Erlent

Hundruð Banda­ríkja­manna mót­mæltu í nafni Úkraínu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Mótmælendur héldu á úkraínskum fánum til að sýna fram á stuðning sinn við úkraínsku þjóðina.
Mótmælendur héldu á úkraínskum fánum til að sýna fram á stuðning sinn við úkraínsku þjóðina. EPA-EFE/TOLGA AKMEN

Mótmæli til stuðnings Úkraínu hafa farið fram víða um Bandaríkin í dag. Tilefnið er uppákoman í Hvíta húsinu í fyrradag þegar rifrildi braust út á milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, varaforsetans JD Vance og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta.

Selenskí heimsótti Trump á föstudagskvöld en spennan var áþreifanleg á fundinum. Bandaríkjaforsetinn og varaforsetinn sökuðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi.

Hundruð hafa komið saman skreyttir úkraínskum fánum til að sýna stuðning við Úkraínu, meðal annars í New York, Los Angeles og í Boston samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins.

Margir mótmælendur söfnuðust saman á skíðasvæði í Vermont fylkinu þar sem JD Vance og fjölskylda voru í fríi. Einnig voru mótmælendur fyrir utan verslanir Teslu, fyrirtæki í eigu Elon Musk, til þess að mótmæla aðgerðum hans í að draga úr ríkisútgjöldum.

Stofnunin sem Musk starfar fyrir, DOGE, hefur það markmið að draga úr ríkisútgjöldum en fjölmargir opinberir starfsmenn hafa verið reknir. 

Ýmsir þjóðarleiðtgar, þar á meðal Selenskí, funda nú í Lundúnum um öryggis- og varnarmál álfunnar.


Tengdar fréttir

Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum

Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum.

Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×