David Moyes finnur til með Arne Slot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2025 18:00 David Moyes og Arne Slot á hliðarlínunni í leik Everton og Liverpool á Goodison Park í vikunni. Getty/Robbie Jay Barratt David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, vorkennir kollega sínum Arne Slot hjá Liverpool eftir að sá hollenski fékk að líta rauða spjaldið í lok borgarslags Everton og Liverpool á miðvikudagskvöldið. Michael Oliver dómari sýndi Slot enga miskunn eftir að Slot sagði eitthvað við hann þegar hann tók í hönd hans og þakkaði fyrir leikinn. Bæði Slot og aðstoðarmaður hans fengu rauða spjaldið. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á áttundu mínútu í uppbótatíma og svekkelsið var mikið. Það voru líka mikil læti eftir leik og tveir leikmenn fóru að slást. Abdoulaye Doucouré var fórnarlamb kynþáttaníðs sem bæði félögin fordæmdu eftir leikinn. Liverpool maðurinn Curtis Jones var mjög ósáttur með það að Doucouré fagnaði sigri fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Þeir slógust og fengu síðan báðir rautt spjald. „Það er í fínu lagi með Doucouré. Ég var vonsvikinn með að hann var rekinn af velli. Félagið mun skoða það betur. Þetta var tilfinningaríkt kvöld og allir tóku þátt í því,“ sagði David Moyes. ESPN segir frá. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Liverpool liði, líklega besta liði Evrópu, og við urðum því að skila okkar bestu frammistöðu,“ sagði Moyes. „Ég finn samt til með Arne Slot því ég þekki svona frá því að ég var ungur stjóri. Ég lenti oft í svona þegar ég var yngri. Það segir mér að þetta skipti hann miklu máli og að hann vilji berjast fyrir leikmenn sína og félagið,“ sagði Moyes. Hann hefur vit á því að æða ekki í átt að dómaranum eftir svekkjandi úrslit. „Ég var svekktur með Doucouré af því að hann spilaði svo vel í leiknum og stóð sig svo vel fyrir liðið. Hann myndi ekki gera þetta ef hann gæti valið um það núna. Það breytir ekki því að fólk hefur ekki leyfi til að svívirða þig. Ef það er raunin þá er það kolrangt,“ sagði Moyes. Slot ræddi rauða spjaldið á blaðamannafundi sínum og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann sagði að tilfinningarnar hefðu hlaupið með hann í gönur. David Moyes has sympathised with Arne Slot after the #LFC boss was sent off in a chaotic end to the Merseyside derby.#BBCFootball pic.twitter.com/tr21JalfvA— Match of the Day (@BBCMOTD) February 14, 2025 Enski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Michael Oliver dómari sýndi Slot enga miskunn eftir að Slot sagði eitthvað við hann þegar hann tók í hönd hans og þakkaði fyrir leikinn. Bæði Slot og aðstoðarmaður hans fengu rauða spjaldið. Liverpool fékk á sig jöfnunarmark á áttundu mínútu í uppbótatíma og svekkelsið var mikið. Það voru líka mikil læti eftir leik og tveir leikmenn fóru að slást. Abdoulaye Doucouré var fórnarlamb kynþáttaníðs sem bæði félögin fordæmdu eftir leikinn. Liverpool maðurinn Curtis Jones var mjög ósáttur með það að Doucouré fagnaði sigri fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Þeir slógust og fengu síðan báðir rautt spjald. „Það er í fínu lagi með Doucouré. Ég var vonsvikinn með að hann var rekinn af velli. Félagið mun skoða það betur. Þetta var tilfinningaríkt kvöld og allir tóku þátt í því,“ sagði David Moyes. ESPN segir frá. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Liverpool liði, líklega besta liði Evrópu, og við urðum því að skila okkar bestu frammistöðu,“ sagði Moyes. „Ég finn samt til með Arne Slot því ég þekki svona frá því að ég var ungur stjóri. Ég lenti oft í svona þegar ég var yngri. Það segir mér að þetta skipti hann miklu máli og að hann vilji berjast fyrir leikmenn sína og félagið,“ sagði Moyes. Hann hefur vit á því að æða ekki í átt að dómaranum eftir svekkjandi úrslit. „Ég var svekktur með Doucouré af því að hann spilaði svo vel í leiknum og stóð sig svo vel fyrir liðið. Hann myndi ekki gera þetta ef hann gæti valið um það núna. Það breytir ekki því að fólk hefur ekki leyfi til að svívirða þig. Ef það er raunin þá er það kolrangt,“ sagði Moyes. Slot ræddi rauða spjaldið á blaðamannafundi sínum og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann sagði að tilfinningarnar hefðu hlaupið með hann í gönur. David Moyes has sympathised with Arne Slot after the #LFC boss was sent off in a chaotic end to the Merseyside derby.#BBCFootball pic.twitter.com/tr21JalfvA— Match of the Day (@BBCMOTD) February 14, 2025
Enski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira