Sport

Sögu­legt hjá Mikael

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mikael kátur eftir sigurinn á RIG.
Mikael kátur eftir sigurinn á RIG. mynd/aðsend

Í annað skipti í sögunni náði Íslendingur að vinna mót á evrópsku mótaröðunni í keilu en Mikael Aron Vilhelmsson afrekaði þetta með því að vinna keilukeppnina á Reykjavíkurleikunum.

Fjöldi erlendra þátttakenda var með að þessu sinni og þeir eru flestir landsliðsmenn sinna þjóða.

Fyrstur til að vinna mótaröðinni í Evrópu var Arnar Davíð Jónsson en hann hefur náð þeim áfanga tvisvar.

Mikael þurfti að ná mjög góðu skori til að ná þessum árangri því áður en hann fór í úrslitin þá þurfti hann að sigra hina 14 ára Særós Erlu Jóhönnudóttir sem hafði áður slegið út Arnar Davíð. Mikael þurfti að hafa fyrir þeim leik en eftir tvo leiki hjá þeim var staðan jöfn og þurfti þriðja leik til að skera úr um sigurvegara. Leikurinn fór 279-275 Mikael í vil.

Í úrslitum með honum voru leikmenn sem voru búnir að leika á als oddi fyrr um daginn og meðal annars spila fullkomin leik sem er 300.

Úrslitin spilast þannig að fjórir leikmenn spila einn leik og dettur lægsti spilarinn út sem var Adam Pawel með 255 í fyrstu umferð.

Í næsta leik datt út Carsten Trane frá Danmörku með 170 og þá voru eftir tveir. Þeir Mikael og Svíinn William Svensson og fór svo að Mikael vann með 216-184.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×