Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2025 12:05 Jóhanna kallar eftir stefnu og markvissum aðgerðum til að sporna við neyslu tóbaks og nikótíns. „Við getum aftur orðið fremst meðal þjóða í tóbaksvörnum en til þess þurfum við hugrakka stjórnmálamenn sem þora að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir.“ Þetta segir Jóhanna Sigríður Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi Krabbameinsfélagsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Læknablaðið. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er fjallað um þá staðreynd að Ísland býr ekki að opinberri stefnu í tóbaksvörnum. „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Starfshópur sem skipaður var árið 2013 um stefnumörkun í tóbaksvörnum hafi skilað drögum árið 2015 en stefnumótunin aldrei verið kynnt. „Samkvæmt Rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir, sem Ísland fullgilti árið 2004, ber Íslandi að setja sér stefnu í málaflokknum,“ segir Viðar. „Ísland hefur tekið þátt í norrænu samstarfi um langt skeið og er mjög mikilvægt að Ísland fylgist vel með þeim leiðum sem færar eru til að draga úr þeim skaða sem hlotist getur af notkun tóbaks og nikótíns.“ Hægt að grípa til ýmissa ráða Bæði Viðar og Jóhanna Sigríður benda á að þrátt fyrir að reykingar hafi verið á undanhaldi hafi nýjar vörur komið á markaðinn; rafsígarettur og nikótínpúðar. „Tóbaksframleiðendurnir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og finna alltaf leið til að útbúa vöru svo þeir tapi engu úr sínum aski,“ segir Jóhanna. Hún segir sárlega vanta stefnu í tóbaksvörnum; það sé skylda samfélagsins að byrgja brunninn og gera allt sem mögulegt er til að fyrirbyggja að börn og ungmenni ánetjist tóbaki. „Við þurfum að hækka álögur á tóbak; verð á sígarettupakka er til að mynda mun lægra hér en á Norðurlöndunum. Hlutfall skatta á tóbak af smásöluverði er lægst hér af Norðurlöndunum. Við þurfum að koma á einsleitum pakkningum fyrir allar tóbaksvörur ásamt því að banna bragðefni. Við þurfum að minnka aðgengi að tóbaksvörunum og koma á banni við sölu á netinu. Eins þarf að fækka söluaðilum og selja einungis í sérverslunum,“ segir Jóhanna. Tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta segir Jóhanna Sigríður Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi Krabbameinsfélagsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Læknablaðið. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er fjallað um þá staðreynd að Ísland býr ekki að opinberri stefnu í tóbaksvörnum. „Já, það er rétt að Ísland hefur ekki opinbera stefnu í tóbaksvörnum,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Starfshópur sem skipaður var árið 2013 um stefnumörkun í tóbaksvörnum hafi skilað drögum árið 2015 en stefnumótunin aldrei verið kynnt. „Samkvæmt Rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir, sem Ísland fullgilti árið 2004, ber Íslandi að setja sér stefnu í málaflokknum,“ segir Viðar. „Ísland hefur tekið þátt í norrænu samstarfi um langt skeið og er mjög mikilvægt að Ísland fylgist vel með þeim leiðum sem færar eru til að draga úr þeim skaða sem hlotist getur af notkun tóbaks og nikótíns.“ Hægt að grípa til ýmissa ráða Bæði Viðar og Jóhanna Sigríður benda á að þrátt fyrir að reykingar hafi verið á undanhaldi hafi nýjar vörur komið á markaðinn; rafsígarettur og nikótínpúðar. „Tóbaksframleiðendurnir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera og finna alltaf leið til að útbúa vöru svo þeir tapi engu úr sínum aski,“ segir Jóhanna. Hún segir sárlega vanta stefnu í tóbaksvörnum; það sé skylda samfélagsins að byrgja brunninn og gera allt sem mögulegt er til að fyrirbyggja að börn og ungmenni ánetjist tóbaki. „Við þurfum að hækka álögur á tóbak; verð á sígarettupakka er til að mynda mun lægra hér en á Norðurlöndunum. Hlutfall skatta á tóbak af smásöluverði er lægst hér af Norðurlöndunum. Við þurfum að koma á einsleitum pakkningum fyrir allar tóbaksvörur ásamt því að banna bragðefni. Við þurfum að minnka aðgengi að tóbaksvörunum og koma á banni við sölu á netinu. Eins þarf að fækka söluaðilum og selja einungis í sérverslunum,“ segir Jóhanna.
Tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira