Körfubolti

Bene­dikt hættur með kvenna­lands­liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benedikt Guðmundsson stýrir karlaliði Tindastóls.
Benedikt Guðmundsson stýrir karlaliði Tindastóls. vísir/jón gautur

Eftir sex ár í starfi er Benedikt Guðmundsson hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta.

Körfuknattleikssamband Íslands greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Þar er Benedikt þökkuð góð störf.

Benedikt tók við landsliðinu í mars 2019. Hann stýrði því í 27 leikjum. Sex þeirra unnust.

Í frétt KKÍ kemur fram að leit að eftirmanni Benedikts sé hafin.

Síðasta verkefni Benedikts með landsliðið var undankeppni EM 2025. Ísland endaði þar í 4. sæti F-riðils. Íslendingar unnu einn leik, gegn Rúmenum á heimavelli, en töpuðu fimm.

Meðfram því að vera landsliðsþjálfari hefur Benedikt þjálfað félagslið. Hann stýrir nú karlaliði Tindastóls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×