Innlent

Mikið slegist í mið­bænum

Samúel Karl Ólason skrifar
Sex sátu í fangaklefum lögreglunnar í morgun.
Sex sátu í fangaklefum lögreglunnar í morgun. Vísir/Vilhelm

Mikið var um slagsmál og líkamsárásir í höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar. Þar kemur fram að sjö tilkynningar um líkamsárásir eða slagsmál bárust lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun en á tímabilinu voru sjötíu mál bókuð í kerfum lögreglunnar og voru sex í fangaklefa nú í morgun.

Flestar tilkynningar um slagsmál eða líkamsárásir bárust frá miðbænum. Í einu tilfelli var haft samband við foreldra og barnaverndaryfirvöld vegna aldurs þess grunaða í því máli. Nokkrir voru handteknir vegna líkamsárása í nótt en þrír þeirra voru látnir gista í fangageymslu í nótt.

Að minnsta kosti tveir hlutu sár á andliti eftir að hafa fallið í jörðina í nótt.

Þá kviknaði í bíl og bárust einnig þrár tilkynningar um þjófnað úr verslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×