Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2025 22:20 Karólína Lea kom að báðum mörkum Íslands. Gabor Baumgarten/Getty Images Ísland mátti þola 3-2 tap gegn Frakklandi ytra í A-deild Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Ísland er með eitt stig að loknum tveimur leikjum. Leikurinn byrjaði eins og búast mátti við fyrir leik. Frakkar voru með boltann og íslenska liðið lá til baka og reyndi að nýta sér möguleg tækifæri í skyndisóknum. Frakkar sköpuðu sér ekkert markvert í upphafi en á 14. mínútu fékk íslenska liðið hins vegar dauðafæri þegar Sveindís Jane Jónsdóttir vann kapphlaup við franskan varnarmann og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem náði skoti. Sandie Toletti náði hins vegar rétt að pota í boltann og trufla Karólínu Leu í skotinu og boltinn fór framhjá. Sveindís Jane ógnar oft á tíðum með hraða sínum og skapaði fyrsta færi leiksins fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.Vísir/EPA Eftir þetta þyngdust sóknir Frakka. Þær pressuðu íslenska liðið hátt sem reyndi að spila boltanum upp völlinn en lenti oft í stökustu vandræðum. Sóknar- og miðjumenn Íslands voru oftar en ekki of staðir og möguleikarnir ekki miklir á spili. Á 23. mínútu átti Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markinu sendingu sem Frakkar komust inn í og unnu boltann. Hann endaði að lokum hjá Kadidiatou Diani sem skoraði með þrumuskoti í stöng og inn. Aðeins fimm mínútum síðar tvöfölduðu heimakonur forystuna. Þær náðu þá góðu spili við teiginn, Marie-Antoinette Katoto fékk boltann og náði frábæru skoti með tánni sem söng í nærhorninu. Virkilega vel gert hjá Frökkum og íslenska liðið í brasi. Karólína Lea í baráttunni í leiknum gegn Sviss á dögunum.Vísir/EPA Stelpurnar okkar náðu þó að minnka muninn skömmu síðar. Sveindís Jane vann þá aukaspyrnu við vítateiginn. Karólína Lea skaut að marki, boltinn fór í höndina á Selma Bacha í varnarveggnum og þaðan í markið. Heppnisstimpill yfir markinu en kærkomið fyrir Ísland. Staðan 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og megnið af fyrri hálfleik spilaðist. Frakkar voru með boltann og íslenska liðið var áfram í brasi að koma boltanum út úr vörninni. Á 65. mínútu skoraði Sandy Baltimore þriðja mark Frakka þegar hún þrumaði boltanum í fjærhornið frá vítateig. Íslensku varnarmennirnir stóðu ekki nógu nálægt og Baltimore fékk gott pláss til að athafna sig. Ingibjörg skoraði seinna mark Íslands í kvöld.Vísir/EPA Stelpurnar okkar voru hins vegar ekki lengi að minnka muninn á ný. Það gerði Ingibjörg Sigurðardóttir eftir hornspyrnu Karólínu Leu. Boltinn datt fyrir Ingibjörgu í teignum sem var fyrst að átta sig og skaut boltanum upp í þaknetið. Það sem eftir lifði voru Frakkar klókir og sigldu sigrinum í höfn. Íslenska liðið fékk ekki færi til að jafna metin og urðu að sætta sig við 3-2 tap. Frammistaða íslenska liðsins á köflum ágæt en heilt yfir ekki nógu góð. Sóknarlega vantaði töluvert upp á en uppstilltur varnarleikur var ágætur. Jákvætt er að vararmenn íslenska liðsins komu inn af krafti og sýnir okkur að breiddin hjá Íslandi er sífellt að aukast. Atvik leiksins Mark Sandy Baltimore var mjög gott og sló duglega á vonir íslenska liðsins sem minnkuðu muninn þó strax í kjölfarið. Mörk Íslands komu á mikilvægum augnablikum og héldu okkar stelpum inni í leiknum. Karólína Lea er með afar mikla spyrnugetu og engin tilviljun að bæði mörkin komu eftir föst leikatriði, annað beint úr aukaspyrnu og hitt eftir hornspyrnu. Stjörnur og skúrkar Karólína Lea átti þátt í báðum mörkum Íslands og í leikjum sem þessum þarf að vinna hart að því að koma henni vel inn í leikinn. Sveindís Jane ógnar mjög með hraða sínum og skapaði usla þegar færi gafst sem var ekki nægilega oft. Í franska liðinu var Sandy Baltimore afar öflug og var erfið við að eiga. Katoto skoraði frábært mark og er gríðarlega öflug í framlínunni. Íslenska liðið var í miklum vandræðum að spila boltanum út úr vörninni. Sóknarlega vantaði mikið uppá hjá okkar stelpum þó svo að liðið hafi skorað tvö mörk gegn sterku frönsku liði. Dómarinn Nokkrir skrýtnir dómar og stundum bar hin rúmenska Alina Pesu aðeins of mikla virðingu fyrir franska liðinu. Hún gerði þó vel í að dæma ekki aukaspyrnu þegar Ingibjörg skoraði, mjög oft sem markmenn eru heilagir í klafsi í teignum en í þetta skiptið var ekki um neitt brot að ræða. Stemmning og umgjörð Það var ekki fullsetið á hinum 25 þúsund manna velli í Le Mans. Stemmningin var þó ágæt og það var vel fagnað þegar Eugenie Le Sommer kom inná enda sló hún landsleikjamet Frakka í kvöld þegar hún lék landsleik númer 199. Magnað afrek hjá leikmanni sem oftar en ekki hefur gert íslenska landsliðinu erfitt fyrir. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta
Ísland mátti þola 3-2 tap gegn Frakklandi ytra í A-deild Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Ísland er með eitt stig að loknum tveimur leikjum. Leikurinn byrjaði eins og búast mátti við fyrir leik. Frakkar voru með boltann og íslenska liðið lá til baka og reyndi að nýta sér möguleg tækifæri í skyndisóknum. Frakkar sköpuðu sér ekkert markvert í upphafi en á 14. mínútu fékk íslenska liðið hins vegar dauðafæri þegar Sveindís Jane Jónsdóttir vann kapphlaup við franskan varnarmann og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem náði skoti. Sandie Toletti náði hins vegar rétt að pota í boltann og trufla Karólínu Leu í skotinu og boltinn fór framhjá. Sveindís Jane ógnar oft á tíðum með hraða sínum og skapaði fyrsta færi leiksins fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.Vísir/EPA Eftir þetta þyngdust sóknir Frakka. Þær pressuðu íslenska liðið hátt sem reyndi að spila boltanum upp völlinn en lenti oft í stökustu vandræðum. Sóknar- og miðjumenn Íslands voru oftar en ekki of staðir og möguleikarnir ekki miklir á spili. Á 23. mínútu átti Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markinu sendingu sem Frakkar komust inn í og unnu boltann. Hann endaði að lokum hjá Kadidiatou Diani sem skoraði með þrumuskoti í stöng og inn. Aðeins fimm mínútum síðar tvöfölduðu heimakonur forystuna. Þær náðu þá góðu spili við teiginn, Marie-Antoinette Katoto fékk boltann og náði frábæru skoti með tánni sem söng í nærhorninu. Virkilega vel gert hjá Frökkum og íslenska liðið í brasi. Karólína Lea í baráttunni í leiknum gegn Sviss á dögunum.Vísir/EPA Stelpurnar okkar náðu þó að minnka muninn skömmu síðar. Sveindís Jane vann þá aukaspyrnu við vítateiginn. Karólína Lea skaut að marki, boltinn fór í höndina á Selma Bacha í varnarveggnum og þaðan í markið. Heppnisstimpill yfir markinu en kærkomið fyrir Ísland. Staðan 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og megnið af fyrri hálfleik spilaðist. Frakkar voru með boltann og íslenska liðið var áfram í brasi að koma boltanum út úr vörninni. Á 65. mínútu skoraði Sandy Baltimore þriðja mark Frakka þegar hún þrumaði boltanum í fjærhornið frá vítateig. Íslensku varnarmennirnir stóðu ekki nógu nálægt og Baltimore fékk gott pláss til að athafna sig. Ingibjörg skoraði seinna mark Íslands í kvöld.Vísir/EPA Stelpurnar okkar voru hins vegar ekki lengi að minnka muninn á ný. Það gerði Ingibjörg Sigurðardóttir eftir hornspyrnu Karólínu Leu. Boltinn datt fyrir Ingibjörgu í teignum sem var fyrst að átta sig og skaut boltanum upp í þaknetið. Það sem eftir lifði voru Frakkar klókir og sigldu sigrinum í höfn. Íslenska liðið fékk ekki færi til að jafna metin og urðu að sætta sig við 3-2 tap. Frammistaða íslenska liðsins á köflum ágæt en heilt yfir ekki nógu góð. Sóknarlega vantaði töluvert upp á en uppstilltur varnarleikur var ágætur. Jákvætt er að vararmenn íslenska liðsins komu inn af krafti og sýnir okkur að breiddin hjá Íslandi er sífellt að aukast. Atvik leiksins Mark Sandy Baltimore var mjög gott og sló duglega á vonir íslenska liðsins sem minnkuðu muninn þó strax í kjölfarið. Mörk Íslands komu á mikilvægum augnablikum og héldu okkar stelpum inni í leiknum. Karólína Lea er með afar mikla spyrnugetu og engin tilviljun að bæði mörkin komu eftir föst leikatriði, annað beint úr aukaspyrnu og hitt eftir hornspyrnu. Stjörnur og skúrkar Karólína Lea átti þátt í báðum mörkum Íslands og í leikjum sem þessum þarf að vinna hart að því að koma henni vel inn í leikinn. Sveindís Jane ógnar mjög með hraða sínum og skapaði usla þegar færi gafst sem var ekki nægilega oft. Í franska liðinu var Sandy Baltimore afar öflug og var erfið við að eiga. Katoto skoraði frábært mark og er gríðarlega öflug í framlínunni. Íslenska liðið var í miklum vandræðum að spila boltanum út úr vörninni. Sóknarlega vantaði mikið uppá hjá okkar stelpum þó svo að liðið hafi skorað tvö mörk gegn sterku frönsku liði. Dómarinn Nokkrir skrýtnir dómar og stundum bar hin rúmenska Alina Pesu aðeins of mikla virðingu fyrir franska liðinu. Hún gerði þó vel í að dæma ekki aukaspyrnu þegar Ingibjörg skoraði, mjög oft sem markmenn eru heilagir í klafsi í teignum en í þetta skiptið var ekki um neitt brot að ræða. Stemmning og umgjörð Það var ekki fullsetið á hinum 25 þúsund manna velli í Le Mans. Stemmningin var þó ágæt og það var vel fagnað þegar Eugenie Le Sommer kom inná enda sló hún landsleikjamet Frakka í kvöld þegar hún lék landsleik númer 199. Magnað afrek hjá leikmanni sem oftar en ekki hefur gert íslenska landsliðinu erfitt fyrir.