Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:30 Merki um öryggi (e. Signs of safety) er viðurkennt verklag í barnavernd sem miðar að því að valdefla börn og foreldra og draga úr þörf á íþyngjandi inngripum. Um er að ræða gagnreynda hugmyndafræði, verkfæri og samræmt verklag sem fagaðilar um allan heim nota með góðum árangri í þjónustu við börn og fjölskyldur. Á Íslandi starfa um það bil 140 fagaðilar í barnaverndarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna. Þessi hópur leggur sig daglega fram við að aðstoða börn og fjölskyldur við að tryggja öryggi og vellíðan barna á heimilum. Öll börn eiga rétt á að lifa áhyggjulausu lífi og alast upp við þroskavænar aðstæður. Hlutverk barnaverndarfagfólks og annarra aðila sem tengjast fjölskyldunni er að leiða fjölskylduna áfram í átt að þessu markmiði. Áherslan er á fyrirbyggjandi stuðning og inngrip og þannig reyna að koma í veg fyrir að þörf verði á meira íþyngjandi inngripi og úrræðum. Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda á sviði barnaverndar fyrir árin 2023-2027 eru fjölmörg atriði sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í málefnum barna en allar þær aðgerðir miða að því að börn séu sett í öndvegi í allri nálgun og að tryggja réttindi þeirra. Meðal verkefna er að efla og bæta verklag í barnaverndarþjónustu, með því að innleiða Merki um öryggi í verklag í allri barnavernd á Íslandi. Undirbúningur hjá Barna- og fjölskyldustofu er hafinn og mun heildræn innleiðing í barnavernd og félagsþjónustu á hugmyndafræði Merkis um öryggi hefjast á árinu 2025. Gert er ráð fyrir þriggja ára innleiðingarferli og að á tímabilinu verði verklag og áhættumat um viðbrögð á sviði barnaverndar samræmt og innleitt á landsvísu. Með nálgun Merkis um öryggi er sérstök áhersla á að efla stuðningsnet fjölskyldna, sem og að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og þannig draga úr þörf á langtímavistunum utan heimilis. Nálgunin er tengsla- og öryggismiðuð barnavernd þróuð og skipulögð til þess að aðstoða fjölskyldur við að tryggja raunverulegt öryggi barna til langframa. Það er ávallt gert án þess að slá af kröfum um vellíðan og öryggi barna, með því að leggja áherslu á og upphefja styrkleika sem fyrir liggja í hverri og einni fjölskyldu og með því að virkja tengslanet fjölskyldna með markvissari hætti. Meginhugsunin í hugmyndafræði Merkis um öryggi er valdefling, virðing fyrir fólki og að fjölskyldan sjálf og stuðningsnetið í samvinnu við fagfólk, sé best til þess fallin að vinna að breytingum sem skapar öryggi fyrir börn í viðkomandi fjölskyldum. Þannig er lagt upp með að byggja á fyrirliggjandi styrkleikum fjölskyldunnar, með því að efla það sem vel er gert. Sérstök áhersla er á að foreldrar og börn viti nákvæmlega hvað þarf að gerast og hver á að gera hvað til þess að öryggi sé tryggt í fjölskyldunni, svo hægt sé að ljúka afskiptum hins opinbera af málefnum fjölskyldunnar. Fagfólk nýtir skýrt samræmt verklag til að vinna eftir, ásamt hagnýtum verkfærum til að nota í daglegu starfi með börnum og foreldrum. Væntingar standa til að hugmyndafræði Merkis um öryggi, verklag og verkfæri muni leiða til samræmis í allri barnaverndarvinnslu óháð búsetu barna og fjölskyldna. Hugmyndafræði og verklag Merki um öryggi fellur vel að íslenskum lögum, sér í lagi að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er nálgun sem eflir fjölskyldur í flóknu nútímasamfélagi. Til þess að vel takist til þarf að eiga sér stað almenn vitundarvakning og viðhorfsbreyting gagnvart barnavernd í samfélaginu, bæði hjá fagfólki, börnum, foreldrum og ekki síst almenningi. Nú er kominn tími til að „barnaverndargrýlan“ víki fyrir nútímalegri og manneskjulegri sýn á barnavernd. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Barna og fjölskyldustofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Merki um öryggi (e. Signs of safety) er viðurkennt verklag í barnavernd sem miðar að því að valdefla börn og foreldra og draga úr þörf á íþyngjandi inngripum. Um er að ræða gagnreynda hugmyndafræði, verkfæri og samræmt verklag sem fagaðilar um allan heim nota með góðum árangri í þjónustu við börn og fjölskyldur. Á Íslandi starfa um það bil 140 fagaðilar í barnaverndarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna. Þessi hópur leggur sig daglega fram við að aðstoða börn og fjölskyldur við að tryggja öryggi og vellíðan barna á heimilum. Öll börn eiga rétt á að lifa áhyggjulausu lífi og alast upp við þroskavænar aðstæður. Hlutverk barnaverndarfagfólks og annarra aðila sem tengjast fjölskyldunni er að leiða fjölskylduna áfram í átt að þessu markmiði. Áherslan er á fyrirbyggjandi stuðning og inngrip og þannig reyna að koma í veg fyrir að þörf verði á meira íþyngjandi inngripi og úrræðum. Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda á sviði barnaverndar fyrir árin 2023-2027 eru fjölmörg atriði sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í málefnum barna en allar þær aðgerðir miða að því að börn séu sett í öndvegi í allri nálgun og að tryggja réttindi þeirra. Meðal verkefna er að efla og bæta verklag í barnaverndarþjónustu, með því að innleiða Merki um öryggi í verklag í allri barnavernd á Íslandi. Undirbúningur hjá Barna- og fjölskyldustofu er hafinn og mun heildræn innleiðing í barnavernd og félagsþjónustu á hugmyndafræði Merkis um öryggi hefjast á árinu 2025. Gert er ráð fyrir þriggja ára innleiðingarferli og að á tímabilinu verði verklag og áhættumat um viðbrögð á sviði barnaverndar samræmt og innleitt á landsvísu. Með nálgun Merkis um öryggi er sérstök áhersla á að efla stuðningsnet fjölskyldna, sem og að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og þannig draga úr þörf á langtímavistunum utan heimilis. Nálgunin er tengsla- og öryggismiðuð barnavernd þróuð og skipulögð til þess að aðstoða fjölskyldur við að tryggja raunverulegt öryggi barna til langframa. Það er ávallt gert án þess að slá af kröfum um vellíðan og öryggi barna, með því að leggja áherslu á og upphefja styrkleika sem fyrir liggja í hverri og einni fjölskyldu og með því að virkja tengslanet fjölskyldna með markvissari hætti. Meginhugsunin í hugmyndafræði Merkis um öryggi er valdefling, virðing fyrir fólki og að fjölskyldan sjálf og stuðningsnetið í samvinnu við fagfólk, sé best til þess fallin að vinna að breytingum sem skapar öryggi fyrir börn í viðkomandi fjölskyldum. Þannig er lagt upp með að byggja á fyrirliggjandi styrkleikum fjölskyldunnar, með því að efla það sem vel er gert. Sérstök áhersla er á að foreldrar og börn viti nákvæmlega hvað þarf að gerast og hver á að gera hvað til þess að öryggi sé tryggt í fjölskyldunni, svo hægt sé að ljúka afskiptum hins opinbera af málefnum fjölskyldunnar. Fagfólk nýtir skýrt samræmt verklag til að vinna eftir, ásamt hagnýtum verkfærum til að nota í daglegu starfi með börnum og foreldrum. Væntingar standa til að hugmyndafræði Merkis um öryggi, verklag og verkfæri muni leiða til samræmis í allri barnaverndarvinnslu óháð búsetu barna og fjölskyldna. Hugmyndafræði og verklag Merki um öryggi fellur vel að íslenskum lögum, sér í lagi að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er nálgun sem eflir fjölskyldur í flóknu nútímasamfélagi. Til þess að vel takist til þarf að eiga sér stað almenn vitundarvakning og viðhorfsbreyting gagnvart barnavernd í samfélaginu, bæði hjá fagfólki, börnum, foreldrum og ekki síst almenningi. Nú er kominn tími til að „barnaverndargrýlan“ víki fyrir nútímalegri og manneskjulegri sýn á barnavernd. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Barna og fjölskyldustofu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun