Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2025 18:57 Sagan segir að á gosskeiðum Reykjanesskagans verða flest eldstöðvakerfi skagans virk. Vísir/Vilhelm Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem eldsumbrot, jarðskjálftar og sprunguhreyfingar voru teknar fyrir. Sagan segi okkur að á gosskeiðum Reykjanesskagans verði flest eldstöðvakerfi skagans virk. Því þurfi að aðlagast nýjum veruleika. Nú vinni Veðurstofan að áhættumati fyrir Reykjanesskaga og segir að höfuðborgarsvæðið sé í forgangi í því verkefni. Skipulagsslys geti ýtt undir náttúruvá Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur og einn höfundur skýrslunnar, ræddi innihald hennar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar benti hún á að skýrslan væri í raun liður í enn stærra verkefni. Hún sagði að með góðu skipulagi væri hægt að koma í veg fyrir mikið tjón. „Við þurfum að reyna allt sem við getum til að skoða hvar eru viðkvæm svæði á höfuðborgarsvæðinu þannig við förum ekki að búa til skipulagsslys og þar með ýta undir náttúruvá,“ sagði Bergrún. „Ef við erum með gott skipulag þurfum við ekki að horfa upp á eins mikið tjón og mögulega gæti orðið.“ Vellirnir og Elliðaárdalur gætu orðið undir hrauni Líkt og áður segir eru í skýrslunni taldar litlar líkur á því að mannslíf væru í hættu kæmi til hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu, en gæti gjöreyðilagt innviði og byggð. Hættan á að hraun renni í byggð er sögð vera mest við suðurhluta höfuðborgarsvæðisins, til dæmist við Vellina í Hafnarfirði. Þá sé ekki útilokað að hraun renni norðar, líkt og niður Elliðaárdal í Reykjavík. Vellirnir, Elliðaárdalur, Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur eru sérstaklega nefnd í skýrslunni. Einnig fjallað um mögulega gróðurelda sem gætu kviknað út frá hrauni í skýrslunni, en í henni segir að þeirri ógn verði að taka alvarlega enda sé töluvert af gróðurlendi umhverfis og í höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að hraunrennsli utan höfuðborgarsvæðisins gæti tjónað lífæðar þess, til dæmis vatnslagnir og rafmagnsinnviði, og gæti það haft mikil áhrif á svæðið. Þá gætu áhrifin verið meiri að vetri til þar sem hitaveita gæti laskast mikið. Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur gætu fundið fyrir sprunguhreyfingum Þegar kemur að sprunguheyfingum innan byggðar höfuðborgarsvæðisins segir að þær væru líklegastar innan Urriðaholts í Garðabæ, í austurhluta Kópavogs, í Norðlingaholti. Jafnvel gætu orðið sprunguhreyfingar í Grafarholti í Reykjavík, þó að þar megi telja líkurnar mun minni en í byggðum sunnar. Þá segir að smávægilegar sprunguhreyfingar séu ekki útilokaðar á öðrum svæðum, líkt og í Árbænum. Bent er á að neysluvatn höfuðborgarsvæðisins sé að mestu tekið úr sprungum innan sprungusveims Krýsuvíkur og óljóst sé hafa áhrif myndun kvikugangs eða sprunguhreyfingar myndu hafa á það. Mikilvægt að íbúar séu upplýstir Farið er yfir ýmsar mögulegar mótvægisaðgerðir. Mikilvægt sé að upplýsa íbúa um æskileg viðbrögð við hraunrennsli, eiga rýmingaráætlanir sem íbúar þekkja og tryggja að fleiri en ein leið sé fær út úr hverfum þar sem hraunvá sé fyrirsjáanleg. Einnig eigi að styðjast við hættumat við skipulagningu framtíðar byggðar. Bent er á að komin sé góð reynsla af vörnum innviða fyrir hraunrennsli og af hraunkælingu. Sá lærdómur muni nýtast í næstu atburðum. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Veður Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Grindavík Kópavogur Reykjavík Vogar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem eldsumbrot, jarðskjálftar og sprunguhreyfingar voru teknar fyrir. Sagan segi okkur að á gosskeiðum Reykjanesskagans verði flest eldstöðvakerfi skagans virk. Því þurfi að aðlagast nýjum veruleika. Nú vinni Veðurstofan að áhættumati fyrir Reykjanesskaga og segir að höfuðborgarsvæðið sé í forgangi í því verkefni. Skipulagsslys geti ýtt undir náttúruvá Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur og einn höfundur skýrslunnar, ræddi innihald hennar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar benti hún á að skýrslan væri í raun liður í enn stærra verkefni. Hún sagði að með góðu skipulagi væri hægt að koma í veg fyrir mikið tjón. „Við þurfum að reyna allt sem við getum til að skoða hvar eru viðkvæm svæði á höfuðborgarsvæðinu þannig við förum ekki að búa til skipulagsslys og þar með ýta undir náttúruvá,“ sagði Bergrún. „Ef við erum með gott skipulag þurfum við ekki að horfa upp á eins mikið tjón og mögulega gæti orðið.“ Vellirnir og Elliðaárdalur gætu orðið undir hrauni Líkt og áður segir eru í skýrslunni taldar litlar líkur á því að mannslíf væru í hættu kæmi til hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu, en gæti gjöreyðilagt innviði og byggð. Hættan á að hraun renni í byggð er sögð vera mest við suðurhluta höfuðborgarsvæðisins, til dæmist við Vellina í Hafnarfirði. Þá sé ekki útilokað að hraun renni norðar, líkt og niður Elliðaárdal í Reykjavík. Vellirnir, Elliðaárdalur, Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur eru sérstaklega nefnd í skýrslunni. Einnig fjallað um mögulega gróðurelda sem gætu kviknað út frá hrauni í skýrslunni, en í henni segir að þeirri ógn verði að taka alvarlega enda sé töluvert af gróðurlendi umhverfis og í höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að hraunrennsli utan höfuðborgarsvæðisins gæti tjónað lífæðar þess, til dæmis vatnslagnir og rafmagnsinnviði, og gæti það haft mikil áhrif á svæðið. Þá gætu áhrifin verið meiri að vetri til þar sem hitaveita gæti laskast mikið. Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur gætu fundið fyrir sprunguhreyfingum Þegar kemur að sprunguheyfingum innan byggðar höfuðborgarsvæðisins segir að þær væru líklegastar innan Urriðaholts í Garðabæ, í austurhluta Kópavogs, í Norðlingaholti. Jafnvel gætu orðið sprunguhreyfingar í Grafarholti í Reykjavík, þó að þar megi telja líkurnar mun minni en í byggðum sunnar. Þá segir að smávægilegar sprunguhreyfingar séu ekki útilokaðar á öðrum svæðum, líkt og í Árbænum. Bent er á að neysluvatn höfuðborgarsvæðisins sé að mestu tekið úr sprungum innan sprungusveims Krýsuvíkur og óljóst sé hafa áhrif myndun kvikugangs eða sprunguhreyfingar myndu hafa á það. Mikilvægt að íbúar séu upplýstir Farið er yfir ýmsar mögulegar mótvægisaðgerðir. Mikilvægt sé að upplýsa íbúa um æskileg viðbrögð við hraunrennsli, eiga rýmingaráætlanir sem íbúar þekkja og tryggja að fleiri en ein leið sé fær út úr hverfum þar sem hraunvá sé fyrirsjáanleg. Einnig eigi að styðjast við hættumat við skipulagningu framtíðar byggðar. Bent er á að komin sé góð reynsla af vörnum innviða fyrir hraunrennsli og af hraunkælingu. Sá lærdómur muni nýtast í næstu atburðum.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Veður Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Grindavík Kópavogur Reykjavík Vogar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira