Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar 10. mars 2025 12:32 Háskólar hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Þetta sést hvað skýrast í þeim löndum sem fjármagna háskóla sína vel og mynduglega og hafa með því byggt upp hátæknisamfélög. Háskóli Íslands hefur, þrátt fyrir vanfjármögnun til fjölda ára, náð merkilega miklum árangri. Útskrifaðir nemendur hafa eflt íslenskt atvinnulíf og samfélag með þeirri þekkingu og vinnubrögðum sem þeir tileinkuðu sér við skólann. Rannsóknastarf Háskóla Íslands er ekki jafn áberandi úti í samfélaginu og kennslan. En rannsóknastarfið hefur mikil áhrif á samfélagið, án þess að margir veiti því eftirtekt. Það er helst á undanförnum árum að tekið hefur verið eftir gríðarlegri þróun í reiknilíkanagerð, hugbúnaðargeiranum, líftækni og lyfjaþróun svo eitthvað sé nefnt en þessi þróun hófst í öllum tilfellum í Háskólanum með rannsóknum, kennslu og drifkrafti háskólakennara og þá oftast áratugum áður en áhrifin urðu almenningi ljós. Eitt eldra dæmi er stofnun fyrirtækisins Marel sem byggði á þróunarvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans. Magnús Karl Magnússon hefur verið leiðandi í samfélagsumræðu um Háskóla Íslands, fjármögnun hans og uppbyggingu í yfir tuttugu ár. Og hann hefur ítrekað bent á hlutverk Háskólans í samfélaginu og hvernig skólinn og rannsóknir stundaðar við hann eru drifkraftur uppbyggingar í landinu. Magnús Karl hefur einnig bent á alvarlega vanfjármögnun vísindarannsókna í landinu og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur. Ég veit að Magnús Karl mun berjast dyggilega fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, verði hann kosinn rektor. Hann skilur hvað þarf að gera til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur: tala fyrir háskólamenntun, berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og efla samkeppnissjóði. Ég treysti Magnúsi Karli sérlega vel til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands og fagna því að hann sé reiðubúinn að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann einmitt trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, enda hefur hann nú sem endranær talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til að vera málsvari þessara gilda. Ég styð því Magnús Karl Magnússon prófessor í rektorskosningunum sem fram undan eru og hvet þig til þess að gera slíkt hið sama! Höfundur er prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Háskólar hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Þetta sést hvað skýrast í þeim löndum sem fjármagna háskóla sína vel og mynduglega og hafa með því byggt upp hátæknisamfélög. Háskóli Íslands hefur, þrátt fyrir vanfjármögnun til fjölda ára, náð merkilega miklum árangri. Útskrifaðir nemendur hafa eflt íslenskt atvinnulíf og samfélag með þeirri þekkingu og vinnubrögðum sem þeir tileinkuðu sér við skólann. Rannsóknastarf Háskóla Íslands er ekki jafn áberandi úti í samfélaginu og kennslan. En rannsóknastarfið hefur mikil áhrif á samfélagið, án þess að margir veiti því eftirtekt. Það er helst á undanförnum árum að tekið hefur verið eftir gríðarlegri þróun í reiknilíkanagerð, hugbúnaðargeiranum, líftækni og lyfjaþróun svo eitthvað sé nefnt en þessi þróun hófst í öllum tilfellum í Háskólanum með rannsóknum, kennslu og drifkrafti háskólakennara og þá oftast áratugum áður en áhrifin urðu almenningi ljós. Eitt eldra dæmi er stofnun fyrirtækisins Marel sem byggði á þróunarvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans. Magnús Karl Magnússon hefur verið leiðandi í samfélagsumræðu um Háskóla Íslands, fjármögnun hans og uppbyggingu í yfir tuttugu ár. Og hann hefur ítrekað bent á hlutverk Háskólans í samfélaginu og hvernig skólinn og rannsóknir stundaðar við hann eru drifkraftur uppbyggingar í landinu. Magnús Karl hefur einnig bent á alvarlega vanfjármögnun vísindarannsókna í landinu og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur. Ég veit að Magnús Karl mun berjast dyggilega fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, verði hann kosinn rektor. Hann skilur hvað þarf að gera til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur: tala fyrir háskólamenntun, berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og efla samkeppnissjóði. Ég treysti Magnúsi Karli sérlega vel til þess að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands og fagna því að hann sé reiðubúinn að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Í krafti þekkingar sinnar og reynslu verður hann einmitt trúverðugur talsmaður háskólasamfélagsins, enda hefur hann nú sem endranær talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista. Rektor Háskóla Íslands hefur einstaka stöðu til að vera málsvari þessara gilda. Ég styð því Magnús Karl Magnússon prófessor í rektorskosningunum sem fram undan eru og hvet þig til þess að gera slíkt hið sama! Höfundur er prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar