Innlent

Út­skrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Af vettvangi á föstudaginn.
Af vettvangi á föstudaginn. Vísir/Viktor

Allir þrettán einstaklingarnir sem handteknir voru í tengslum við hópslagsmál og stunguárás í miðbæ Reykjavíkur hafa verið látnir lausir. Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús eftir stunguárásina og hafa þeir báðir verið útskrifaðir.

Þetta segir Agnes Eide Kristínardóttir í samtali við fréttastofu, en hún segir að málið sé enn til rannsóknar.

Tíu voru handteknir í tengslum við stunguárásina og þrír vegna hópslagsmála sem talin eru tengjast stunguárásinni.

Útskrifaðir af sjúkrahúsi

Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús með áverka vegna stunguárásarinnar, og hafa þeir báðir verið útksrifaðir og hefur skýrsla verið tekin af þeim báðum.

Búið er að taka skýrslu af öllum þrettán sem voru handteknir, að sögn Agnesar.

Agnes segir frekari upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu.

„Við þurfum bara að fara yfir allt sem er komið, það er svolítið þannig,“ segir hún.


Tengdar fréttir

Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum

Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×