Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 15:53 Eggert Aron Guðmundsson er orðinn leikmaður Brann og er samningur hans til ársins 2028. brann.no Eggert Aron Guðmundsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður norska knattspyrnufélagsins Brann og hann mun því leika undir stjórn Freys Alexanderssonar. Samningur hans við Brann gildir til 2028. Eggert, sem er 21 árs gamall, viðurkennir að dvölin hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg hafi ekki staðist væntingar en tækifæri hans þar voru af afar skornum skammti. „Ég hélt að þetta yrði mjög gott skref fyrir mig en á endanum varð þetta ekki gott skref. Vonandi er Brann frábært skref,“ sagði Eggert við heimasíðu Brann í viðtali sem var tekið á Marbella á Spáni, þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi tímabil. Eggert hafði slegið í gegn með Stjörnunni í Bestu deildinni og skorað ellefu mörk á kveðjutímabili sínu þar 2023 en fékk aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra, og alls sjö deildarleiki en í þeim skoraði hann eitt mark. Nú er hann mættur til Brann sem hafnað hefur í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð og fékk í vetur Frey sem þjálfara. „Brann er mjög áhugavert félag. Liðið hefur náð góðum árangri síðustu ár og þegar ég heyrði af áhuga Brann varð ég strax spenntur. Ég held að þetta sé gott val fyrir mig,“ sagði Eggert og bætti við: „Ég ætla mér að koma með jákvæða orku til Brann, bæði innan og utan vallar. Inni á vellinum er ég mjög ákafur leikmaður sem ætti að henta Brann mjög vel og ég vona að leikstíll liðsins henti mér. Ég vil taka leikmenn á, fara í einvígi og sýna hörku þó að ég sé ekki sá stærsti.“ Brann sækir Fredrikstad heim 29. mars í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Sjá meira
Eggert, sem er 21 árs gamall, viðurkennir að dvölin hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg hafi ekki staðist væntingar en tækifæri hans þar voru af afar skornum skammti. „Ég hélt að þetta yrði mjög gott skref fyrir mig en á endanum varð þetta ekki gott skref. Vonandi er Brann frábært skref,“ sagði Eggert við heimasíðu Brann í viðtali sem var tekið á Marbella á Spáni, þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi tímabil. Eggert hafði slegið í gegn með Stjörnunni í Bestu deildinni og skorað ellefu mörk á kveðjutímabili sínu þar 2023 en fékk aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra, og alls sjö deildarleiki en í þeim skoraði hann eitt mark. Nú er hann mættur til Brann sem hafnað hefur í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð og fékk í vetur Frey sem þjálfara. „Brann er mjög áhugavert félag. Liðið hefur náð góðum árangri síðustu ár og þegar ég heyrði af áhuga Brann varð ég strax spenntur. Ég held að þetta sé gott val fyrir mig,“ sagði Eggert og bætti við: „Ég ætla mér að koma með jákvæða orku til Brann, bæði innan og utan vallar. Inni á vellinum er ég mjög ákafur leikmaður sem ætti að henta Brann mjög vel og ég vona að leikstíll liðsins henti mér. Ég vil taka leikmenn á, fara í einvígi og sýna hörku þó að ég sé ekki sá stærsti.“ Brann sækir Fredrikstad heim 29. mars í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar.
Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Sjá meira