Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. mars 2025 12:32 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnarmálaráðherra. Vísir/Sigurjón „Stærsti vandi leikskólanna í dag er skortur á leikskólakennurum. Og hvernig ætla einkafyrirtækin að fá leikskólakennara? Þau ætla að hækka launin þeirra. Er þetta ekki sama fólk og kvartar yfir því oft á tíðum ef laun kennara eru hækkuð,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Er það sanngjarnt að sumir og sum börn fái menntaða leikskólakennara af því að það er fyrirtæki sem er tilbúið að borga fyrir bara þessi börn? Mér finnst það í rauninni ekki. Þarna erum við náttúrlega líka komin að því sem kennarar hafa verið að biðja um sem er jöfnun launa á milli markaða. Svo má velta fyrir sér bara gagnvart barninu: ef barn er í skóla sem er rekinn af viðkomandi fyrirtæki og foreldri missir vinnuna, hættir eða hvernig það er, er þá barnið líka rekið af leikskólanum? Það eru alls konar álitamál í þessu. Það er ekki að þetta gangi bara eins og látið er líta út fyrir,“ bætti Ásthildur Lóa við. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi leikskólamálin á Bylgjunni í Bítinu í morgun og sagði sorglegt að ekki verði af vinnustaða-leikskólum eins og stefnt hefur verið að. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta væri ljóst að ekki yrði greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins hóf umræðuna á Alþingi í dag og minnti á að samkvæmt tölum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar þá voru þann 2. júní 2024 nærri 700 börn eldri en 12 mánaða að bíða eftir plássi á leikskólum borgarinnar. Vandamálið væri til staðar víða um land og til að mæta þörfum samfélagsins þyrfti að byggja fleiri leikskóla, fjölga leikskólakennurum og öðru starfsfólki. Hún sagði meirihlutanum ekki hugnast lausnir einkaframtaksins og sú afstaða kæmi í veg fyrir að byggður yrði nýr leikskóli þar sem ætla mætti að leikskólakennarar gætu fengið betri laun. Ráðherra minnti á að hún væri ekki í borgarstjórn en ýmis álitamál væru uppi um fyrirtækjaleikskóla. „Samkvæmt þeim fregnum sem ég hef heyrt þá er það bara ekki rétt að þau ætli að banna þennan leikskóla hjá borginni. Þau ætla hins vegar ekki skilst mér að greiða með þessum börnum. Lausnir einkaframtaksins geta verið og eru gríðarlega mikilvægar en þetta þarf að skoða út frá öllum þáttum og að hér skapist ekki tvöfalt kerfi,“ sagði Ásthildur Lóa og bætti síðar við: „Leikskólar eru ekki fyrst og fremst fyrir foreldra, þeir eru fyrst og fremst fyrir börn og það eru hagsmunir barna sem við þurfum að hafa í huga.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
„Er það sanngjarnt að sumir og sum börn fái menntaða leikskólakennara af því að það er fyrirtæki sem er tilbúið að borga fyrir bara þessi börn? Mér finnst það í rauninni ekki. Þarna erum við náttúrlega líka komin að því sem kennarar hafa verið að biðja um sem er jöfnun launa á milli markaða. Svo má velta fyrir sér bara gagnvart barninu: ef barn er í skóla sem er rekinn af viðkomandi fyrirtæki og foreldri missir vinnuna, hættir eða hvernig það er, er þá barnið líka rekið af leikskólanum? Það eru alls konar álitamál í þessu. Það er ekki að þetta gangi bara eins og látið er líta út fyrir,“ bætti Ásthildur Lóa við. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi leikskólamálin á Bylgjunni í Bítinu í morgun og sagði sorglegt að ekki verði af vinnustaða-leikskólum eins og stefnt hefur verið að. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta væri ljóst að ekki yrði greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins hóf umræðuna á Alþingi í dag og minnti á að samkvæmt tölum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar þá voru þann 2. júní 2024 nærri 700 börn eldri en 12 mánaða að bíða eftir plássi á leikskólum borgarinnar. Vandamálið væri til staðar víða um land og til að mæta þörfum samfélagsins þyrfti að byggja fleiri leikskóla, fjölga leikskólakennurum og öðru starfsfólki. Hún sagði meirihlutanum ekki hugnast lausnir einkaframtaksins og sú afstaða kæmi í veg fyrir að byggður yrði nýr leikskóli þar sem ætla mætti að leikskólakennarar gætu fengið betri laun. Ráðherra minnti á að hún væri ekki í borgarstjórn en ýmis álitamál væru uppi um fyrirtækjaleikskóla. „Samkvæmt þeim fregnum sem ég hef heyrt þá er það bara ekki rétt að þau ætli að banna þennan leikskóla hjá borginni. Þau ætla hins vegar ekki skilst mér að greiða með þessum börnum. Lausnir einkaframtaksins geta verið og eru gríðarlega mikilvægar en þetta þarf að skoða út frá öllum þáttum og að hér skapist ekki tvöfalt kerfi,“ sagði Ásthildur Lóa og bætti síðar við: „Leikskólar eru ekki fyrst og fremst fyrir foreldra, þeir eru fyrst og fremst fyrir börn og það eru hagsmunir barna sem við þurfum að hafa í huga.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25