristur frá Rósu Björk Pétursdóttir en stjarna sýningarinnar í kvöld var Tinna Guðrún Alexandersdóttir sem skoraði tvær þriggja stiga körfur undir lok leiksins og alls sjö í leiknum. Haukar voru sterkari á ögurstundu og innbyrtu að lokum fimm stiga sigur 81-86 og liðin mætast eins og áður segir í oddaleik á miðvikudaginn kemur á heimavelli Hauka. Emil Barja var ekki ánægður með leik sinna kvenna þó sigurinn hafi glatt hann.Vísir / Hulda Margrét Emil Barja: Ekkert sérstök spilamennska en það dugði „Þetta var nú ekkert sérstakur leikur en spilamennska okkar dugði sem betur fer til þess að knýja fram oddaleik. Ætli það sé ekki það sem öllu máli skiptir á þessum tímapunkti. Það er margt sem við getum ennþá lagað í okkar leik og við munum fara yfir það fram að leiknum á miðvikudaginn,“ sagði Emil Barja, þjálfari Hauka. „Við verðum til að mynda að gera miklu betur í frákastabaráttunni. Þar er við enn undir og það mun ekki ganga endalaust að vinna leiki þegar við fráköstum ekki almennilega. Okkur skorti svo aðeins meiri ró og aga í sóknarleikinn. Þetta ætlum við klárlega að laga í oddaleiknum,“ sagði Emil enn fremur. „Tinna Guðrún dró okkur að landi í sóknarleiknum og við höfum kannski svolítið verið að bíða eftir svona leik frá henni. Við vitum það vel að hún getur þetta og hún sýndi svo sannarlega sitt rétta andlit í þessum leik sem er bara mjög jákvætt. Það þurfa svo fleiri að stíga upp á miðvikudaginn,“ sagði hann um leikmann sinn og framhaldið. Þorleifur: Vantaði hugrekki til að klára leikinn „Þetta var hörkuleikur og sigurinn hefði getað dottið báðu megin. Því miður endaði þetta Haukamegin að þessu sinni. Mér fannst vanta hugrekki og sjálfstraust til þess að koma þessu yfir línuna. Við fóruma að hjálpa of mikið og vitlaust í vörninni undir lokin og axlirnar urðu stífari í sóknarleiknum,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. „Það var þó margt gott í frammistöðu okkar og mér fannst við díla vel við það að vera án Huldu Bjarkar og Isabellu Óskar. Körfuboltaguðirnir voru með okkur við komum okkur á ótrúlegan hátt inn í átta liða í úrslitin en annars hafa þeir ekki verið okkur hliðhollir í vetur og allra síst síðustu vikurnar. Ég bíð bara eftir því hverju þeir taka upp á næst,“ sagði Þorleifur þar að auki. „Verkefni mitt næstu daga er bara að berja í liðið hugrekki og sjálfstrausti til þess að koma þessu yfir síðasta hjallann. Það er ómögulegt að segja til um hvort að Isabella Ósk verði með í oddaleiknum. Meiðslin eru bara þess eðlis að það er erfitt að segja til um það. Hún er betri dag frá degi og við sjáum til hvernig hún vaknar á miðvikudaginn. Án hennar eða með henni munum við stilla upp liði sem ætlar sér að vinna Hauka,“ sagði hann borubrattur. Þorleifur Ólafsson segir að leikmenn sýna hafi vantað hugrekki og sjálfstraust til þess að klára verkefniið. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Segja má að sjött og sjöundi þristar Tinnu Guðrúnar þar sem hún kórónaði einkar góða frammistöðu sína í leiknum séu atvik leiksins. Rósa Björk setti líka niður mikilvægan þrist og tók svo risafrákast í síðustu sókn Grindavíkur í leiknum Rósa Björk innsiglaði svo sigurinn af vítalínunni. Stjörnur og skúrkar Áðurnefnd Tinna Guðrún skoraði 32 stig og var stigahæst á vellinum. Sjö af 11 þrigggja stigum hennarr rötuðu rétta leið sem er 58 prósent nýting. Lore Devos var svo öflug á báðum endum vallarins en hún skilaði 17 stigum og góðri frammistöðu í vörn. Daisha Bradford var atkvæðamest hjá Grindavík með 31 stig en 24 af þeim komu í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var ansi mikið á herðum hennar og eðlilega dró aðeins af henni þegar líða tók á leikinn. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir Kristinn Óskarsson, Jón Þór Eyþórsson og Stefán Kristinsson dæmdu þennan leik bara vel og fá þar af leiðandi sjö fyrir sín störf að þessu sinni. Stemming og umgjörð Bæði lið voru dyggilega studd af stuðningsmönnum og það voru mikil læti í Smáranum í kvöld. Rafmagnað andrúmsloft og allt eins og það á að vera þegar allt er undir hjá báðum liðum.
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti