Handbolti

Heims­meistararnir gengu frá læri­sveinum Guð­jóns Vals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Valur á hliðarlínunni.
Guðjón Valur á hliðarlínunni. Getty Images/Tom Weller

Flensburg vann fimm marka sigur á Gummersbach í efstu deild þýska handboltans. Lokatölur 35-30 þar sem tveir Danir stóðu upp úr hvað fjölda marka varðar.

Eftir fjögur töp í röð tókst Gummersbach að snúa aftur á beinu brautina í síðustu umferð en lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar réðu ekkert við danska tvíeykið Emil Jakobsen og Simon Pytlick í kvöld.

Skoruðu Danirnir átta mörk hvor og sáu til þessa að Flensburg vann nokkuð þægilegan fimm marka sigur. Elliði Snær Viðarsson átti góðan leik sóknarlega hjá Gummersbach og skoraði fimm mörk.

Flensburg er nú með 28 stig í 5. sæti að loknum 19 leikjum eða fjórum minna en topplið Melsungen sem á þó leik til góða. Gummersbach er í 9. sæti með 18 stig að loknum 18 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×