Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 15:00 Michael Oliver dómari hjálpar Enzo Fernandez, fyrirliða Chelsea, á fætur í leiknum í dag. Getty/Mike Hewitt Chelsea og Brentford gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea átti möguleika að nálgast Notttingham Forest í þriðja sætinu með sigri og gæti nú missti Manchester City upp fyrir sig seinna í dag. City er tveimur stigum á eftir Chelsea en er að fara að spila við nágranna sína í Manchester United. Chelsea náði ekki að fylgja eftir sigri í öðrum Lundúnaslag á móti Tottenham í vikunni. Chelsea fékk betri færi framan af leiknum en fyrri hálfleiknum var annars mjög rólegur. Brentford féll aftarlega á völlinn og Chelsea gekk illa að búa eitthvað til. Skyndisóknir Brentford sköpuðu alltaf smá hættu. Brentford reyndi síðan að sækja meira í seinni hálfleiknum á meðan að Chelsea gaf aeðins eftir. Robert Sánchez varði vel frá Bryan Mbeumo í besta færi hálfleiksins. Brenford tókst ekki að skora sigurmark og vinna langþráðan sigur á Chelsea. Brentford hefur ekki unnið nágranna sína í efstu deild frá 1938. Enski boltinn Fótbolti
Chelsea og Brentford gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea átti möguleika að nálgast Notttingham Forest í þriðja sætinu með sigri og gæti nú missti Manchester City upp fyrir sig seinna í dag. City er tveimur stigum á eftir Chelsea en er að fara að spila við nágranna sína í Manchester United. Chelsea náði ekki að fylgja eftir sigri í öðrum Lundúnaslag á móti Tottenham í vikunni. Chelsea fékk betri færi framan af leiknum en fyrri hálfleiknum var annars mjög rólegur. Brentford féll aftarlega á völlinn og Chelsea gekk illa að búa eitthvað til. Skyndisóknir Brentford sköpuðu alltaf smá hættu. Brentford reyndi síðan að sækja meira í seinni hálfleiknum á meðan að Chelsea gaf aeðins eftir. Robert Sánchez varði vel frá Bryan Mbeumo í besta færi hálfleiksins. Brenford tókst ekki að skora sigurmark og vinna langþráðan sigur á Chelsea. Brentford hefur ekki unnið nágranna sína í efstu deild frá 1938.